Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Lovísa Arnardóttir skrifar 12. febrúar 2025 20:39 Umfangsmikil leit fór fram í kjölfar þess að Lúðvík féll ofan í sprunguna. Vísir Lögreglan á Suðurnesjum lauk í síðustu viku rannsókn sinni á banaslysi í Grindavík þann 10. janúar í fyrra. Fimm hafa réttarstöðu sakbornings í málinu að sögn Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum. Málið er nú á borði héraðssaksóknara. Fyrst var greint frá á mbl.is. Sá sem lést í slysinu hét Lúðvík Pétursson en hann var við störf í Grindavík við götuna Vesturhóp. Þriggja daga leit fór fram eftir að hann hvarf sem var að endingu blásin af vegna erfiðra og hættulegra aðstæðna á vettvangi. Lúðvík var fæddur árið 1973 og lét eftir sig unnustu, fjögur börn, tvö stjúpbörn og tvö barnabörn. Úlfar segir rannsóknina beinast að 215. ákvæði hegningarlaga sem fjallar um manndráp af gáleysi og um brot á lögum um aðbúnað og hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Úlfar vill ekkert segja í samtali við fréttastofu um það hverjir sæta réttarstöðu sakbornings en í frétt mbl.is segir að samkvæmt þeirra heimildum hafi einn starfsmaður verkfræðistofunnar Eflu réttarstöðu sakbornings. Verkfræðistofan tók verkefnið við húsið að sér að beiðni Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Lúðvík segir lögregluna hafa sent málið til héraðssaksóknara í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Vinnueftirlitið rannsakaði slysið og sagði í skýrslu sinni um slysið, sem kom út í október, að það hefði mátt rekja til þess að ekki hafi verið til staðar fullnægjandi áhættumat og að ekki hafi farið fram nægilega góð kynning á helstu hættum sem gætu steðjað að þeim sem ynnu á vettvangi. Þá velti Vinnueftirlitið því fram hvort verkið sem var unnið hafi verið áhættunnar virði. Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Fyrst var greint frá á mbl.is. Sá sem lést í slysinu hét Lúðvík Pétursson en hann var við störf í Grindavík við götuna Vesturhóp. Þriggja daga leit fór fram eftir að hann hvarf sem var að endingu blásin af vegna erfiðra og hættulegra aðstæðna á vettvangi. Lúðvík var fæddur árið 1973 og lét eftir sig unnustu, fjögur börn, tvö stjúpbörn og tvö barnabörn. Úlfar segir rannsóknina beinast að 215. ákvæði hegningarlaga sem fjallar um manndráp af gáleysi og um brot á lögum um aðbúnað og hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Úlfar vill ekkert segja í samtali við fréttastofu um það hverjir sæta réttarstöðu sakbornings en í frétt mbl.is segir að samkvæmt þeirra heimildum hafi einn starfsmaður verkfræðistofunnar Eflu réttarstöðu sakbornings. Verkfræðistofan tók verkefnið við húsið að sér að beiðni Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Lúðvík segir lögregluna hafa sent málið til héraðssaksóknara í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Vinnueftirlitið rannsakaði slysið og sagði í skýrslu sinni um slysið, sem kom út í október, að það hefði mátt rekja til þess að ekki hafi verið til staðar fullnægjandi áhættumat og að ekki hafi farið fram nægilega góð kynning á helstu hættum sem gætu steðjað að þeim sem ynnu á vettvangi. Þá velti Vinnueftirlitið því fram hvort verkið sem var unnið hafi verið áhættunnar virði.
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira