Enski boltinn

Amad lík­lega frá út tíma­bilið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Amad er meiddur á ökkla.
Amad er meiddur á ökkla. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN

Amad Diallo verður líklega ekki meira með enska knattspyrnufélaginu Manchester United á þessari leiktíð vegna meiðsla á ökkla. Þá verður Kobbie Mainoo frá næstu vikurnar ásamt því að Manuel Ugarte og Toby Collyer missa af leiknum gegn Tottenham Hotspur á sunnudag.

Amad hefur verið einn af fáum ljósum punktum á annars hörmulegu tímabili Man United. Síðan Rúben Amorim tók við liðinu hefur hann að öðrum ólöstuðum verið besti maður liðsins.

  • Amad hefur skorað sex mörk og gefið sex stoðsendingar í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Hann hefur með beinum hætti komið að 12 af þeim 28 mörkum sem liðið hefur skorað.

Chris Wheeler hjá Daily Mail greinir nú frá því að Amad verði frá það sem eftir lifir tímabils vegna ökkla meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu.

Til að bæta gráu ofan á svart greinir Wheeler frá því að hinn ungi og efnilegi Mainoo verði einnig frá í nokkrar vikur. Ef það er ekki nóg þá verður liðið án hins sívinnandi Ugarte og hins spræka Collyer gegn Spurs á morgun, sunnudag.

Leikmannahópur Rauðu djöflanna er í þynnri kantinum og verður forvitnilegt að sjá hvernig Amorim stillir upp í Lundúnum á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×