Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2025 18:31 Hættustig er í gildi á hluta Vesturlands vegna bikblæðinga og hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir afgerandi aðgerðum vegna ástands vega í héraðinu. Hættustig er í gildi vegna bikblæðinga og hefur hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Fullreynt sé að ræða við æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar og því höfði sveitarstjórn til ráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar. Þar kemur fram að bókun vegna ástandsins hafi verið lögð fram í sveitarstjórn í dag, og samþykkt einróma. „Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur orðið tíðrætt um ástand vega í héraðinu undanfarin misseri og ár og kemur sú staða ekki til af góðu. Þjóðvegur 60, Vestfjarðavegur í gegnum Dali, er í miklu lamasessi m.t.t. umferðaröryggis og almennra flutninga nú sem aldrei fyrr má segja. Til stuðnings þeirri fullyrðingu er svohljóðandi tilkynning á vef Vegagerðarinnar um að hættuástand vari í dag, þann 13. febrúar 2025: 'Hættustig vegna bikblæðinga er í gildi á Bröttubrekku, í gengum Dalina, yfir Svínadal og út Hvolsdal en einnig á veginum yfir Vatnaleið, undir Hafursfelli og að Heydalsafleggjara. Hraði er tekinn niður í 70 km/klst.'" segir í bókuninni. Hægir á framgangi verkefna Staðan er sögð algjörlega óviðunandi og að öryggi vegfarenda sé stefnt í tvísýnu. Önnur birtingarmynd ástandsins á veginum í gegnum Dali sé sú að í ljósi takmarkana á öxulþunga náist ekki full afköst á framkvæmdasvæðum, til að mynda við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal, sem sé stærsta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Þar r vísað til minnispunkta frá verktakanum sem sér um verkið, til útskýringar: „Vegna ástands vega, yfirlýsts hættuástands og þungatakmarkana frá Borgarnesi í Búðardal getum við ekki tryggt eðlilega framvindu við verkefnið. Steypubílar geta aðeins flutt 75% af því magni sem þeir geta flutt til okkar og steypudæla má ekki aka vegina vegna þungatakmarkana. Þetta þýðir akstur per rúmmetri eykst gríðarlega m.a. vegna minnkaðs magns í steypubíl og við þurfum að steypa oftar og minni steypur því steypudælan hefur meiri öxulþunga en 10 tonn og getur því ekki komið til okkar.“ Fullreynt að ræða við Vegagerðina „Við þessa stöðu fæst ekki lengur unað. Það að hættustigi sé lýst af veghaldara sýnir alvöru málsins. Neyðar- og/eða spretthópar hafa verið myndaðir af minna tilefni og köllum við eftir slíkum viðbrögðum nú þegar af hendi æðstu yfirmanna vegamála á landinu og vísum þá til ráðherra málaflokksins því fullreynt er, af fenginni reynslu, að höfða til ábyrgðar æðstu stjórnenda Vegagerðarinnar hvað ástand og ásigkomulag vegakerfisins í Dölum áhrærir. Viðbragðsáætlun þarf að virkja!“ Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar. Þar kemur fram að bókun vegna ástandsins hafi verið lögð fram í sveitarstjórn í dag, og samþykkt einróma. „Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur orðið tíðrætt um ástand vega í héraðinu undanfarin misseri og ár og kemur sú staða ekki til af góðu. Þjóðvegur 60, Vestfjarðavegur í gegnum Dali, er í miklu lamasessi m.t.t. umferðaröryggis og almennra flutninga nú sem aldrei fyrr má segja. Til stuðnings þeirri fullyrðingu er svohljóðandi tilkynning á vef Vegagerðarinnar um að hættuástand vari í dag, þann 13. febrúar 2025: 'Hættustig vegna bikblæðinga er í gildi á Bröttubrekku, í gengum Dalina, yfir Svínadal og út Hvolsdal en einnig á veginum yfir Vatnaleið, undir Hafursfelli og að Heydalsafleggjara. Hraði er tekinn niður í 70 km/klst.'" segir í bókuninni. Hægir á framgangi verkefna Staðan er sögð algjörlega óviðunandi og að öryggi vegfarenda sé stefnt í tvísýnu. Önnur birtingarmynd ástandsins á veginum í gegnum Dali sé sú að í ljósi takmarkana á öxulþunga náist ekki full afköst á framkvæmdasvæðum, til að mynda við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal, sem sé stærsta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Þar r vísað til minnispunkta frá verktakanum sem sér um verkið, til útskýringar: „Vegna ástands vega, yfirlýsts hættuástands og þungatakmarkana frá Borgarnesi í Búðardal getum við ekki tryggt eðlilega framvindu við verkefnið. Steypubílar geta aðeins flutt 75% af því magni sem þeir geta flutt til okkar og steypudæla má ekki aka vegina vegna þungatakmarkana. Þetta þýðir akstur per rúmmetri eykst gríðarlega m.a. vegna minnkaðs magns í steypubíl og við þurfum að steypa oftar og minni steypur því steypudælan hefur meiri öxulþunga en 10 tonn og getur því ekki komið til okkar.“ Fullreynt að ræða við Vegagerðina „Við þessa stöðu fæst ekki lengur unað. Það að hættustigi sé lýst af veghaldara sýnir alvöru málsins. Neyðar- og/eða spretthópar hafa verið myndaðir af minna tilefni og köllum við eftir slíkum viðbrögðum nú þegar af hendi æðstu yfirmanna vegamála á landinu og vísum þá til ráðherra málaflokksins því fullreynt er, af fenginni reynslu, að höfða til ábyrgðar æðstu stjórnenda Vegagerðarinnar hvað ástand og ásigkomulag vegakerfisins í Dölum áhrærir. Viðbragðsáætlun þarf að virkja!“
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira