Engin kona meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólks heims á síðasta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2025 07:03 Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo var langtekjuhæstur meðal íþróttafólks heims á síðasta ári en efsta konan, tenniskonan Coco Gauff, var langt frá því að komast inn á topp hundrað. Getty/Yasser Bakhsh/Hannah Peters Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo var enn á ný tekjuhæsti íþróttamaðurinn í heiminum á síðasta ári. Ronaldo hafði tekjur upp á 260 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2024 en það jafngildir meira en 36,7 milljörðum í íslenskum krónum. Konur eru að alltaf að fá betri og betri samninga í íþróttaheiminum en þær eiga greinilega enn mjög langt í landi. Samkvæmt þessari samantekt hjá Sportico þá kemst engin kona inn meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólksins á síðasta ári. ESPN segir frá. Tekjuhæsta konan var bandaríska tenniskonan Coco Gauff sem fékk mestar tekjur íþróttakvenna eða 30,4 milljónir dollara sem gerir 4,3 milljarða í íslenskum krónum. Hún var langt frá hundraðasta sætinu á listanum en það skipaði Daniel Jones, leikstjórnandi NFL liðsins Minnesota Vikings sem var með tekjur upp á 37,5 milljónir dollara. Það hafa verið konur inn á topp hundrað manna tekjulistanum undanfarin ár en ekki margar. Tenniskonan Naomi Osaka var á listanum 2022 og tenniskonan Serena Williams var á listanum 2021. Ronaldo var tekjuhæstur annað árið í röð þökk sé risasamningi sínum við sádi-arabiska félagið Al Nassr í desember 2022. Ronaldo er langt á undan næstu mönnum. Í öðru sætinu er bandaríski körfuboltamaðurinn Stephen Curry sem var með 153,8 milljónir dollara í tekjur á árinu 2024. Það er meira en hundrað milljónum dollara, fjórtán milljörðum íslenskra króna, minna en Ronaldo aflaði á sama tíma. Breski hnefaleikamaðurinn Tyson Fury (147 milljónir dollara) er þriðji en hinir á topp fimm eru argentínski fótboltamaðurinn Lionel Messi (135 milljónir dollara) og bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James (133,2 milljónir dollara). View this post on Instagram A post shared by Sportico (@sportico) Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Sjá meira
Ronaldo hafði tekjur upp á 260 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2024 en það jafngildir meira en 36,7 milljörðum í íslenskum krónum. Konur eru að alltaf að fá betri og betri samninga í íþróttaheiminum en þær eiga greinilega enn mjög langt í landi. Samkvæmt þessari samantekt hjá Sportico þá kemst engin kona inn meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólksins á síðasta ári. ESPN segir frá. Tekjuhæsta konan var bandaríska tenniskonan Coco Gauff sem fékk mestar tekjur íþróttakvenna eða 30,4 milljónir dollara sem gerir 4,3 milljarða í íslenskum krónum. Hún var langt frá hundraðasta sætinu á listanum en það skipaði Daniel Jones, leikstjórnandi NFL liðsins Minnesota Vikings sem var með tekjur upp á 37,5 milljónir dollara. Það hafa verið konur inn á topp hundrað manna tekjulistanum undanfarin ár en ekki margar. Tenniskonan Naomi Osaka var á listanum 2022 og tenniskonan Serena Williams var á listanum 2021. Ronaldo var tekjuhæstur annað árið í röð þökk sé risasamningi sínum við sádi-arabiska félagið Al Nassr í desember 2022. Ronaldo er langt á undan næstu mönnum. Í öðru sætinu er bandaríski körfuboltamaðurinn Stephen Curry sem var með 153,8 milljónir dollara í tekjur á árinu 2024. Það er meira en hundrað milljónum dollara, fjórtán milljörðum íslenskra króna, minna en Ronaldo aflaði á sama tíma. Breski hnefaleikamaðurinn Tyson Fury (147 milljónir dollara) er þriðji en hinir á topp fimm eru argentínski fótboltamaðurinn Lionel Messi (135 milljónir dollara) og bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James (133,2 milljónir dollara). View this post on Instagram A post shared by Sportico (@sportico)
Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Sjá meira