„Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. febrúar 2025 22:16 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals ræddi við sína menn í leik kvöldsins gegn KR Vísir/Anton Brink Valur vann KR á Meistaravöllum eftir framlengdan leik 89-96. Þetta var fimmti sigur Vals í röð í Bónus deildinni og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn gegn sínu gamla félagi. „Þetta var frábært. Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi og ég hef spilað marga leiki hérna og það er aðeins öðruvísi að vera hérna megin en ég var mjög ánægður með sigurinn þar sem mér fannst spilamennskan ekki ná því flugi sem hún hefur verið á í síðustu leikjum. KR-ingar gerðu vel og við vorum með mislagðar hendur og vorum slakir á báðum endum, “ sagði Finnur Freyr í viðtali eftir leik. Finnur var ekki beint í skýjunum með frammistöðu liðsins en Valsmenn voru undir í hálfleik og gerðu aðeins 37 stig. „Mér fannst líka hlutir í seinni hálfleik eins og í fjórða leikhluta asnalegir. Við skutum boltanum ekki vel og vorum út um allt og við spiluðum þetta upp í hendurnar á KR-ingum og síðan þegar við fengum tækifæri undir körfunni þá vorum við að klikka og tapa boltanum óþarflega.“ Valur endaði þriðja leikhluta á að gera sextán stig gegn aðeins fjórum hjá KR en síðan snerist taflið við í upphafi fjórða leikhluta þar sem KR gerði sjö stig í röð og komst aftur inn í leikinn. „Í byrjun fjórða leikhluta fengum við á okkur tvær körfur sem voru frekar klaufalegar og þá misstum við dampinn og einbeitinguna sem við eigum til að gera þegar sóknin er ekki að ganga og þá dettur vörnin niður.“ Aðspurður út í lokamínúturnar í fjórða leikhluta var Finnur ánægður með Joshua Jeffersson sem setti stór skot ofan í. „Hann setti stór skot til þess að halda okkur inn í þessu. Þetta eru skot sem hann á að taka og Kári setti eitt líka en við fengum líka tækifæri þar sem við áttum að gera betur. „Við komumst inn í framlenginguna og náðum að gera það sama og þeir í fjórða leikhluta með því að skora fyrstu tvær körfurnar og í framlengingu virkar hvert stig fyrir að vera meira en það er í raun og veru.“ Finnur var ánægður með að Valsmenn hafi náð frumkvæðinu í framlengingunni sem sló KR-inga út af laginu. „Við náðum að loka á Vlatko Granic inn í teig í lok fjórða leikhluta og í framlenginguna og svo gerast milljón hlutir í körfuboltaleik og boltinn rúllar stundum upp úr. Þetta er leikur sem eitthvað gerist og annað liðið vinnur. Þetta var jafn leikur og KR-ingar hefðu alveg getað unnið. Kristófer Acox byrjaði á bekknum en það er ekki langt síðan hann steig upp úr meiðslum. Aðspurður hvort það væri komið til að vera að byrja með hann á bekknum sagði Finnur að hann mætti bara spila ákveðið margar mínútur. „Hann er að koma úr meiðslum og við erum með ákveðið mínútumagn á honum og það er þægilegra að hann sleppi fyrstu fimm mínútunum í hvorum hálfleik og spili í 30 mínútur í staðinn fyrir 40 mínútur,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Valur Bónus-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Körfubolti Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjá meira
„Þetta var frábært. Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi og ég hef spilað marga leiki hérna og það er aðeins öðruvísi að vera hérna megin en ég var mjög ánægður með sigurinn þar sem mér fannst spilamennskan ekki ná því flugi sem hún hefur verið á í síðustu leikjum. KR-ingar gerðu vel og við vorum með mislagðar hendur og vorum slakir á báðum endum, “ sagði Finnur Freyr í viðtali eftir leik. Finnur var ekki beint í skýjunum með frammistöðu liðsins en Valsmenn voru undir í hálfleik og gerðu aðeins 37 stig. „Mér fannst líka hlutir í seinni hálfleik eins og í fjórða leikhluta asnalegir. Við skutum boltanum ekki vel og vorum út um allt og við spiluðum þetta upp í hendurnar á KR-ingum og síðan þegar við fengum tækifæri undir körfunni þá vorum við að klikka og tapa boltanum óþarflega.“ Valur endaði þriðja leikhluta á að gera sextán stig gegn aðeins fjórum hjá KR en síðan snerist taflið við í upphafi fjórða leikhluta þar sem KR gerði sjö stig í röð og komst aftur inn í leikinn. „Í byrjun fjórða leikhluta fengum við á okkur tvær körfur sem voru frekar klaufalegar og þá misstum við dampinn og einbeitinguna sem við eigum til að gera þegar sóknin er ekki að ganga og þá dettur vörnin niður.“ Aðspurður út í lokamínúturnar í fjórða leikhluta var Finnur ánægður með Joshua Jeffersson sem setti stór skot ofan í. „Hann setti stór skot til þess að halda okkur inn í þessu. Þetta eru skot sem hann á að taka og Kári setti eitt líka en við fengum líka tækifæri þar sem við áttum að gera betur. „Við komumst inn í framlenginguna og náðum að gera það sama og þeir í fjórða leikhluta með því að skora fyrstu tvær körfurnar og í framlengingu virkar hvert stig fyrir að vera meira en það er í raun og veru.“ Finnur var ánægður með að Valsmenn hafi náð frumkvæðinu í framlengingunni sem sló KR-inga út af laginu. „Við náðum að loka á Vlatko Granic inn í teig í lok fjórða leikhluta og í framlenginguna og svo gerast milljón hlutir í körfuboltaleik og boltinn rúllar stundum upp úr. Þetta er leikur sem eitthvað gerist og annað liðið vinnur. Þetta var jafn leikur og KR-ingar hefðu alveg getað unnið. Kristófer Acox byrjaði á bekknum en það er ekki langt síðan hann steig upp úr meiðslum. Aðspurður hvort það væri komið til að vera að byrja með hann á bekknum sagði Finnur að hann mætti bara spila ákveðið margar mínútur. „Hann er að koma úr meiðslum og við erum með ákveðið mínútumagn á honum og það er þægilegra að hann sleppi fyrstu fimm mínútunum í hvorum hálfleik og spili í 30 mínútur í staðinn fyrir 40 mínútur,“ sagði Finnur Freyr að lokum.
Valur Bónus-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Körfubolti Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti