„Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2025 15:02 Kúm sem þessum gæti fækkað verði tollar á pitsaost með jurtaolíu felldir niður, að sögn framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. Á föstudag var greint frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Aftur á mótu hefði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs. Þannig verði innflutningur ostsins tollfrjáls í stað þess að bera þrjátíu prósenta toll. Íslensk framleiðsla færð úr landi Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir málið í raun og veru snúast um það að með breytingu á tollaflokkun sé verið að færa innlenda mjólkurframleiðslu úr landi. „Með því að opna fyrir þann möguleika að mjólkurostar, sem eru skilgreindir sem jurtaostar, beri ekki toll. Þetta þýðir náttúrulega líka það að þetta skekkir samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu verulega.“ Jafnvirði tíu kúabúa Margrét Ágústa segir að um verulegan innflutning mjólkur sé að ræða, um það bil þrjár milljónir mjólkurlítra. Til samanburðar nemi það um það bil framleiðslu tíu 300 þúsund lítra kúabú. Það þýði einfaldlega það að mjólkurbúum geti fækkað. Það ógni fæðuöryggi þjóðarinnar enda viljum við ekki vera öðrum háð varðandi matvælaframleiðslu. „Til lengri tíma litið er þetta auðvitað líka byggðamál, varðandi byggðafestu, varðandi tekjustofna sveitarfélaga. Þetta skekkir líka samkeppnisstöðuna alveg gríðarlega. Þetta er raunverulega hættan. Þetta þýðir það að bændum getur fækkað.“ Óttast frekari áhrif Margrét Ágústa óttast að með breytingunni sé verið að opna á fleiri breytingar. „Hvernig má það vera að áttatíu, níutíu prósent mjólkurostur geti talist jurtaostur ef það er búið að strá einhverju jurtakryddi yfir?“ Þetta gæti átt við aðrar landbúnaðarvörur síðarmeir. Nauðsynlegt sé að bregðast við og jafna samkeppnisstöðuna með einhverjum hætti. „Kúabændur eru, ásamt okkur, verulega uggandi yfir því að þetta eigi að ganga fram. Það er reynt að gera þetta eins og þetta sé í skjóli einhverra alþjóðlegra skuldbindinga, sem við erum bara ekkert bundin af. Þetta er ekkert annað en hápólitísk ákvörðun. Þá hugsar maður; hvern er verið að verja þarna? Það er verið að verja innflytjendur, heildsala og stórkaupmenn.“ Matvælaframleiðsla Atvinnurekendur Landbúnaður Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Á föstudag var greint frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Aftur á mótu hefði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs. Þannig verði innflutningur ostsins tollfrjáls í stað þess að bera þrjátíu prósenta toll. Íslensk framleiðsla færð úr landi Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir málið í raun og veru snúast um það að með breytingu á tollaflokkun sé verið að færa innlenda mjólkurframleiðslu úr landi. „Með því að opna fyrir þann möguleika að mjólkurostar, sem eru skilgreindir sem jurtaostar, beri ekki toll. Þetta þýðir náttúrulega líka það að þetta skekkir samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu verulega.“ Jafnvirði tíu kúabúa Margrét Ágústa segir að um verulegan innflutning mjólkur sé að ræða, um það bil þrjár milljónir mjólkurlítra. Til samanburðar nemi það um það bil framleiðslu tíu 300 þúsund lítra kúabú. Það þýði einfaldlega það að mjólkurbúum geti fækkað. Það ógni fæðuöryggi þjóðarinnar enda viljum við ekki vera öðrum háð varðandi matvælaframleiðslu. „Til lengri tíma litið er þetta auðvitað líka byggðamál, varðandi byggðafestu, varðandi tekjustofna sveitarfélaga. Þetta skekkir líka samkeppnisstöðuna alveg gríðarlega. Þetta er raunverulega hættan. Þetta þýðir það að bændum getur fækkað.“ Óttast frekari áhrif Margrét Ágústa óttast að með breytingunni sé verið að opna á fleiri breytingar. „Hvernig má það vera að áttatíu, níutíu prósent mjólkurostur geti talist jurtaostur ef það er búið að strá einhverju jurtakryddi yfir?“ Þetta gæti átt við aðrar landbúnaðarvörur síðarmeir. Nauðsynlegt sé að bregðast við og jafna samkeppnisstöðuna með einhverjum hætti. „Kúabændur eru, ásamt okkur, verulega uggandi yfir því að þetta eigi að ganga fram. Það er reynt að gera þetta eins og þetta sé í skjóli einhverra alþjóðlegra skuldbindinga, sem við erum bara ekkert bundin af. Þetta er ekkert annað en hápólitísk ákvörðun. Þá hugsar maður; hvern er verið að verja þarna? Það er verið að verja innflytjendur, heildsala og stórkaupmenn.“
Matvælaframleiðsla Atvinnurekendur Landbúnaður Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira