Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. febrúar 2025 11:55 Hreindýr að snæðingi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum sínum af ástandi hreindýrastofnsins og segir það mikilvægt að komast að því hvað veldur og grípa til viðeigandi ráðstafana svo tryggja megi framtíð hreindýrastofnsins. Í tilkynningu til fjölmiðla tekur félagið, sem gjarnan er nefnt Skotvís, undir með Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfisráðherra að ótækt sé að ríkið niðurgreiði hreindýraveiði á Íslandi en hann tilkynnti á fimmtudaginn að til stæði að hækka hreindýraveiðigjöld um tuttugu prósent. Þessar fréttir vöktu hörð viðbrögð meðal veiðimanna. Jóhann Páll sagði í samtali við fréttastofu í gær að hækkunin væri til þess gerð að gjöldin stæðu undir kostnaði við umgjörð veiðanna í ljósi fækkunar í stofninum. Það væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlinda- og ríkisfjármálum að greiða undir veiðar sem þessar. Sjá einnig: „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Í tilkynningu ráðuneytisins kom einnig fram að stærð hreindýrastofnsins hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa ríki jafnframt um af hverju fækkunin stafar. Engin merki séu um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Þar kom fram að áætlað sé að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019 sem er verulegt áhyggjuefni. Skotvís segist einnig vera meira en tilbúið að semja við ríkið um að félagið taki að sér umsjón hreindýraveiða. Sams konar fyrirkomulag sé við líði í Svíþjóð þar sem sænska skotveiðisambandið sinnir margvíslegri umsýslu fyrir sænska ríkið varðandi veiði og veiðileyfi. „Skotvís er tilbúið til samstarfs og viðræðna um umtalsverða hagræðingu í umsýslu hreindýraveiða og veiðikortakerfisins, svo eitthvað sé nefnt, til sparnaðar fyrir ríkið og hagræðingar fyrir veiðimenn,“ segir í tilkynningu félagsins. Skotveiði Umhverfismál Dýr Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Í tilkynningu til fjölmiðla tekur félagið, sem gjarnan er nefnt Skotvís, undir með Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfisráðherra að ótækt sé að ríkið niðurgreiði hreindýraveiði á Íslandi en hann tilkynnti á fimmtudaginn að til stæði að hækka hreindýraveiðigjöld um tuttugu prósent. Þessar fréttir vöktu hörð viðbrögð meðal veiðimanna. Jóhann Páll sagði í samtali við fréttastofu í gær að hækkunin væri til þess gerð að gjöldin stæðu undir kostnaði við umgjörð veiðanna í ljósi fækkunar í stofninum. Það væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlinda- og ríkisfjármálum að greiða undir veiðar sem þessar. Sjá einnig: „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Í tilkynningu ráðuneytisins kom einnig fram að stærð hreindýrastofnsins hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa ríki jafnframt um af hverju fækkunin stafar. Engin merki séu um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Þar kom fram að áætlað sé að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019 sem er verulegt áhyggjuefni. Skotvís segist einnig vera meira en tilbúið að semja við ríkið um að félagið taki að sér umsjón hreindýraveiða. Sams konar fyrirkomulag sé við líði í Svíþjóð þar sem sænska skotveiðisambandið sinnir margvíslegri umsýslu fyrir sænska ríkið varðandi veiði og veiðileyfi. „Skotvís er tilbúið til samstarfs og viðræðna um umtalsverða hagræðingu í umsýslu hreindýraveiða og veiðikortakerfisins, svo eitthvað sé nefnt, til sparnaðar fyrir ríkið og hagræðingar fyrir veiðimenn,“ segir í tilkynningu félagsins.
Skotveiði Umhverfismál Dýr Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira