Fótbolti

Mynd­band sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins

Aron Guðmundsson skrifar
Vinicius Junior og Phil Foden í baráttunni í fyrri leik Manchester City og Real Madrid
Vinicius Junior og Phil Foden í baráttunni í fyrri leik Manchester City og Real Madrid Vísir/Getty

Umspilinu fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Sá stærsti án efa seinni leikur ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid við Englandsmeistara Manchester City. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem bókað er að kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins sem verða að sjálfsögðu allir sýndir á sportrásum Stöðvar 2.

Borussia Dortmund – Sporting Lisbon (Stöð 2 Sport 3, klukkan 17:35)

Sporting Lisbon á fyrir höndum afar erfitt verkefni á útivelli gegn Borussia Dortmund sem vann fyrri leik liðanna 3-0.

Paris Saint-Germain – Brest (Viaplay, klukkan 19:50)

Sömu sögu er að segja af Brest sem heimsækir Paris Saint-Germain og er þremur mörkum undir eftir 3-0 tap á heimavelli í fyrri leik liðanna.

PSV Eindhoven – Juventus (Vodafone Sport, klukkan 19:50)

Meiri spenna er ríkjandi í einvígi PSV Eindhoven og Juventus. Juventus vann fyrri leik liðanna á Ítalíu 2-1.

Real Madrid – Manchester City (Stöð 2 Sport 2, klukkan 19:50)

Aðal spennan ríkir hins vegar fyrir seinni leik Real Madrid og Manchester City á Santiago Bernabeu í Madrídarborg. Real Madrid fór með 3-2 sigur af hólmi á Etihad leikvanginum í Manchester í síðustu viku. Sá sigur var í dramatískari kantinum. Erling Haaland kom Manchester City 2-1 yfir á 80.mínútu en mörk frá Brahim Diaz og Jude Bellingham fyrir leikslok tryggðu Real Madrid sigur.

Hitað verður upp fyrir leiki kvöldsins í upphitunarþætti Meistaradeildarinnar á Stöð 2 Sport frá klukkan 19:25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×