Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2025 11:39 Jack LaSota, leiðtogi sértrúarsafnaðarins er uppi til vinstri. Hinir eru meintir fylgjendur hans og hafa þau verið bendluð við sex morð í þremur ríkjum. AP Ríkislögregla Maryland í Bandaríkjunum tilkynnti í gær að Jack Lasota, eða „Ziz“, meintur leiðtogi sértrúarsafnaðar, eða költs, sem bendlaður hefur verið við fjölda morða á undanförnum mánuðum, hafi verið handtekin. LaSota, sem notast við kvenkynsfornöfn, er talin leiða hóp fólks sem kallast „Zizians“ og hafa meðlimir hans verið bendlaðir við sex morð í þremur ríkjum Bandaríkjanna. Þessi meinti sértrúarsöfnuður hefur notið mikillar athygli vestanhafs eftir að meðlimir hans lentu í skotbardaga við landamæraverði í Vermont og skutu einn þeirra til bana. Fyrir hvað þessi sértrúarsöfnuður stendur er óljóst en „Ziz“ er talin stýra honum og meðlimum hans, sem eru að mestu á þrítugs- og fertugsaldri. Meðal áðurnefndra morða eru morðin á Richard og Rita Zajko en þegar LaSota var handtekinn í gær, var Michelle Zajko, dóttir þeirra hjóna, einnig handtekinn og fannst skotvopn í bíl þeirra. Maður að nafni Daniel Blank var einnig með þeim í bílnum, samkvæmt frétt NBC News. LaSota, Zajko og Blank standa frammi fyrir ýmsum ákærum en ekki fyrir morð. Þær verða færðar fyrir dómara seinna í dag þar sem ákveða á hvort þær munu sitja í gæsluvarðhaldi eða eiga möguleika á því að vera sleppt gegn tryggingu. Síðast þegar LaSota var sleppt með slíkum hætti mætti hún ekki í dómsal eins og hún átti að gera. Þremur mánuðum eftir að LoSota sviðsetti andlát sitt í bátaslysi var hún viðstödd áflog í Kaliforníu þar sem meðlimir sértrúarsafnaðarins stungu leigutaka þeirra með sverði, vegna deilna um skuld þeirra. Réttarhöld í því máli áttu að hefjast í vor en leigutakinn var skorinn á háls í síðasta mánuði og segja lögregluþjónar að það hafi verið gert til að koma í veg fyrir að hann bæri vitni við réttarhöldin. Einn hefur verið ákærður fyrir morðið en hann hafði áður ætlað að giftast konunni sem skaut áðurnefndan landamæravörð. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
LaSota, sem notast við kvenkynsfornöfn, er talin leiða hóp fólks sem kallast „Zizians“ og hafa meðlimir hans verið bendlaðir við sex morð í þremur ríkjum Bandaríkjanna. Þessi meinti sértrúarsöfnuður hefur notið mikillar athygli vestanhafs eftir að meðlimir hans lentu í skotbardaga við landamæraverði í Vermont og skutu einn þeirra til bana. Fyrir hvað þessi sértrúarsöfnuður stendur er óljóst en „Ziz“ er talin stýra honum og meðlimum hans, sem eru að mestu á þrítugs- og fertugsaldri. Meðal áðurnefndra morða eru morðin á Richard og Rita Zajko en þegar LaSota var handtekinn í gær, var Michelle Zajko, dóttir þeirra hjóna, einnig handtekinn og fannst skotvopn í bíl þeirra. Maður að nafni Daniel Blank var einnig með þeim í bílnum, samkvæmt frétt NBC News. LaSota, Zajko og Blank standa frammi fyrir ýmsum ákærum en ekki fyrir morð. Þær verða færðar fyrir dómara seinna í dag þar sem ákveða á hvort þær munu sitja í gæsluvarðhaldi eða eiga möguleika á því að vera sleppt gegn tryggingu. Síðast þegar LaSota var sleppt með slíkum hætti mætti hún ekki í dómsal eins og hún átti að gera. Þremur mánuðum eftir að LoSota sviðsetti andlát sitt í bátaslysi var hún viðstödd áflog í Kaliforníu þar sem meðlimir sértrúarsafnaðarins stungu leigutaka þeirra með sverði, vegna deilna um skuld þeirra. Réttarhöld í því máli áttu að hefjast í vor en leigutakinn var skorinn á háls í síðasta mánuði og segja lögregluþjónar að það hafi verið gert til að koma í veg fyrir að hann bæri vitni við réttarhöldin. Einn hefur verið ákærður fyrir morðið en hann hafði áður ætlað að giftast konunni sem skaut áðurnefndan landamæravörð.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira