Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar 18. febrúar 2025 13:02 Það fer varla fram hjá neinum að kjarabarátta kennara stendur yfir þar sem tilgangurinn er að hækka laun og virðismat kennara. Andspænis þessu standa brotin loforð gagnvart samningi sem var gerður árið 2016 milli ríki og sveitarfélaga um að jafna laun hjá hinu opinbera og á almennum markaði, sem hefur ekki einu sinni fengið minnstu eftirfylgni. Gegn þessu hefur hagsmunahópur sem er andvígur kjarabaráttu kennara skotist fram með allskonar athugasemdir um framlag kennara. Að PISA sé að koma illa út sem þýðir að börn eru ekkert að læra að lesa, agamál eru í lamasessi og kennarar nenna orðið ekkert að vinna vinnuna sína. Þar af leiðandi eiga þeir ekki skilið að fá þessa leiðréttingu og umbót. Margar greinar hafa verið skrifaðar í kjölfarið þar sem þessum athugasemdum hefur verið svarað. Til að mynda í greininni – Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda - Vísir. Þar er hægt að lesa að PISA mælikvarðinn getur ekki verið áreiðanlegur þar sem skortur á kennurum ýtir ekki beint undir árangur í lestri sem þýðir að mælikvarðinn nær aldrei að mæla almennilega það sem hann ætti að mæla. Til að hann nái að mæla þar sem hann á að mæla þá þyrfti prósentuhlutfall menntaðra kennara að vera hærri sem hefur ekki verið raunin. Þetta rímar líka við niðurstöður bókar “Creative school” eftir Ken Robinson og Lou Aronica (2016). Þar kemur fram að brotthvarf kennara úr stéttinni í Bretlandi er ekki beint vegvísir að góðum árangri PISA sem einmitt hefur verið að raungerast hér á Íslandi líka. Þar af leiðandi ætla ég ekki að dvelja meira þarna að reyna færa rök fyrir þessum athugasemdum hagsmunahópsins sem er andvígur kjarabaráttu kennara þar sem rökin eru byggð á óáreiðanlegum og ófullnægjandi gögnum. Ætla frekar að leggja áherslur á hvað við kennarar erum að gera á hverjum degi út frá hvaða aðferðir við notum til að mæta nemendum. Það er nefnilega staðreynd að enginn kennari notar sömu aðferðir til að vinna með sínum nemendum en þarna er ég ekki að horfa til kennsluaðferða heldur viðbrögð eða verkfærakistuna sem kennarar búa nú orðið yfir. Eins og hefur komið fram víða að kennarar eru að kenna fjölbreyttum hóp af nemendum með allskonar þarfir sem unnið er út frá öllum helstu úrræðum sem hver skóli hefur uppá að bjóða eða býr til þannig sé hægt að mæta nemendum á sínum forsendum. Ég til að mynda vinn mikið með þolinmæði, umburðarlyndi og mildi. Þetta þrennt nota ég ásamt öðru þegar ég mætti til kennslu og kenni nemendum. Þolinmæði Að vinna með fjölbreyttum hópi af nemendum með sínar þarfir krefst stundum þess að hugsa með hraði en bregðast við með hægum hætti. Þegar nám nemenda liggur undir þarf að hugsa stöðugt um hvernig er hægt að kenna og koma þessu til skila. Þar með verður mjög erfitt að tileinka sér ekki þolinmæði enda eins og heimspekingurinn Aristóteles sagði: “Biðin er súr en ávöxturinn sætur”. Kennarar flestir mæta til starfa með þessa hugsun enda býst enginn við að nemendur skilji um leið og innlögnin eigi sér stað og upplýsingar um efnið er sett fram. Það getur tekið tíma fyrir nemendur að ná utan um hvað er verið að kenna og hvernig sé hægt að leysa verkefnið sem ber undir. Stundum getur kennsla sem kennarinn sá fyrir sér að myndi taka tvær til þrjár kennslustundir endað með fjórum til fimm ef ekki fleiri. Umburðarlyndi Samtímis þegar kennslan á sér stað getur ýmislegt komið upp á eins og nemandi mætir illa fyrirkallaður sem gerir það að verkum að bæði kennari og nemendur finna að þessi tími gæti farið úrskeiðis vegna þess að þröskuldurinn fyrir áreitum er lægri en áður fyrr. En nemendur gera sér enga grein fyrir hvar nemandanum finnst vera nóg og vissulega er verið að pikka og pota í nemandann sem endar með að bregðast harkalega við sem bitnar þó mest á eigum skólans. Það er verið að kasta fram fúkyrðum að nemanda á meðan eignirnar hafa fengið sína meðferð. Þarna þarf kennari að vera vel upplagður og geta umborið nánast allt svona nokkurn veginn eins og ekkert kemur á óvart. Hann þarf að búa yfir miklu umburðarlyndi til að geta vegið og metið aðstæður þannig að hann fari ekki að öskra út úr sér lungun og kasta öllum sínum pirringi í lífinu yfir á þennan nemanda. Í staðinn fyrir þarf kennari að standa eins og hann standi í stormi og sé í raun og veru ekkert að velta fyrir sér vindhviðunni sem á sér stað. Þá er hægt að taka betur á þessu máli sem kom upp þannig að nemandinn sé ekki að upplifa sig út frá skömm og sektarkennd. Vegna þess að þetta er hugsanlega viðbrögð við einhverju sem gerist fyrir utan skólann þannig að vera með meðvitaður um það, skiptir máli. Eins og Helen Keller sagði – Umburðarlyndi færir okkur bestu niðurstöðu menntunar. Mildi Eðlisfræðingurinn Albert Einstein sagði – Friður næst aldrei með hörku. Getur eingöngu komið fram með ríkum skilningi. Eftir að atvikið á sér stað þarf að íhuga hvernig eigið að bregðast við í kjölfarið, á að refsa nemandanum eða á að leiðbeina honum? Þarna þarf að tala við deildarstjórann til að koma þessum skilaboðum áleiðis og hafa samband við foreldra til að upplýsa um málið. Þarna skiptir miklu máli að sýna mildi (sem tengist öðrum orðum eins og samkennd, samhygð og skilningsríki) enda geta verið margvíslegar ástæður af hverju nemandinn kemur illa fyrirkallaður í skólann. Nemandinn svaf yfir sig þannig ekki hægt að gera sig eins tilbúinn eins og aðra daga, nemandinn gleymdi símanum heima hjá sér þannig tilfinning um að núna er ég að missa af svakalega miklu, nemandinn borðaði ekki morgunmat enda gafst ekki tími til. Síðan geta aðstæður eins og veikindi í fjölskyldunni, fjárhagur ekki sterkur, vímuefnanotkun og ofbeldi inn á heimilinu eða fyrir utan það. Ofan á þetta geta verið greiningar og geðlyf sem geta flækt fyrir um sjálfsbjargarviðleitni nemandans. Að kennari sé að hugsa þetta allt saman á meðan er verið að kenna og bregðast við nemandanum er mikill hugarburður. Vinna og virðismat kennara Eins og flestir sjá þá getur dagur kennara verið misjafn og stundum fer mikill tími úr kennslu til að bregðast við atviki eins og kemur hér fram að ofan. En svona atvik eiga sér ekki stað á hverjum degi þannig aðra daga er verið að kenna út frá námsefninu. Svona getur einn dagur verið hjá kennara inn á milli en þetta er viðhorfið og virðingin sem kennari ber fyrir sér í öllu sem hann gerir. Kennarinn er kominn langt fyrir utan það sem hann gerði fyrir 20-30 árum enda hefur samfélagið breyst töluvert og flækjurnar sömuleiðis. Kennarar hafa þurft að útbúa sér verkfærakistu til að geta brugðist við því skólasamfélagi sem hefur myndast með árunum og í raun og veru tæmt sína verkfærakistu þar sem úrræðin á móti hafa verið af skornum skammti. Ég vinn mikið með þetta þrennt: þolinmæði, umburðarlyndi og mildi. Aðrir kennarar nota svipað eða einhverjar aðrar aðferðir sem gerir það að verkum að kennarar eru útsjónarsamir, með mikla aðlögunarhæfni og geta nú orðið brugðist við nánast öllu. Af hverju ætti atvinnulífið ekki að sækjast eftir þessum starfskröftum? En málið er að þetta eru kennarar sem fóru í nám til að verða slíkir og margir hverjir búnir að bæta við sig öðru til að efla sína hugsun og vinnulag í kennslu. Þannig atvinnulífið þarf að finna aðra leið til að svala sínum þörfum og kröfum. Það fer enginn í kennarann, af því bara, heldur býr að baki ástríða og hugsjón fyrir því að betrumbæta samfélagið. Þar af leiðandi þegar athugasemdir koma fram um að kennarar eru ekki að standa sig í vinnunni þá hljótum við að sjá að vinnudagur kennara getur verið misjafn en kennari veit aldrei hvernig hver dagur verður. Síðan er það að menntaðir kennarar hafa farið halloka síðastliðnu áratugi sem tengir beinleiðis við að menntun nemenda fer niður sömuleiðis. Lestur og lesskilningur helst í hendur við skort á menntuðum kennurum þannig tökum þessa umræðu þegar skólarnir eru með hátt prósentuhlutfall af menntuðum kennurum og þangað til þá erum við eingöngu að ræða hlutina út frá ef og hefði. Hvernig ætlum við að betrumbæta samfélagið sem endurspeglast í hugsun og hegðun nemenda og foreldra? Það þarf að borga betri laun enda eiga kennarar það skilið, lausnin felst ekki í að lokka kennarar á annan vinnustað sem borgar hærri laun heldur að halda öllum kennurum í starfi því samfélagið vex best þannig og uppsker sem mest. Eins og Nelson Mandela sagði – menntun er sterkasta verkfærið til að breyta heiminum. Án menntunar hefði heimurinn aldrei breyst heldur staðnað enda menntun grunnurinn að öllu í samfélaginu. Það verður aldrei siðsamlegt samfélag ef á að byggja á frumskógar lögmálinu einvörðungu. Áfram kennarar og þakka Kennarasamband Íslands fyrir baráttuna að betri kjörum! Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimildir: Robinson og Aronica. (2016). Creative schools: The grassroots Revolution That's Transforming Education. Viking. Íris E. Gísladóttir. (2025). Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda. Vísir. www.visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það fer varla fram hjá neinum að kjarabarátta kennara stendur yfir þar sem tilgangurinn er að hækka laun og virðismat kennara. Andspænis þessu standa brotin loforð gagnvart samningi sem var gerður árið 2016 milli ríki og sveitarfélaga um að jafna laun hjá hinu opinbera og á almennum markaði, sem hefur ekki einu sinni fengið minnstu eftirfylgni. Gegn þessu hefur hagsmunahópur sem er andvígur kjarabaráttu kennara skotist fram með allskonar athugasemdir um framlag kennara. Að PISA sé að koma illa út sem þýðir að börn eru ekkert að læra að lesa, agamál eru í lamasessi og kennarar nenna orðið ekkert að vinna vinnuna sína. Þar af leiðandi eiga þeir ekki skilið að fá þessa leiðréttingu og umbót. Margar greinar hafa verið skrifaðar í kjölfarið þar sem þessum athugasemdum hefur verið svarað. Til að mynda í greininni – Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda - Vísir. Þar er hægt að lesa að PISA mælikvarðinn getur ekki verið áreiðanlegur þar sem skortur á kennurum ýtir ekki beint undir árangur í lestri sem þýðir að mælikvarðinn nær aldrei að mæla almennilega það sem hann ætti að mæla. Til að hann nái að mæla þar sem hann á að mæla þá þyrfti prósentuhlutfall menntaðra kennara að vera hærri sem hefur ekki verið raunin. Þetta rímar líka við niðurstöður bókar “Creative school” eftir Ken Robinson og Lou Aronica (2016). Þar kemur fram að brotthvarf kennara úr stéttinni í Bretlandi er ekki beint vegvísir að góðum árangri PISA sem einmitt hefur verið að raungerast hér á Íslandi líka. Þar af leiðandi ætla ég ekki að dvelja meira þarna að reyna færa rök fyrir þessum athugasemdum hagsmunahópsins sem er andvígur kjarabaráttu kennara þar sem rökin eru byggð á óáreiðanlegum og ófullnægjandi gögnum. Ætla frekar að leggja áherslur á hvað við kennarar erum að gera á hverjum degi út frá hvaða aðferðir við notum til að mæta nemendum. Það er nefnilega staðreynd að enginn kennari notar sömu aðferðir til að vinna með sínum nemendum en þarna er ég ekki að horfa til kennsluaðferða heldur viðbrögð eða verkfærakistuna sem kennarar búa nú orðið yfir. Eins og hefur komið fram víða að kennarar eru að kenna fjölbreyttum hóp af nemendum með allskonar þarfir sem unnið er út frá öllum helstu úrræðum sem hver skóli hefur uppá að bjóða eða býr til þannig sé hægt að mæta nemendum á sínum forsendum. Ég til að mynda vinn mikið með þolinmæði, umburðarlyndi og mildi. Þetta þrennt nota ég ásamt öðru þegar ég mætti til kennslu og kenni nemendum. Þolinmæði Að vinna með fjölbreyttum hópi af nemendum með sínar þarfir krefst stundum þess að hugsa með hraði en bregðast við með hægum hætti. Þegar nám nemenda liggur undir þarf að hugsa stöðugt um hvernig er hægt að kenna og koma þessu til skila. Þar með verður mjög erfitt að tileinka sér ekki þolinmæði enda eins og heimspekingurinn Aristóteles sagði: “Biðin er súr en ávöxturinn sætur”. Kennarar flestir mæta til starfa með þessa hugsun enda býst enginn við að nemendur skilji um leið og innlögnin eigi sér stað og upplýsingar um efnið er sett fram. Það getur tekið tíma fyrir nemendur að ná utan um hvað er verið að kenna og hvernig sé hægt að leysa verkefnið sem ber undir. Stundum getur kennsla sem kennarinn sá fyrir sér að myndi taka tvær til þrjár kennslustundir endað með fjórum til fimm ef ekki fleiri. Umburðarlyndi Samtímis þegar kennslan á sér stað getur ýmislegt komið upp á eins og nemandi mætir illa fyrirkallaður sem gerir það að verkum að bæði kennari og nemendur finna að þessi tími gæti farið úrskeiðis vegna þess að þröskuldurinn fyrir áreitum er lægri en áður fyrr. En nemendur gera sér enga grein fyrir hvar nemandanum finnst vera nóg og vissulega er verið að pikka og pota í nemandann sem endar með að bregðast harkalega við sem bitnar þó mest á eigum skólans. Það er verið að kasta fram fúkyrðum að nemanda á meðan eignirnar hafa fengið sína meðferð. Þarna þarf kennari að vera vel upplagður og geta umborið nánast allt svona nokkurn veginn eins og ekkert kemur á óvart. Hann þarf að búa yfir miklu umburðarlyndi til að geta vegið og metið aðstæður þannig að hann fari ekki að öskra út úr sér lungun og kasta öllum sínum pirringi í lífinu yfir á þennan nemanda. Í staðinn fyrir þarf kennari að standa eins og hann standi í stormi og sé í raun og veru ekkert að velta fyrir sér vindhviðunni sem á sér stað. Þá er hægt að taka betur á þessu máli sem kom upp þannig að nemandinn sé ekki að upplifa sig út frá skömm og sektarkennd. Vegna þess að þetta er hugsanlega viðbrögð við einhverju sem gerist fyrir utan skólann þannig að vera með meðvitaður um það, skiptir máli. Eins og Helen Keller sagði – Umburðarlyndi færir okkur bestu niðurstöðu menntunar. Mildi Eðlisfræðingurinn Albert Einstein sagði – Friður næst aldrei með hörku. Getur eingöngu komið fram með ríkum skilningi. Eftir að atvikið á sér stað þarf að íhuga hvernig eigið að bregðast við í kjölfarið, á að refsa nemandanum eða á að leiðbeina honum? Þarna þarf að tala við deildarstjórann til að koma þessum skilaboðum áleiðis og hafa samband við foreldra til að upplýsa um málið. Þarna skiptir miklu máli að sýna mildi (sem tengist öðrum orðum eins og samkennd, samhygð og skilningsríki) enda geta verið margvíslegar ástæður af hverju nemandinn kemur illa fyrirkallaður í skólann. Nemandinn svaf yfir sig þannig ekki hægt að gera sig eins tilbúinn eins og aðra daga, nemandinn gleymdi símanum heima hjá sér þannig tilfinning um að núna er ég að missa af svakalega miklu, nemandinn borðaði ekki morgunmat enda gafst ekki tími til. Síðan geta aðstæður eins og veikindi í fjölskyldunni, fjárhagur ekki sterkur, vímuefnanotkun og ofbeldi inn á heimilinu eða fyrir utan það. Ofan á þetta geta verið greiningar og geðlyf sem geta flækt fyrir um sjálfsbjargarviðleitni nemandans. Að kennari sé að hugsa þetta allt saman á meðan er verið að kenna og bregðast við nemandanum er mikill hugarburður. Vinna og virðismat kennara Eins og flestir sjá þá getur dagur kennara verið misjafn og stundum fer mikill tími úr kennslu til að bregðast við atviki eins og kemur hér fram að ofan. En svona atvik eiga sér ekki stað á hverjum degi þannig aðra daga er verið að kenna út frá námsefninu. Svona getur einn dagur verið hjá kennara inn á milli en þetta er viðhorfið og virðingin sem kennari ber fyrir sér í öllu sem hann gerir. Kennarinn er kominn langt fyrir utan það sem hann gerði fyrir 20-30 árum enda hefur samfélagið breyst töluvert og flækjurnar sömuleiðis. Kennarar hafa þurft að útbúa sér verkfærakistu til að geta brugðist við því skólasamfélagi sem hefur myndast með árunum og í raun og veru tæmt sína verkfærakistu þar sem úrræðin á móti hafa verið af skornum skammti. Ég vinn mikið með þetta þrennt: þolinmæði, umburðarlyndi og mildi. Aðrir kennarar nota svipað eða einhverjar aðrar aðferðir sem gerir það að verkum að kennarar eru útsjónarsamir, með mikla aðlögunarhæfni og geta nú orðið brugðist við nánast öllu. Af hverju ætti atvinnulífið ekki að sækjast eftir þessum starfskröftum? En málið er að þetta eru kennarar sem fóru í nám til að verða slíkir og margir hverjir búnir að bæta við sig öðru til að efla sína hugsun og vinnulag í kennslu. Þannig atvinnulífið þarf að finna aðra leið til að svala sínum þörfum og kröfum. Það fer enginn í kennarann, af því bara, heldur býr að baki ástríða og hugsjón fyrir því að betrumbæta samfélagið. Þar af leiðandi þegar athugasemdir koma fram um að kennarar eru ekki að standa sig í vinnunni þá hljótum við að sjá að vinnudagur kennara getur verið misjafn en kennari veit aldrei hvernig hver dagur verður. Síðan er það að menntaðir kennarar hafa farið halloka síðastliðnu áratugi sem tengir beinleiðis við að menntun nemenda fer niður sömuleiðis. Lestur og lesskilningur helst í hendur við skort á menntuðum kennurum þannig tökum þessa umræðu þegar skólarnir eru með hátt prósentuhlutfall af menntuðum kennurum og þangað til þá erum við eingöngu að ræða hlutina út frá ef og hefði. Hvernig ætlum við að betrumbæta samfélagið sem endurspeglast í hugsun og hegðun nemenda og foreldra? Það þarf að borga betri laun enda eiga kennarar það skilið, lausnin felst ekki í að lokka kennarar á annan vinnustað sem borgar hærri laun heldur að halda öllum kennurum í starfi því samfélagið vex best þannig og uppsker sem mest. Eins og Nelson Mandela sagði – menntun er sterkasta verkfærið til að breyta heiminum. Án menntunar hefði heimurinn aldrei breyst heldur staðnað enda menntun grunnurinn að öllu í samfélaginu. Það verður aldrei siðsamlegt samfélag ef á að byggja á frumskógar lögmálinu einvörðungu. Áfram kennarar og þakka Kennarasamband Íslands fyrir baráttuna að betri kjörum! Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimildir: Robinson og Aronica. (2016). Creative schools: The grassroots Revolution That's Transforming Education. Viking. Íris E. Gísladóttir. (2025). Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda. Vísir. www.visir.is
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun