Carlsen fannst það ekki fyndið að Niemann væri boðið á skákmótið hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 22:31 Magnus Carlsen sá ekki húmorinn í fréttunum af þátttöku Hans Niemann í hans skákmóti í apríl. Getty/ Gregor Fischer Freestyle Chess er nýjasta mótaröðin í skákheiminum og einn að aðalmönnunum á bak við hana er norski stórmeistarinn Magnus Carlsen. Sá sem borgar brúsann og er í forystuhlutverkinu er þýski milljarðamæringurinn Jan Henric Buettner. Buettner ætlar að hrista aðeins upp í hlutunum á næsta móti og tók ákvörðun um að bjóða Hans Niemann að taka þátt í næsta móti. Hann spurði ekki Carlsen en ætlaði að ræða við Norðmanninn eftir að hann sagði frá fréttunum í viðtali við TV2. NRK segir frá. Það þekkja flestir söguna á bak við deilur Hans Niemann og Magnus Carlsen. Carlsen tapaði óvænt á móti Niemann í þriðju umferð skákmóts í september 2022 og dró sig úr keppni í framhaldinu. Carlsen sakaði Nieman síðan um að svindla í skákinni. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrir fram ákveðinn hátt. Nieman veitti viðtal seinna á mótinu þar sem hann viðurkenndi að hafa svindlað einu sinni á skákmóti en það var langt síðan. Hann neitaði því að hafa svindlað í skákinni á móti Carlsen. Niemann höfðaði seinna meiðyrðamál gegn Carlsen en því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum hálfu ári síðar. Carlsen og Niemann hafa síðan náð sáttum og sagðist Carlsen á sínum tíma reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni. „Við erum að fara að fá drama og við ætlum líka að markaðssetja dramatík,“ sagði Buettner við TV2. „Ég spurði ekki Magnus um leyfi til að bjóða Neimann en ég mun ræða við hann eftir leikinn í dag,“ sagði Buettner. Seinna kom Carlsen í viðtal við TV2 og hafði þá fengið fréttirnar. „Svona er þetta bara. Ég ætla ekki að tjá mig um þetta,“ sagði Carlsen. Carlsen var samt spurður hvort að það væri svolítið fyndið að mæta Niemann eftir það sem gekk á milli þeirra. „Nei, það er það ekki,“ svaraði Carlsen stuttorður. Skák Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Sá sem borgar brúsann og er í forystuhlutverkinu er þýski milljarðamæringurinn Jan Henric Buettner. Buettner ætlar að hrista aðeins upp í hlutunum á næsta móti og tók ákvörðun um að bjóða Hans Niemann að taka þátt í næsta móti. Hann spurði ekki Carlsen en ætlaði að ræða við Norðmanninn eftir að hann sagði frá fréttunum í viðtali við TV2. NRK segir frá. Það þekkja flestir söguna á bak við deilur Hans Niemann og Magnus Carlsen. Carlsen tapaði óvænt á móti Niemann í þriðju umferð skákmóts í september 2022 og dró sig úr keppni í framhaldinu. Carlsen sakaði Nieman síðan um að svindla í skákinni. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrir fram ákveðinn hátt. Nieman veitti viðtal seinna á mótinu þar sem hann viðurkenndi að hafa svindlað einu sinni á skákmóti en það var langt síðan. Hann neitaði því að hafa svindlað í skákinni á móti Carlsen. Niemann höfðaði seinna meiðyrðamál gegn Carlsen en því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum hálfu ári síðar. Carlsen og Niemann hafa síðan náð sáttum og sagðist Carlsen á sínum tíma reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni. „Við erum að fara að fá drama og við ætlum líka að markaðssetja dramatík,“ sagði Buettner við TV2. „Ég spurði ekki Magnus um leyfi til að bjóða Neimann en ég mun ræða við hann eftir leikinn í dag,“ sagði Buettner. Seinna kom Carlsen í viðtal við TV2 og hafði þá fengið fréttirnar. „Svona er þetta bara. Ég ætla ekki að tjá mig um þetta,“ sagði Carlsen. Carlsen var samt spurður hvort að það væri svolítið fyndið að mæta Niemann eftir það sem gekk á milli þeirra. „Nei, það er það ekki,“ svaraði Carlsen stuttorður.
Skák Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti