Lífið

Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Saldana var að vonum ánægð með verðlaunin.
Saldana var að vonum ánægð með verðlaunin. Getty/Kate Green

Conclave, spennumynd um valdabrölt innan páfagarðs var valin besta myndin á BAFTA-verðlaunahátíðinni, og Emilia Perez besta myndin á öðru tungumáli en ensku.

Um er að ræða franska söngvamynd sem leikin er á spænsku og er henni spáð mikilli velgengni á Óskarsverðlaunahátíðinni.

Brady Corbet hlaut verðlaunin fyrir bestu leikstjórn fyrir myndina The Brutalist. 

Mikey Madison var valin besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í myndinni Anora og Zoe Zaldana besta leikkonan í aukahlutverki fyrir Emiliu Perez. Besti karlleikarinn þótti Adrien Brody í Brutalist og Kieran Culkin var valinn besti aukaleikarinn fyrir A Real Pain.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.