Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. febrúar 2025 23:33 Tímarnir breytast og mennirnir með. Neal Simpson/Getty Images Ruud van Nistelrooy, þjálfari Leicester City í ensku úrvalsdeildinni, og Martin Keown, sparkspekingur, elduðu á sínum tíma grátt silfur saman er þeir léku með Manchester United og Arsenal. Þeim kom þó vel saman þegar þeir hittust fyrir leik Leicester og Arsenal. Ef barátta Roy Keane og Patrick Vieira á miðsvæðinu er tekin út úr jöfnunni þá er barátta Nistelrooy og Keown líklega sú sem fólk man hvað mest eftir þegar Man United og Arsenal börðust hatrammlega um enska meistaratitilinn. Frægt er þegar Nistelrooy brenndi af vítaspyrnu og Keown valhoppaði á eftir honum er hann hreytti fúkyrðum í Hollendinginn. Fíflagangurinn sem Keown á eflaust við.Neal Simpson/Getty Images Þeir virtust hins vegar mestu mátar þegar þeir ræddu saman á vegum TNT Sport í kringum leik Leicester City og Arsenal fyrr í dag, laugardag. Keown baðst afsökunar á fíflaganginum á sínum tíma og svo skiptust þeir félagarnir á að biðjast afsökunar á hinu og þessu. @tntsports Ruud van Nistelrooy catches up with Martin Keown after all these years 🍿 #arsenal #arsenalfc #afc #manchesterunited #manutd #mufc ♬ original sound - TNT Sports „Það sem gerist á vellinum verður eftir á vellinum,“ sagði Ruud áður en Joe Cole, sem vinnur einnig fyrir TNT Sport eins og Keown sagði að varnarmaðurinn fyrrverandi hefði aldrei beðið sig afsökunar fyrir að sparka í hann. Cole spilaði á sínum tíma með West Ham United og Chelsea. Hvað leik Leicester og Arsenal varðar þá skutu Skytturnar refina í kaf undir lok leiks, lokatölur á Fratton Park í Leicester 0-2. Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 53 stig, fjórum minna en Liverpool sem á leik til góða. Leicester er í 19. sæti með 17 stig, tveimur frá öruggu sæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Ef barátta Roy Keane og Patrick Vieira á miðsvæðinu er tekin út úr jöfnunni þá er barátta Nistelrooy og Keown líklega sú sem fólk man hvað mest eftir þegar Man United og Arsenal börðust hatrammlega um enska meistaratitilinn. Frægt er þegar Nistelrooy brenndi af vítaspyrnu og Keown valhoppaði á eftir honum er hann hreytti fúkyrðum í Hollendinginn. Fíflagangurinn sem Keown á eflaust við.Neal Simpson/Getty Images Þeir virtust hins vegar mestu mátar þegar þeir ræddu saman á vegum TNT Sport í kringum leik Leicester City og Arsenal fyrr í dag, laugardag. Keown baðst afsökunar á fíflaganginum á sínum tíma og svo skiptust þeir félagarnir á að biðjast afsökunar á hinu og þessu. @tntsports Ruud van Nistelrooy catches up with Martin Keown after all these years 🍿 #arsenal #arsenalfc #afc #manchesterunited #manutd #mufc ♬ original sound - TNT Sports „Það sem gerist á vellinum verður eftir á vellinum,“ sagði Ruud áður en Joe Cole, sem vinnur einnig fyrir TNT Sport eins og Keown sagði að varnarmaðurinn fyrrverandi hefði aldrei beðið sig afsökunar fyrir að sparka í hann. Cole spilaði á sínum tíma með West Ham United og Chelsea. Hvað leik Leicester og Arsenal varðar þá skutu Skytturnar refina í kaf undir lok leiks, lokatölur á Fratton Park í Leicester 0-2. Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 53 stig, fjórum minna en Liverpool sem á leik til góða. Leicester er í 19. sæti með 17 stig, tveimur frá öruggu sæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira