Barðist við tárin þegar hann kvaddi Valur Páll Eiríksson skrifar 20. febrúar 2025 10:00 Danijel Dejan Djuric, fráfarandi leikmaður Víkings. Vísir/Ívar Danijel Djuric var með leikmannahópi Víkings í Aþenu í vikunni þegar hann þurfti skyndilega að hverfa frá. Hann samdi við lið Istra í Króatíu og við tóku viðburðarríkir tveir sólarhringar. Á miðvikudag var Danijel á æfingu með Víkingsliðinu þegar hann var dreginn til hliðar af Sölva Geir og framkvæmdastjóranum Haraldi Haraldssyni. Þá hafði tilboð Istra verið samþykkt og þurfti að hafa hraðar hendur. Félagsskiptaglugginn lokaði nefnilega síðar þann dag. „Þessir 48 klukkutímar hafa bara verið mjög skrýtnir,“ sagði Danijel þegar íþróttadeild náði í skottið á honum hér heima á þriðjudag, áður en hann flaug til Króatíu í gær. „Ég var í Aþenu fyrir tólf tímum að búa mig undir Evrópuleik. Núna er ég allt í einu heima hjá mömmu og pabba að borða og svo á morgun að fara út til Króatíu. Þetta er alvöru Evrópuævintýri,“ bætir hann við. Ofgnótt tilfinninga Hann segir þennan mánudaginn hafa verið sérstakan og æfinguna þegar hann beið tíðinda frá Króatíu. „Það var ótrúlega spes. Tilfinningin að vera að fara, að þetta sé síðasta æfingin, og að kveðja strákana. Ég talaði líka við hópinn og sagði að ég væri að fara. Þetta var of mikið, maður vissi ekki hvar maður var staddur. Maður var tómur í hausnum og tilfinningunum. Þetta var sensory overload,“ segir Danijel. Hvernig var að kveðja liðsfélagana? „Ég þurfti alveg að berjast við tárin þegar ég var að tala við strákana. Þetta var tilfinningaþrungið. Ég vildi bara þakka þeim. Ég vil að þeir viti hvað þeir þýða fyrir mér. Þetta er topp klúbbur og topp menn á bakvið þetta með toppstjórn og þjálfara. Víkingur er besti klúbbur á Íslandi núna,“ segir Danijel. Spáir Víkingum áfram í kvöld Eftir að hafa spilað við Panathinaikos síðasta fimmtudag býst Danijel við að hans gömlu félagar vinni leik kvöldsins við gríska félagið. „Mér líst mjög vel á þetta. Mér fannst við betri úti. Ég byrjaði á bekknum en kom inn á. Fyrir leikinn hljómuðu þeir smá eins og einhverjar ofurhetjur en þetta voru bara alveg eins leikmenn og við. Við vorum stundum bara betri en þeir. Ég held að Evrópuleikurinn verði bara betri og ég held að við komumst áfram,“ segir Danijel. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Klippa: Hektískir dagar og tilfinningaþrungin kveðja Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Á miðvikudag var Danijel á æfingu með Víkingsliðinu þegar hann var dreginn til hliðar af Sölva Geir og framkvæmdastjóranum Haraldi Haraldssyni. Þá hafði tilboð Istra verið samþykkt og þurfti að hafa hraðar hendur. Félagsskiptaglugginn lokaði nefnilega síðar þann dag. „Þessir 48 klukkutímar hafa bara verið mjög skrýtnir,“ sagði Danijel þegar íþróttadeild náði í skottið á honum hér heima á þriðjudag, áður en hann flaug til Króatíu í gær. „Ég var í Aþenu fyrir tólf tímum að búa mig undir Evrópuleik. Núna er ég allt í einu heima hjá mömmu og pabba að borða og svo á morgun að fara út til Króatíu. Þetta er alvöru Evrópuævintýri,“ bætir hann við. Ofgnótt tilfinninga Hann segir þennan mánudaginn hafa verið sérstakan og æfinguna þegar hann beið tíðinda frá Króatíu. „Það var ótrúlega spes. Tilfinningin að vera að fara, að þetta sé síðasta æfingin, og að kveðja strákana. Ég talaði líka við hópinn og sagði að ég væri að fara. Þetta var of mikið, maður vissi ekki hvar maður var staddur. Maður var tómur í hausnum og tilfinningunum. Þetta var sensory overload,“ segir Danijel. Hvernig var að kveðja liðsfélagana? „Ég þurfti alveg að berjast við tárin þegar ég var að tala við strákana. Þetta var tilfinningaþrungið. Ég vildi bara þakka þeim. Ég vil að þeir viti hvað þeir þýða fyrir mér. Þetta er topp klúbbur og topp menn á bakvið þetta með toppstjórn og þjálfara. Víkingur er besti klúbbur á Íslandi núna,“ segir Danijel. Spáir Víkingum áfram í kvöld Eftir að hafa spilað við Panathinaikos síðasta fimmtudag býst Danijel við að hans gömlu félagar vinni leik kvöldsins við gríska félagið. „Mér líst mjög vel á þetta. Mér fannst við betri úti. Ég byrjaði á bekknum en kom inn á. Fyrir leikinn hljómuðu þeir smá eins og einhverjar ofurhetjur en þetta voru bara alveg eins leikmenn og við. Við vorum stundum bara betri en þeir. Ég held að Evrópuleikurinn verði bara betri og ég held að við komumst áfram,“ segir Danijel. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Klippa: Hektískir dagar og tilfinningaþrungin kveðja
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira