Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 11:40 Martin Hermannsson á ferðinni í leik gegn Tyrkjum fyrir ári síðan. Getty/Arife Karakum Martin Hermannsson snýr aftur í íslenska landsliðshópinn í körfubolta fyrir leikina sem ráða því hvort Ísland verður með í lokakeppni EM sem hefst í lok ágúst. Ísland mætir Ungverjalandi í Szombathely næsta fimmtudag, klukkan 17 að íslenskum tíma, og lýkur svo undankeppninni á að mæta Tyrklandi í Laugardalshöll næsta sunnudagskvöld klukkan 19:30 (miðasala er í gegnum Stubb). Ísland er í 3. sæti B-riðils með sex stig, eftir tvo sigra og tvö töp, en gefin eru tvö stig fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ítalía og Tyrkland eru efst með sjö stig hvort en Ungverjaland er neðst með fjögur stig. Ísland er í þessari góðu stöðu eftir sigurinn magnaða gegn Ítalíu ytra í nóvember. Eru einu skrefi frá EM Þrjú efstu liðin komast í lokakeppni EM. Þetta þýðir að ef að Ísland vinnur Ungverjaland, eða tapar með að hámarki fjögurra stiga mun (eftir 70-65 heimasigur Íslands fyrir ári), endar liðið fyrir ofan Ungverja og kemst á EM. Ef Ísland tapar með meira en fimm stiga mun gegn Ungverjum þyrfti liðið að vinna Tyrkland til að komast á EM, eða treysta á að Ungverjaland tapaði fyrir Ítalíu á útivelli sama kvöld. Martin er sá eini sem kemur nýr inn í hópinn nú, eftir leikina tvo við Ítalíu í nóvember. Fyrir þá leiki voru sautján leikmenn valdir í æfingahóp en þeir Frank Aron Booker, Hjálmar Stefánsson, Sigurður Pétursson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson eru ekki í þrettán manna hópnum sem Craig Pedersen valdi að þessu sinni. Landsliðshópur Íslands: Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 3 leikir Elvar Már Friðriksson - Maroussi Basketball Club – 72 leikir Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 76 leikir Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 18 leikir Jón Axel Guðmundsson - Hereda San Pablo Burgos – 34 leikir Kári Jónsson – Valur – 34 leikir Kristinn Pálsson – Valur – 35 leikir Martin Hermannsson – Alba Berlin – 75 leikir Orri Gunnarsson – Stjarnan – 9 leikir Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 35 leikir Styrmir Snær Þrastarson - Belfius Mons-Hainaut – 18 leikir Tryggvi Hlinason - Bilbao Basket – 67 leikir Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 89 leikir EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
Ísland mætir Ungverjalandi í Szombathely næsta fimmtudag, klukkan 17 að íslenskum tíma, og lýkur svo undankeppninni á að mæta Tyrklandi í Laugardalshöll næsta sunnudagskvöld klukkan 19:30 (miðasala er í gegnum Stubb). Ísland er í 3. sæti B-riðils með sex stig, eftir tvo sigra og tvö töp, en gefin eru tvö stig fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ítalía og Tyrkland eru efst með sjö stig hvort en Ungverjaland er neðst með fjögur stig. Ísland er í þessari góðu stöðu eftir sigurinn magnaða gegn Ítalíu ytra í nóvember. Eru einu skrefi frá EM Þrjú efstu liðin komast í lokakeppni EM. Þetta þýðir að ef að Ísland vinnur Ungverjaland, eða tapar með að hámarki fjögurra stiga mun (eftir 70-65 heimasigur Íslands fyrir ári), endar liðið fyrir ofan Ungverja og kemst á EM. Ef Ísland tapar með meira en fimm stiga mun gegn Ungverjum þyrfti liðið að vinna Tyrkland til að komast á EM, eða treysta á að Ungverjaland tapaði fyrir Ítalíu á útivelli sama kvöld. Martin er sá eini sem kemur nýr inn í hópinn nú, eftir leikina tvo við Ítalíu í nóvember. Fyrir þá leiki voru sautján leikmenn valdir í æfingahóp en þeir Frank Aron Booker, Hjálmar Stefánsson, Sigurður Pétursson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson eru ekki í þrettán manna hópnum sem Craig Pedersen valdi að þessu sinni. Landsliðshópur Íslands: Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 3 leikir Elvar Már Friðriksson - Maroussi Basketball Club – 72 leikir Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 76 leikir Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 18 leikir Jón Axel Guðmundsson - Hereda San Pablo Burgos – 34 leikir Kári Jónsson – Valur – 34 leikir Kristinn Pálsson – Valur – 35 leikir Martin Hermannsson – Alba Berlin – 75 leikir Orri Gunnarsson – Stjarnan – 9 leikir Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 35 leikir Styrmir Snær Þrastarson - Belfius Mons-Hainaut – 18 leikir Tryggvi Hlinason - Bilbao Basket – 67 leikir Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 89 leikir
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira