Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 10:31 Elvar Már Friðriksson fagnar sigrinum ótrúlega á Ítölum í síðasta leik íslenska landsliðsins. FIBA Basketball 20. febrúar 2025 gæti verið einn af þessum stóru dögum í íslenskum körfubolta því í kvöld getur íslenska körfuboltalandsliðið tryggt sig inn á Evrópumótið næsta haust. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta væri þá komið á Eurobasket í þriðja sinn en liðið var einnig með 2015 og 2017. Íslenska liðið tryggði sig fyrst inn á Eurobasket 27. ágúst 2014 og komast á annað mótið í röð 17. september 2016. Þessi dagur gæti bæst í hópinn. Íslenska liðið hefur misst af tveimur síðustu Evrópumótum en frábær frammistaða liðsins í þessari undankeppni hefur komið íslensku strákunum í frábæra stöðu. Svo góð er staðan að liðið má tapa leiknum í kvöld en gæti samt fagnað sæti á Eurobasket eftir leikinn. Íslensku strákarnir eru tveimur sigurleikjum og fimm stiga betri stöðu í innbyrðis leikjum á undan Ungverjum í baráttunni um síðasta sætið inn á Eurobasket. Ísland vann fyrri leikinn á móti Ungverjalandi með fimm stigum í Laugardalshöllinni, 70-65, en liðin mætast aftur í kvöld. Ungverjar verða að vinna með sex stigum eða meira til að eiga enn möguleika á sætinu á EM. Vinni Ungverjar með fimm stigum þá verða liðin jöfn innbyrðis og þá telur heildarnettó og þar þarf mikið að gerast í þessum tveimur síðustu umferðum til að íslenska liðið missi niður 44 stiga forskot. Tapi íslenska liðið með sex stigum eða meira þá fær það líka annað tækifæri til að tryggja sig inn á EM þegar Tyrkir koma í heimsókn í Laugardalshöllina á sunnudaginn. Íslenska liðið er í þessari lykilstöðu þökk sé mögnuðum útisigri á Ítalíu í síðasta leik. Ungverjar hafa aftur á móti tapað öllum fjórum leikjum sínum í keppninni. Leikurinn hefst klukkan 17.00 í dag og það verður fylgst vel með gangi mála hér inn á Vísi. Það eru þannig fjórar leiðir fyrir íslensku strákana inn á Evrópumótið og þær eru teknar saman hér fyrir neðan. Svona kemst íslenska körfubolta landsliðið á Eurobasket 2025: 1) Ísland vinnur Ungverjaland í kvöld 2) Ísland tapar með 4 stigum eða minna á móti Ungverjalandi í kvöld 3) Ísland vinnur Tyrkland á sunnudaginn 4) Ungverjaland vinnur ekki Ítala á útivelli á sunnudaginn Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta væri þá komið á Eurobasket í þriðja sinn en liðið var einnig með 2015 og 2017. Íslenska liðið tryggði sig fyrst inn á Eurobasket 27. ágúst 2014 og komast á annað mótið í röð 17. september 2016. Þessi dagur gæti bæst í hópinn. Íslenska liðið hefur misst af tveimur síðustu Evrópumótum en frábær frammistaða liðsins í þessari undankeppni hefur komið íslensku strákunum í frábæra stöðu. Svo góð er staðan að liðið má tapa leiknum í kvöld en gæti samt fagnað sæti á Eurobasket eftir leikinn. Íslensku strákarnir eru tveimur sigurleikjum og fimm stiga betri stöðu í innbyrðis leikjum á undan Ungverjum í baráttunni um síðasta sætið inn á Eurobasket. Ísland vann fyrri leikinn á móti Ungverjalandi með fimm stigum í Laugardalshöllinni, 70-65, en liðin mætast aftur í kvöld. Ungverjar verða að vinna með sex stigum eða meira til að eiga enn möguleika á sætinu á EM. Vinni Ungverjar með fimm stigum þá verða liðin jöfn innbyrðis og þá telur heildarnettó og þar þarf mikið að gerast í þessum tveimur síðustu umferðum til að íslenska liðið missi niður 44 stiga forskot. Tapi íslenska liðið með sex stigum eða meira þá fær það líka annað tækifæri til að tryggja sig inn á EM þegar Tyrkir koma í heimsókn í Laugardalshöllina á sunnudaginn. Íslenska liðið er í þessari lykilstöðu þökk sé mögnuðum útisigri á Ítalíu í síðasta leik. Ungverjar hafa aftur á móti tapað öllum fjórum leikjum sínum í keppninni. Leikurinn hefst klukkan 17.00 í dag og það verður fylgst vel með gangi mála hér inn á Vísi. Það eru þannig fjórar leiðir fyrir íslensku strákana inn á Evrópumótið og þær eru teknar saman hér fyrir neðan. Svona kemst íslenska körfubolta landsliðið á Eurobasket 2025: 1) Ísland vinnur Ungverjaland í kvöld 2) Ísland tapar með 4 stigum eða minna á móti Ungverjalandi í kvöld 3) Ísland vinnur Tyrkland á sunnudaginn 4) Ungverjaland vinnur ekki Ítala á útivelli á sunnudaginn
Svona kemst íslenska körfubolta landsliðið á Eurobasket 2025: 1) Ísland vinnur Ungverjaland í kvöld 2) Ísland tapar með 4 stigum eða minna á móti Ungverjalandi í kvöld 3) Ísland vinnur Tyrkland á sunnudaginn 4) Ungverjaland vinnur ekki Ítala á útivelli á sunnudaginn
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira