„Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2025 16:25 Jóhann Páll hikar ekki við að setja veiðimönnum stólinn fyrir dyrnar, ekki komi til greina annað en að veiðarnar standi undir sér. Nú liggur fyrir að óútskýrð fækkun hreindýra hefur átt sér stað og það hyggst ráðherra rannsaka. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra segir það svo, vegna tuttugu prósenta hækkunar á veiðigjöldum á hreindýr, að gjaldið verði að sjálfsögðu að standa undir eftirliti og stjórnunar veiðanna. Vísir greindi frá því í gær að gjöldin hafi hækkað um tuttugu prósent og það sem meira er, þau hækkuðu einnig um tuttugu prósent fyrir tveimur árum. Fréttin olli verulegum usla meðal veiðimanna. Veiðarnar verða að standa undir sér En Jóhann Páll segir þetta lykilatriði í sínum huga, að veiðigjöldin standi undir kostnaðinum. „Það kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar með skattfé. Slíkt væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlindamálum og ríkisfjármálum. Þess vegna hækka ég gjaldið - þannig það standi undir kostnaði við umgjörðina sem við höfum markað þessari starfsemi,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið veiðiheimildir til hreindýraveiða, gjaldskrá veiðileyfa fyrir árið 2025 og skiptingu þeirra milli sveitarfélaga, að fengnum tillögum frá Náttúruverndarstofnun. Alls verður heimilt að veiða 665 hreindýr á veiðitímanum, 265 kýr og 400 tarfa. Þetta er 135 hreindýrum færra en á undanförnu ári. Á vef ráðuneytisins er farið nánar í saumana á þessari hækkun veiðigjaldanna. Þar kemur fram að stofnstærð hreindýra hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa er um af hverju þessu fækkun stafar. Engin merki eru um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Dularfull fækkun hreindýra Þessi óvissa hefur leitt til mikillar fækkunar á veiðikvóta síðustu ár sbr. meðfylgjandi töflu. Sem dæmi var veiðikvótinn árið 2019 1451 dýr, en veiðikvótinn í ár 665 dýr, sem er fækkun um 786 dýr. „Veiðigjald er greitt fyrir hvern tarf og hverja kú, og á gjaldið, og þar af leiðandi veiðikvótinn, að standa undir því fyrirkomulagi sem er um hreindýraveiðar skv. reglugerð þar um. Eins og sjá má hefur hreindýrakvótinn snarminnkað undanfarin ár.umhverfisráðuneytið Gjaldið fer í eftirlit og stjórn hreindýraveiða, vöktun á hreindýrum til að ákveða veiðiþol og til greiðslu hæfilegs arðs til landeigenda vegna ágangs hreindýra og veiðimanna.“ Eins og sést á töflunni hér ofar er áætlað að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019, sem er verulegt áhyggjuefni. Ástæða sem nefnd hefur verið er aukið veiðiálag en ekkert liggur fyrir þar um. En svo enn sé vitnað í tilkynninguna á vef stjórnarráðsins þá segir þar að í ljósi þess að veiðikvótinn sé minni í ár hafi legið fyrir að gjaldið af hreindýraveiðum myndi ekki standa undir stjórn veiðanna. Jóhann Páll hefur í ljósi alls þessa ákveðið, einkum dularfullrar fækkunar dýranna, að setja af stað sérstaka vinnu með vorinu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir hreindýr. Veiðimenn geta því allt eins átt von á því að frekar verði hert að þeim en hitt. Skotveiði Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að gjöldin hafi hækkað um tuttugu prósent og það sem meira er, þau hækkuðu einnig um tuttugu prósent fyrir tveimur árum. Fréttin olli verulegum usla meðal veiðimanna. Veiðarnar verða að standa undir sér En Jóhann Páll segir þetta lykilatriði í sínum huga, að veiðigjöldin standi undir kostnaðinum. „Það kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar með skattfé. Slíkt væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlindamálum og ríkisfjármálum. Þess vegna hækka ég gjaldið - þannig það standi undir kostnaði við umgjörðina sem við höfum markað þessari starfsemi,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið veiðiheimildir til hreindýraveiða, gjaldskrá veiðileyfa fyrir árið 2025 og skiptingu þeirra milli sveitarfélaga, að fengnum tillögum frá Náttúruverndarstofnun. Alls verður heimilt að veiða 665 hreindýr á veiðitímanum, 265 kýr og 400 tarfa. Þetta er 135 hreindýrum færra en á undanförnu ári. Á vef ráðuneytisins er farið nánar í saumana á þessari hækkun veiðigjaldanna. Þar kemur fram að stofnstærð hreindýra hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa er um af hverju þessu fækkun stafar. Engin merki eru um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Dularfull fækkun hreindýra Þessi óvissa hefur leitt til mikillar fækkunar á veiðikvóta síðustu ár sbr. meðfylgjandi töflu. Sem dæmi var veiðikvótinn árið 2019 1451 dýr, en veiðikvótinn í ár 665 dýr, sem er fækkun um 786 dýr. „Veiðigjald er greitt fyrir hvern tarf og hverja kú, og á gjaldið, og þar af leiðandi veiðikvótinn, að standa undir því fyrirkomulagi sem er um hreindýraveiðar skv. reglugerð þar um. Eins og sjá má hefur hreindýrakvótinn snarminnkað undanfarin ár.umhverfisráðuneytið Gjaldið fer í eftirlit og stjórn hreindýraveiða, vöktun á hreindýrum til að ákveða veiðiþol og til greiðslu hæfilegs arðs til landeigenda vegna ágangs hreindýra og veiðimanna.“ Eins og sést á töflunni hér ofar er áætlað að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019, sem er verulegt áhyggjuefni. Ástæða sem nefnd hefur verið er aukið veiðiálag en ekkert liggur fyrir þar um. En svo enn sé vitnað í tilkynninguna á vef stjórnarráðsins þá segir þar að í ljósi þess að veiðikvótinn sé minni í ár hafi legið fyrir að gjaldið af hreindýraveiðum myndi ekki standa undir stjórn veiðanna. Jóhann Páll hefur í ljósi alls þessa ákveðið, einkum dularfullrar fækkunar dýranna, að setja af stað sérstaka vinnu með vorinu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir hreindýr. Veiðimenn geta því allt eins átt von á því að frekar verði hert að þeim en hitt.
Skotveiði Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira