Að lesa Biblíuna eins og Njálu Örn Bárður Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 21:00 Það henti þau Frosta og Finnlaugu, að fundu á Netinu dómsaugu, og helling þau lásu heila Biblíu’ án pásu, en hefðu þurft Jesú-glögg gleraugu. Á RÚV birtist áhugavert viðtal við tvo unga menn sem sækja kirkju og lesa Biblíuna og gera sér glögga grein fyrir því að margt í þeirri bók stangast á við tíðarandann. Þeir tjáðu sig án allra öfga eða fordóma. Sjá neðanmáls. Auðvitað er hægt að lesa Biblíuna og misskilja allt í henni, teygja og toga út í hið óendanlega, eins og umræða á Netinu gefur oft til kynna. Togstreita og túlkunarvandi hefur ætíð verið til staðar og verður áfram. Hið rétta og sanna þarf lesandinn að finna með því að greina hismið frá kjarnanum (t.d. Matt 3.12). Biblían er nefnilega á margan hátt eins og Njála. Í báðum ritum finnast sögulegir textar og líka skáldaðir, um mannlegt samfélag, ást og hatur, unað og ógn, elskusemi og órétt, hrylling og hefndir og hvað eina. Í sumum eldfornum textum Biblíunnar sem urðu til meðal hirðingja sem lifðu í eyðimörkum Mið-Austurlanda finnast ótrúleg spakmæli um fagurt mannlíf. Það þarf ekki 300 fermetra einbýli, dönsk verðlaunahúsgögn, sérhannaða lýsingu og Teslu fyrir utan, til að hugsa fagurt og rétt. Tjaldið, tungl og sól nægðu hirðingjum – og loftið ómengað! Á elstu tímum sem Gamla testamentið greinir frá voru ekki til miðstýrð þjóðfélög eins og við þekkjum, ekkert þing, engin ríkisstjórn, ekkert lögregluvald, ekkert yfirvald nema sá sem fór fyrir ættflokki sínum. Hópar voru margir og reglur um samskipti urðu til á löngum tíma, sem varða karla og konur, systkini, ættmenni og aðra. Halda þurfti utan um hópinn og gæta margs í mannlegum samskiptum og tilhleypingum. Ég les Íslendingasögurnar sem sögulegar bókmenntir og kalla þær „sannar skáldsögur“, því þær túlka veruleikann á skáldlegan hátt. Við skiljum ekki veruleikann nema með skáldskap og listum. Biblían er í senn skáld- og listaverk. Í henni er veruleikinn túlkaður og sumar sögurnar eru hreinir demantar eins og t.d. sagan um Adam og Evu í Paradís. Aðeins nánar um þá sögu, sem er eins og málverk skapað með orðum og svo vel gert að maður sér bókstaflega liti og lauf, fólk og fiðrildi. Allt fullkomið! En svo kemur skyndilega, úr einhverju óræðu, myrku djúpi, skepna sem ætíð vekur ugg og ótta með fólki, liðug skepna með klofna tungu, talandi höggormur, hvíslandi og tælandi. Þau vissu að þau máttu neyta allra ávaxta listigarðsins af öllun trjánum – nema einu! En freistingar eru erfiðar og það vissi tælandi tunga höggormsins og hann lagði fyrir þau eina spurningu, mun lúmskari – og örlagaríkari – en nokkru sinni hefur heyrst í flóknustu gátum – Gettu betur – þátta allra landa og í allri mannkynssögunni. Og þau féllu í gildruna! Hvorki var kvikmyndavél né hljóðnemi á staðnum – og NB! – engir áhorfendur! Sagan er nefnilega fiksjón, tilbúin mynd af tilvistarglímu. Hún er sprottin úr sálarlífi höfundar. Líklega var þetta snjalla skáld karlkyns. Ég ímynda mér að hann og konan hafi átt í erjum, börnin verið óþekk, bræður í deilum, systur afundnar og grannarnir geiflandi sig og grettandi í tíma og ótíma. Og enginn bar til að flýja til í faðm Bakkusar og fá sér einn kaldan. Og höfundurinn spyr: Hvernig stendur á því að veröldin er eins og svikin vara, keypt á Netinu og ekki hægt að skila? Þessi saga er um tilvist okkar og samskipti sem ganga ekki upp, sálarflækjur og siðblindu og allt það sem fer úrskeiðis. Af hverju fokkast allt upp hjá mér? spurði höfundur kannski með einhverju óprenthæfu hebresku enskuslettulíki – og er Biblían nú engin pempía þegar kemur að málfari. Geta má þess að í Eden voru engin epli. Jonagold voru ekki komin á markaðinn. Í textanum er bara nefndur ávöxtur. Eplið er síðari tíma innskot rómantískra málara. Þessi saga er táknsaga, túlkunarlykill að mannlífinu. Hún segir allt um okkur og er þar af leiðandi eilíf. Við lærum margt af góðum sögum í Biblíunni – og Njálu líka, en í hvorugri bókanna er þó allt til eftirbreytni. Nei, öðru nær. Djöfulskapur í hebreskum textum eða íslenskum, er ekki til eftirbeytni, heldur aðeins til upplýsingar, sem stílbragð og til að forðast. Um leið eru þessi rit full af sætri visku og minna má á að viskan býr líka í ljótleikanum, lærdóm má draga af drasli. Biblían er bókasafn (bibliotek) og bækur hennar urðu til á löngum tíma og eru 66 auk svonefndra Apókrýfurita sem eru nú aftur með í nýjustu útgáfum íslenskum. Sjá tengil neðanmáls. En í bókinni er gullinn túlkunarlykill. Hann er fólginn í þeirri persónu sem umskapað hefur heim okkar til betri vegar með lögmáli eða leiðsögn kærleikans. Vestræn þjóðfélög hafa þegið öll sín gildi úr huga þeirrar persónu sem mótað hefur heiminn meir en nokkur önnur. Þú veist hvað hann heitir. Hann heitir Jesús – og Nota Bene, með essi í nefnifalli og beygist á okkar ástkæra, ylhýra: Jesús – Jesú – Jesú – Jesú. Einfalt og tært. Biblían og Njála. Þessar tvær bækur sem hér hafa verið nefndar þarf að lesa með það í huga að báðar geyma sögur af syndugu fólki. Byrjar hann nú með syndina, einu sinni enn, sagði kerlingin um prestinn. Já, það þarf að útskýra syndina. Í Nýja testamentinu (NT) er orðið hamartia notað um það sem á íslensku heitir synd, sem merkir geigun, að missa marks, hitta ekki skotskífuna, brenna af í vítaspyrnu, keyra út af, slæsa og húkka í golfi, missa pútt, fara á svig við hið rétta o.s.frv. Syndinni má einnig líkja við brotalöm. Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist var syndugur. Hlaup var í stýri og því leitaði hann ætíð út af veginum svo ég varð að gera mitt ýtrast til að halda honum á réttum vegi – og það tókst! Seinna varð mér ljóst í gegnum Biblíuna að í mér er sami vandi, sama geigunin sem veldur því að mér hættir til að fara út af Veginum! Og aftur að lestri Biblíunnar. Hana þarf ætíð að lesa með augum Krists, með Jesú-gleraugum. Við þurfum að flokka textana út frá kærleiksboðskap hans sem kennir okkur að elska allt fólk hverrar trúar sem það er, kynhneigðar, sjálfskilnings eða afstöðu til lífsins. Kristur hjálpar okkur að greina hismið frá kjarnanum í lífinu, í Biblíunni, Njálu, á Netinu og alls staðar. En við þurfum samt ekki að vera sammála öllum skoðunum annarra. Enda er slíkt ógerlegt og er efni í annan pistil. Paradís er horfin, en við erum samt á leiðinni þangað, svo magnað og mótsagnakennt sem það er nú þetta líf. Góðar stundir. — Höfundur er pastor emeritus Hér er hægt að hlusta á lestur höfundar á greininni hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Örn Bárður Jónsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Það henti þau Frosta og Finnlaugu, að fundu á Netinu dómsaugu, og helling þau lásu heila Biblíu’ án pásu, en hefðu þurft Jesú-glögg gleraugu. Á RÚV birtist áhugavert viðtal við tvo unga menn sem sækja kirkju og lesa Biblíuna og gera sér glögga grein fyrir því að margt í þeirri bók stangast á við tíðarandann. Þeir tjáðu sig án allra öfga eða fordóma. Sjá neðanmáls. Auðvitað er hægt að lesa Biblíuna og misskilja allt í henni, teygja og toga út í hið óendanlega, eins og umræða á Netinu gefur oft til kynna. Togstreita og túlkunarvandi hefur ætíð verið til staðar og verður áfram. Hið rétta og sanna þarf lesandinn að finna með því að greina hismið frá kjarnanum (t.d. Matt 3.12). Biblían er nefnilega á margan hátt eins og Njála. Í báðum ritum finnast sögulegir textar og líka skáldaðir, um mannlegt samfélag, ást og hatur, unað og ógn, elskusemi og órétt, hrylling og hefndir og hvað eina. Í sumum eldfornum textum Biblíunnar sem urðu til meðal hirðingja sem lifðu í eyðimörkum Mið-Austurlanda finnast ótrúleg spakmæli um fagurt mannlíf. Það þarf ekki 300 fermetra einbýli, dönsk verðlaunahúsgögn, sérhannaða lýsingu og Teslu fyrir utan, til að hugsa fagurt og rétt. Tjaldið, tungl og sól nægðu hirðingjum – og loftið ómengað! Á elstu tímum sem Gamla testamentið greinir frá voru ekki til miðstýrð þjóðfélög eins og við þekkjum, ekkert þing, engin ríkisstjórn, ekkert lögregluvald, ekkert yfirvald nema sá sem fór fyrir ættflokki sínum. Hópar voru margir og reglur um samskipti urðu til á löngum tíma, sem varða karla og konur, systkini, ættmenni og aðra. Halda þurfti utan um hópinn og gæta margs í mannlegum samskiptum og tilhleypingum. Ég les Íslendingasögurnar sem sögulegar bókmenntir og kalla þær „sannar skáldsögur“, því þær túlka veruleikann á skáldlegan hátt. Við skiljum ekki veruleikann nema með skáldskap og listum. Biblían er í senn skáld- og listaverk. Í henni er veruleikinn túlkaður og sumar sögurnar eru hreinir demantar eins og t.d. sagan um Adam og Evu í Paradís. Aðeins nánar um þá sögu, sem er eins og málverk skapað með orðum og svo vel gert að maður sér bókstaflega liti og lauf, fólk og fiðrildi. Allt fullkomið! En svo kemur skyndilega, úr einhverju óræðu, myrku djúpi, skepna sem ætíð vekur ugg og ótta með fólki, liðug skepna með klofna tungu, talandi höggormur, hvíslandi og tælandi. Þau vissu að þau máttu neyta allra ávaxta listigarðsins af öllun trjánum – nema einu! En freistingar eru erfiðar og það vissi tælandi tunga höggormsins og hann lagði fyrir þau eina spurningu, mun lúmskari – og örlagaríkari – en nokkru sinni hefur heyrst í flóknustu gátum – Gettu betur – þátta allra landa og í allri mannkynssögunni. Og þau féllu í gildruna! Hvorki var kvikmyndavél né hljóðnemi á staðnum – og NB! – engir áhorfendur! Sagan er nefnilega fiksjón, tilbúin mynd af tilvistarglímu. Hún er sprottin úr sálarlífi höfundar. Líklega var þetta snjalla skáld karlkyns. Ég ímynda mér að hann og konan hafi átt í erjum, börnin verið óþekk, bræður í deilum, systur afundnar og grannarnir geiflandi sig og grettandi í tíma og ótíma. Og enginn bar til að flýja til í faðm Bakkusar og fá sér einn kaldan. Og höfundurinn spyr: Hvernig stendur á því að veröldin er eins og svikin vara, keypt á Netinu og ekki hægt að skila? Þessi saga er um tilvist okkar og samskipti sem ganga ekki upp, sálarflækjur og siðblindu og allt það sem fer úrskeiðis. Af hverju fokkast allt upp hjá mér? spurði höfundur kannski með einhverju óprenthæfu hebresku enskuslettulíki – og er Biblían nú engin pempía þegar kemur að málfari. Geta má þess að í Eden voru engin epli. Jonagold voru ekki komin á markaðinn. Í textanum er bara nefndur ávöxtur. Eplið er síðari tíma innskot rómantískra málara. Þessi saga er táknsaga, túlkunarlykill að mannlífinu. Hún segir allt um okkur og er þar af leiðandi eilíf. Við lærum margt af góðum sögum í Biblíunni – og Njálu líka, en í hvorugri bókanna er þó allt til eftirbreytni. Nei, öðru nær. Djöfulskapur í hebreskum textum eða íslenskum, er ekki til eftirbeytni, heldur aðeins til upplýsingar, sem stílbragð og til að forðast. Um leið eru þessi rit full af sætri visku og minna má á að viskan býr líka í ljótleikanum, lærdóm má draga af drasli. Biblían er bókasafn (bibliotek) og bækur hennar urðu til á löngum tíma og eru 66 auk svonefndra Apókrýfurita sem eru nú aftur með í nýjustu útgáfum íslenskum. Sjá tengil neðanmáls. En í bókinni er gullinn túlkunarlykill. Hann er fólginn í þeirri persónu sem umskapað hefur heim okkar til betri vegar með lögmáli eða leiðsögn kærleikans. Vestræn þjóðfélög hafa þegið öll sín gildi úr huga þeirrar persónu sem mótað hefur heiminn meir en nokkur önnur. Þú veist hvað hann heitir. Hann heitir Jesús – og Nota Bene, með essi í nefnifalli og beygist á okkar ástkæra, ylhýra: Jesús – Jesú – Jesú – Jesú. Einfalt og tært. Biblían og Njála. Þessar tvær bækur sem hér hafa verið nefndar þarf að lesa með það í huga að báðar geyma sögur af syndugu fólki. Byrjar hann nú með syndina, einu sinni enn, sagði kerlingin um prestinn. Já, það þarf að útskýra syndina. Í Nýja testamentinu (NT) er orðið hamartia notað um það sem á íslensku heitir synd, sem merkir geigun, að missa marks, hitta ekki skotskífuna, brenna af í vítaspyrnu, keyra út af, slæsa og húkka í golfi, missa pútt, fara á svig við hið rétta o.s.frv. Syndinni má einnig líkja við brotalöm. Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist var syndugur. Hlaup var í stýri og því leitaði hann ætíð út af veginum svo ég varð að gera mitt ýtrast til að halda honum á réttum vegi – og það tókst! Seinna varð mér ljóst í gegnum Biblíuna að í mér er sami vandi, sama geigunin sem veldur því að mér hættir til að fara út af Veginum! Og aftur að lestri Biblíunnar. Hana þarf ætíð að lesa með augum Krists, með Jesú-gleraugum. Við þurfum að flokka textana út frá kærleiksboðskap hans sem kennir okkur að elska allt fólk hverrar trúar sem það er, kynhneigðar, sjálfskilnings eða afstöðu til lífsins. Kristur hjálpar okkur að greina hismið frá kjarnanum í lífinu, í Biblíunni, Njálu, á Netinu og alls staðar. En við þurfum samt ekki að vera sammála öllum skoðunum annarra. Enda er slíkt ógerlegt og er efni í annan pistil. Paradís er horfin, en við erum samt á leiðinni þangað, svo magnað og mótsagnakennt sem það er nú þetta líf. Góðar stundir. — Höfundur er pastor emeritus Hér er hægt að hlusta á lestur höfundar á greininni hér.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun