Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. febrúar 2025 11:55 Hreindýr að snæðingi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum sínum af ástandi hreindýrastofnsins og segir það mikilvægt að komast að því hvað veldur og grípa til viðeigandi ráðstafana svo tryggja megi framtíð hreindýrastofnsins. Í tilkynningu til fjölmiðla tekur félagið, sem gjarnan er nefnt Skotvís, undir með Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfisráðherra að ótækt sé að ríkið niðurgreiði hreindýraveiði á Íslandi en hann tilkynnti á fimmtudaginn að til stæði að hækka hreindýraveiðigjöld um tuttugu prósent. Þessar fréttir vöktu hörð viðbrögð meðal veiðimanna. Jóhann Páll sagði í samtali við fréttastofu í gær að hækkunin væri til þess gerð að gjöldin stæðu undir kostnaði við umgjörð veiðanna í ljósi fækkunar í stofninum. Það væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlinda- og ríkisfjármálum að greiða undir veiðar sem þessar. Sjá einnig: „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Í tilkynningu ráðuneytisins kom einnig fram að stærð hreindýrastofnsins hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa ríki jafnframt um af hverju fækkunin stafar. Engin merki séu um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Þar kom fram að áætlað sé að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019 sem er verulegt áhyggjuefni. Skotvís segist einnig vera meira en tilbúið að semja við ríkið um að félagið taki að sér umsjón hreindýraveiða. Sams konar fyrirkomulag sé við líði í Svíþjóð þar sem sænska skotveiðisambandið sinnir margvíslegri umsýslu fyrir sænska ríkið varðandi veiði og veiðileyfi. „Skotvís er tilbúið til samstarfs og viðræðna um umtalsverða hagræðingu í umsýslu hreindýraveiða og veiðikortakerfisins, svo eitthvað sé nefnt, til sparnaðar fyrir ríkið og hagræðingar fyrir veiðimenn,“ segir í tilkynningu félagsins. Skotveiði Umhverfismál Dýr Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Í tilkynningu til fjölmiðla tekur félagið, sem gjarnan er nefnt Skotvís, undir með Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfisráðherra að ótækt sé að ríkið niðurgreiði hreindýraveiði á Íslandi en hann tilkynnti á fimmtudaginn að til stæði að hækka hreindýraveiðigjöld um tuttugu prósent. Þessar fréttir vöktu hörð viðbrögð meðal veiðimanna. Jóhann Páll sagði í samtali við fréttastofu í gær að hækkunin væri til þess gerð að gjöldin stæðu undir kostnaði við umgjörð veiðanna í ljósi fækkunar í stofninum. Það væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlinda- og ríkisfjármálum að greiða undir veiðar sem þessar. Sjá einnig: „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Í tilkynningu ráðuneytisins kom einnig fram að stærð hreindýrastofnsins hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa ríki jafnframt um af hverju fækkunin stafar. Engin merki séu um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Þar kom fram að áætlað sé að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019 sem er verulegt áhyggjuefni. Skotvís segist einnig vera meira en tilbúið að semja við ríkið um að félagið taki að sér umsjón hreindýraveiða. Sams konar fyrirkomulag sé við líði í Svíþjóð þar sem sænska skotveiðisambandið sinnir margvíslegri umsýslu fyrir sænska ríkið varðandi veiði og veiðileyfi. „Skotvís er tilbúið til samstarfs og viðræðna um umtalsverða hagræðingu í umsýslu hreindýraveiða og veiðikortakerfisins, svo eitthvað sé nefnt, til sparnaðar fyrir ríkið og hagræðingar fyrir veiðimenn,“ segir í tilkynningu félagsins.
Skotveiði Umhverfismál Dýr Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira