Ekkert annað húsnæði komi til greina Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 22:24 Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra segir ekkert annað húsnæði koma til greina. Vísir/Vilhelm Barna- og menntamálaráðherra segir algjört neyðarástand ríkja í málum meðferðarrýma ungmenna. Neyðarvistun barna sé óásættanleg og algjört neyðarúrræði þar sem ekkert annað húsnæði komi til greina. Um helgina greindi mbl.is frá neyðarvistun barna á lögreglustöðinni í Flatahrauni. Börnin, sem séu allt niður í þrettán ára gömul, séu látin dúsa í fangaklefa og sofa á þunnum plastdýnum. Að sögn Ásthildar þarf aðstaðan að vera svo búin þar sem engir munir mega vera inni í rýminu sem börnin geti nýtt í að skaða sig eða aðra. „Það sem um er að ræða er að það þarf aðstöðu fyrir börn þegar þau eru í þannig ástandi að þau geta valdið sjálfum sér eða öðrum skaða,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra. Neyðarvistun fyrir ungmennin hafi áður verið á Stuðlum en þeirri álmu var lokað eftir að það kviknaði í húsinu. „Það er ástæðan fyrir þessu en þetta er algjört neyðarúrræði. Það er neyðarástand í þessum málum, það fer ekki á milli mála. Það skiptir líka máli að þetta rými er sem betur fer ekki mikið notað og það er ekkert barn þar lengi,“ segir Ásthildur Lóa. Þá sé alltaf eftirlitsmaður frá Stuðlum á svæðinu fyrir barnið. Verið sé að leita annarra lausna. „Það er verið að vinna í þessum málum núna og það þarf að fara í langtímavegferð til þess að finna lausnir á þessu. Fólk er að gera allt sem það getur í þessum málum, þetta er ekki ásættanlegt en þetta stafar meðal annars út af því að við misstum þarna rými á Stuðlum og það var ekki fyrirsjáanlegt,“ segir Ásthildur Lóa. „Það er náttúrulega verið að leita lausna og svo er líka, hvað er annað til? Það hefur ekki ennþá fundist hentugt húsnæði fyrir það.“ Málefni Stuðla Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Um helgina greindi mbl.is frá neyðarvistun barna á lögreglustöðinni í Flatahrauni. Börnin, sem séu allt niður í þrettán ára gömul, séu látin dúsa í fangaklefa og sofa á þunnum plastdýnum. Að sögn Ásthildar þarf aðstaðan að vera svo búin þar sem engir munir mega vera inni í rýminu sem börnin geti nýtt í að skaða sig eða aðra. „Það sem um er að ræða er að það þarf aðstöðu fyrir börn þegar þau eru í þannig ástandi að þau geta valdið sjálfum sér eða öðrum skaða,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra. Neyðarvistun fyrir ungmennin hafi áður verið á Stuðlum en þeirri álmu var lokað eftir að það kviknaði í húsinu. „Það er ástæðan fyrir þessu en þetta er algjört neyðarúrræði. Það er neyðarástand í þessum málum, það fer ekki á milli mála. Það skiptir líka máli að þetta rými er sem betur fer ekki mikið notað og það er ekkert barn þar lengi,“ segir Ásthildur Lóa. Þá sé alltaf eftirlitsmaður frá Stuðlum á svæðinu fyrir barnið. Verið sé að leita annarra lausna. „Það er verið að vinna í þessum málum núna og það þarf að fara í langtímavegferð til þess að finna lausnir á þessu. Fólk er að gera allt sem það getur í þessum málum, þetta er ekki ásættanlegt en þetta stafar meðal annars út af því að við misstum þarna rými á Stuðlum og það var ekki fyrirsjáanlegt,“ segir Ásthildur Lóa. „Það er náttúrulega verið að leita lausna og svo er líka, hvað er annað til? Það hefur ekki ennþá fundist hentugt húsnæði fyrir það.“
Málefni Stuðla Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira