Handbolti

Frá­bær útisigur Magdeburg í Pól­land

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar hoppuðu upp fyrir Kielce eftir sigur í Póllandi í kvöld.
Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar hoppuðu upp fyrir Kielce eftir sigur í Póllandi í kvöld. Getty/Frank Molter

Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg unnu flottan fjögurra marka útisigur á pólska liðinu Industria Kielce í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld.

Magdeburg vann leikinn með 29-25, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10.

Magdeburg spilar enn án Ómars Inga Magnússonar sem meiddist illa í lok síðasta árs.

Gísli Þorgeir var aftur á móti með og skoraði þrjú mörk í leiknum í kvöld.

Magdeburg var einu stigi og einu sæti á eftir Kielce fyrir leikinn en liðin höfðu sætaskipti.

Felix Claar og Matthias Musche voru markahæstir með sjö mörk enDaninn Magnus Saugstrup fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×