Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar 18. febrúar 2025 09:01 Ferðakostnaður barna í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni hefur aukist á síðustu árum en framlag ríkisins fylgir ekki verðlagi og hefur því rýrnað umtalsvert. ÍSÍ heldur utan um Ferðasjóð íþróttafélaga en úr sjóðnum er úthlutað styrkjum vegna kostnaðar við ferðir þeirra sem íþróttir stunda. ÍSÍ hefur bent á að framlag úr ríkissjóði til ferðasjóðsins hefur ekki fylgt verðlagi og farið fram á að úr því verði bætt. Hér að neðan sjá lesendur svart á hvítu hvernig sjóðurinn hefur þróast frá árinu 2019. Á árinu 2019 var úthlutað 127 milljónum króna úr sjóðnum en alls bárust 264 umsóknir um styrki vegna 2.928 ferða á styrkhæf mót innanlands í 23 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 492.199.559 kr. samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ÍSÍ. Árið 2023 var úthlutað 123,9 milljónir króna en það ár bárust sjóðnum 243 umsóknir um styrki vegna 2.949 ferða í 25 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 653.006.285 kr. en umsækjendur skrá einungis beinan ferðakostnað í umsóknir, ekki gistingu eða uppihald. Þess má geta að skráður gistikostnaður, sem er valkvæð skráning í umsóknir til sjóðsins, var ríflega 97 milljónir króna. Úthlutunarféð úr Ferðasjóði íþróttafélaga hefur því lækkað um 3,1 milljón króna á sama tíma og sótt er um rúmlega 160 milljón krónum meira en fjórum árum áður. Og hér er ekki tekið tillit til verðlagsþróunar en vakin skal athygli á því að á árunum 2019-2023 var meðalverðbólga á Íslandi um 5,6% og fór nær 10% þegar verst lét. Hér er því um talsverða rýrnun á ferðasjóðinum að ræða. Mikilvægi íþrótta- og tómstundarstarfs Öflugt íþrótta- og tómstundastarf er einn af hornsteinum hvers samfélags og jákvæð áhrif þess á heilbrigði æskunnar verða seint ofmetin. Mikil sjálfboðavinna liggur að baki starfi íþróttafélaga, bæði stjórnenda og foreldra, og er sá þáttur ómetanlegur bæði félagslega og fjárhagslega. Ferðakostnaður íþrótta- og tómstundafélaga á landsbyggðinni er í mörgum tilvikum ansi þungur baggi að bera og eru dæmi um að ferðakostnaður hjá fjölskyldu með tvö börn í tveimur íþróttagreinum sé á milli 700-800 þúsund ári. Þar við bætast æfingagjöld, þannig að samanlagður kostnaður fjölskyldunnar í þessu dæmi nemur líklega um eða yfir einni milljón króna. Svo íþyngjandi er ferðakostnaður ungra iðkenda á landsbyggðinni að þau eru sum hver byrjuð að sleppa sumum ferðum og alls ekki allar fjölskyldur með börn á aldrinum 11-14 ára hafa ráð á því að leyfa þeim að stunda fleiri en eina íþróttagrein eða taka þátt í því tómstundastarfi sem hugur þeirra stendur til. Öllum má ljóst vera að félögin róa stöðugan lífróður og ekkert má út af bregða í fjáröflun félaga og foreldra eigi þau að geta haldið áfram að ferðast á leiki eða mót fjarri heimabyggð. Samstillt átak Rýrnun Ferðasjóðs íþróttafélaga leggst þyngst á fólkið sem býr utan höfuðborgarsvæðisins og því er óhætt að fullyrða að hér sé einfaldlega um að ræða ósanngjarnan landsbyggðarskatt að ræða. Brýn þörf er á því að ríkið, sveitarfélög og fyrirtæki taki höndum saman í samstilltu átaki um að styðja við bakið á íþrótta- og tómstundarfélög í þessum vanda. Ríkið þarf að ríða á vaðið og hækka framlög í Ferðasjóð íþróttafélaga og það strax á næsta ári. Hugmyndir hafa verið á sveimi um að veita íþróttafélögum loftbrúarstuðning sem gæti lækkað flugfargjöld fyrir iðkendur um 40%. Það væri einnig gott fyrsta skref. Öll hljótum við að vera sammála um að endalausar fjáraflanir ungs íþróttafólks og fjölskyldna þeirra á samskiptamiðlum eru engin framtíðarlausn. Ísland hlýtur að geta boðið upp á betri leiðir til að byggja upp heilbrigða æsku – framtíð þessa lands. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna ÍSÍ Heimir Örn Árnason Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðakostnaður barna í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni hefur aukist á síðustu árum en framlag ríkisins fylgir ekki verðlagi og hefur því rýrnað umtalsvert. ÍSÍ heldur utan um Ferðasjóð íþróttafélaga en úr sjóðnum er úthlutað styrkjum vegna kostnaðar við ferðir þeirra sem íþróttir stunda. ÍSÍ hefur bent á að framlag úr ríkissjóði til ferðasjóðsins hefur ekki fylgt verðlagi og farið fram á að úr því verði bætt. Hér að neðan sjá lesendur svart á hvítu hvernig sjóðurinn hefur þróast frá árinu 2019. Á árinu 2019 var úthlutað 127 milljónum króna úr sjóðnum en alls bárust 264 umsóknir um styrki vegna 2.928 ferða á styrkhæf mót innanlands í 23 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 492.199.559 kr. samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ÍSÍ. Árið 2023 var úthlutað 123,9 milljónir króna en það ár bárust sjóðnum 243 umsóknir um styrki vegna 2.949 ferða í 25 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 653.006.285 kr. en umsækjendur skrá einungis beinan ferðakostnað í umsóknir, ekki gistingu eða uppihald. Þess má geta að skráður gistikostnaður, sem er valkvæð skráning í umsóknir til sjóðsins, var ríflega 97 milljónir króna. Úthlutunarféð úr Ferðasjóði íþróttafélaga hefur því lækkað um 3,1 milljón króna á sama tíma og sótt er um rúmlega 160 milljón krónum meira en fjórum árum áður. Og hér er ekki tekið tillit til verðlagsþróunar en vakin skal athygli á því að á árunum 2019-2023 var meðalverðbólga á Íslandi um 5,6% og fór nær 10% þegar verst lét. Hér er því um talsverða rýrnun á ferðasjóðinum að ræða. Mikilvægi íþrótta- og tómstundarstarfs Öflugt íþrótta- og tómstundastarf er einn af hornsteinum hvers samfélags og jákvæð áhrif þess á heilbrigði æskunnar verða seint ofmetin. Mikil sjálfboðavinna liggur að baki starfi íþróttafélaga, bæði stjórnenda og foreldra, og er sá þáttur ómetanlegur bæði félagslega og fjárhagslega. Ferðakostnaður íþrótta- og tómstundafélaga á landsbyggðinni er í mörgum tilvikum ansi þungur baggi að bera og eru dæmi um að ferðakostnaður hjá fjölskyldu með tvö börn í tveimur íþróttagreinum sé á milli 700-800 þúsund ári. Þar við bætast æfingagjöld, þannig að samanlagður kostnaður fjölskyldunnar í þessu dæmi nemur líklega um eða yfir einni milljón króna. Svo íþyngjandi er ferðakostnaður ungra iðkenda á landsbyggðinni að þau eru sum hver byrjuð að sleppa sumum ferðum og alls ekki allar fjölskyldur með börn á aldrinum 11-14 ára hafa ráð á því að leyfa þeim að stunda fleiri en eina íþróttagrein eða taka þátt í því tómstundastarfi sem hugur þeirra stendur til. Öllum má ljóst vera að félögin róa stöðugan lífróður og ekkert má út af bregða í fjáröflun félaga og foreldra eigi þau að geta haldið áfram að ferðast á leiki eða mót fjarri heimabyggð. Samstillt átak Rýrnun Ferðasjóðs íþróttafélaga leggst þyngst á fólkið sem býr utan höfuðborgarsvæðisins og því er óhætt að fullyrða að hér sé einfaldlega um að ræða ósanngjarnan landsbyggðarskatt að ræða. Brýn þörf er á því að ríkið, sveitarfélög og fyrirtæki taki höndum saman í samstilltu átaki um að styðja við bakið á íþrótta- og tómstundarfélög í þessum vanda. Ríkið þarf að ríða á vaðið og hækka framlög í Ferðasjóð íþróttafélaga og það strax á næsta ári. Hugmyndir hafa verið á sveimi um að veita íþróttafélögum loftbrúarstuðning sem gæti lækkað flugfargjöld fyrir iðkendur um 40%. Það væri einnig gott fyrsta skref. Öll hljótum við að vera sammála um að endalausar fjáraflanir ungs íþróttafólks og fjölskyldna þeirra á samskiptamiðlum eru engin framtíðarlausn. Ísland hlýtur að geta boðið upp á betri leiðir til að byggja upp heilbrigða æsku – framtíð þessa lands. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs á Akureyri.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun