Gunnar Nelson í frábæru standi í Króatíu Aron Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2025 11:01 Gunnar hefur verið að æfa hjá ATT Europe í Króatíu undanfarna daga Myndir: ATT Europe Íslenski UFC bardagakappinn Gunnar Nelson undirbýr sig nú af kappi í Króatíu fyrir endurkomu sína í búrið í mars næstkomandi. Gunnar hélt til Króatíu eftir að hafa upplifað sigursælt kvöld með bardagaköppum Mjölnis í Skotlandi á Goliath Fight Series. Mjölnir sendi fjóra bardagakappa til leiks og þeir unnu allir sína bardaga. Það er á bardagakvöldi UFC í O2 höllinni í London þar sem að Gunnar mætir hinum villta Kevin Holland sem er vel þekkt stærð innan UFC. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars í rúm tvö ár en hann er á tveggja bardaga sigurgöngu og virkar í frábæru standi. View this post on Instagram A post shared by American Top Team Zagreb (@atteurope) Gunnar æfir hjá ATT Europe í Króatíu um þessar mundir en þar er einn af þjálfurum hans, Luka Jelcic. ATT hefur verið duglegt við að birta myndir og myndskeið af undirbúningi Gunnars en í viðtali við íþróttadeild á dögunum fór hann nánar ofan í saumana á því hvað það gefur honum að halda erlendis og undirbúa sig þar fyrir bardaga. View this post on Instagram A post shared by American Top Team Zagreb (@atteurope) „Þar erum við meðal annars að hugsa um æfingafélaga. Það er alltaf gott að fara út fyrir þægindarammann og fá nýja æfingafélaga. Síðan er striking-þjálfarinn minn í Króatíu, MMA-þjálfarinn minn John Kavanagh í Dublin. Ég hef alltaf farið út fyrir bardaga. Það setur mig í gírinn og þar finn ég meira úrval af æfingafélögum í kringum mína þyngd, atvinnumenn í MMA og svoleiðis,“ sagði Gunnar en ítarlegt viðtal við hann má finna hér fyrir neðan. Eftir að hafa staldrað aðeins við í Króatíu mun Gunnar ferðast yfir til Írlands og undirbúa sig undir handleiðslu John Kavanagh hjá SBG MMA Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Gunnar hélt til Króatíu eftir að hafa upplifað sigursælt kvöld með bardagaköppum Mjölnis í Skotlandi á Goliath Fight Series. Mjölnir sendi fjóra bardagakappa til leiks og þeir unnu allir sína bardaga. Það er á bardagakvöldi UFC í O2 höllinni í London þar sem að Gunnar mætir hinum villta Kevin Holland sem er vel þekkt stærð innan UFC. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars í rúm tvö ár en hann er á tveggja bardaga sigurgöngu og virkar í frábæru standi. View this post on Instagram A post shared by American Top Team Zagreb (@atteurope) Gunnar æfir hjá ATT Europe í Króatíu um þessar mundir en þar er einn af þjálfurum hans, Luka Jelcic. ATT hefur verið duglegt við að birta myndir og myndskeið af undirbúningi Gunnars en í viðtali við íþróttadeild á dögunum fór hann nánar ofan í saumana á því hvað það gefur honum að halda erlendis og undirbúa sig þar fyrir bardaga. View this post on Instagram A post shared by American Top Team Zagreb (@atteurope) „Þar erum við meðal annars að hugsa um æfingafélaga. Það er alltaf gott að fara út fyrir þægindarammann og fá nýja æfingafélaga. Síðan er striking-þjálfarinn minn í Króatíu, MMA-þjálfarinn minn John Kavanagh í Dublin. Ég hef alltaf farið út fyrir bardaga. Það setur mig í gírinn og þar finn ég meira úrval af æfingafélögum í kringum mína þyngd, atvinnumenn í MMA og svoleiðis,“ sagði Gunnar en ítarlegt viðtal við hann má finna hér fyrir neðan. Eftir að hafa staldrað aðeins við í Króatíu mun Gunnar ferðast yfir til Írlands og undirbúa sig undir handleiðslu John Kavanagh hjá SBG
MMA Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira