Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 15:02 Ægir Þór Steinarsson spilar tímamótalandsleik í kvöld en leikurinn á móti Ungverjum verður númer níutíu á landsliðsferlinum. FIBA Basketball Ægir Þór Steinarsson spilar í kvöld sinn nítugasta landsleik fyrir Ísland og sama kvöld getur hann hjálpað íslenska landsliðinu inn á Eurobasket í þriðja sinn. Fyrir leikinn í kvöld hafa aðeins sautján leikmenn náð að spila níutíu landsleiki fyrir Ísland. Síðastur á undan Ægi til að komast í þennan hóp var Hörður Axel Vilhjálmsson í ágúst 2021. Jón Arnór Stefánsson náði þessu 2017 og þeir Hlynur Bæringsson og Helgi Már Magnússon bættust báðir í hópinn í leik á móti Belgum í lok ágúst 2015. Fyrstur til að spila níutíu landsleiki fyrir Íslands hönd var Jón Sigurðsson 12. apríl 1981. Torfi Magnússon bættist í hópinn í apríl 1984, Valur Ingimundarson lék sinn nítugasta landsleik í desember 1988 og Jón Kr. Gíslason varð fjórði meðlimur hópsins í apríl 1991. Ægir lék sinn fyrsta landsleik á móti Kína út í Kína í september 2011. Hann hefur síðan spilað landsleik á öllum árum nema árinu 2014. Ægir hefur spilað þessa 89 landsleiki fyrir þrjá þjálfara eða þá Craig Pedersen (72), Peter Öqvist (13) og Pétur Má Sigurðsson (4). Ægir hefur spilað flesta leiki á móti Belgum eða sex en jafnar það í kvöld því þetta er í sjötta sinn sem hann spilar með A-landsliðinu á móti Ungverjalandi. Ægir hefur verið í sigurliði í tveimur af þessum fimm leikjum á móti Ungverjum. „Þetta er búið að vera langur gangur allan minn feril. Maður hefur tekið þátt í mörgum skemmtilegum leikjum. Maður trúir því eiginlega ekki að leikirnir séu orðnir níutíu og að maður sé enn í þessu,“ sagði Ægir Þór í spjalli við Aron Guðmundsson í dag en það má sjá tengil á allt viðtalið hér fyrir ofan. Flestir leikir fyrir íslenska A-landsliðið: 1. Guðmundur Bragason [1987-2003] 170 landsleikir 2. Valur Ingimundarson [1980-1995] 167 3. Jón Kr. Gíslason [1982-1995] 157 4. Logi Gunnarsson [2000-2018] 147 5. Torfi Magnússon [1974-1987] 134 6. Hlynur Bæringsson [2000-2023] 131 7. Guðjón Skúlason [1988-1999] 122 8. Jón Sigurðsson [1968-1984] 120 9. Teitur Örlygsson [1986-2000] 118 10. Friðrik Stefánsson [1997-2008] 112 11. Herbert Arnarson [1992-2002] 111 12. Falur Harðarson [1989-2000] 106 13. Jón Arnar Ingvarsson [1990-2001] 104 14. Jón Arnór Stefánsson [2000-2019] 100 15. Hörður Axel Vilhjálmsson [2007-2023] 96 16. Helgi Már Magnússon [2002-2015] 95 17. Páll Axel Vilbergsson [1996-2009] 93 18. Ægir Þór Steinarsson [2011-2025] 89 Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Fyrir leikinn í kvöld hafa aðeins sautján leikmenn náð að spila níutíu landsleiki fyrir Ísland. Síðastur á undan Ægi til að komast í þennan hóp var Hörður Axel Vilhjálmsson í ágúst 2021. Jón Arnór Stefánsson náði þessu 2017 og þeir Hlynur Bæringsson og Helgi Már Magnússon bættust báðir í hópinn í leik á móti Belgum í lok ágúst 2015. Fyrstur til að spila níutíu landsleiki fyrir Íslands hönd var Jón Sigurðsson 12. apríl 1981. Torfi Magnússon bættist í hópinn í apríl 1984, Valur Ingimundarson lék sinn nítugasta landsleik í desember 1988 og Jón Kr. Gíslason varð fjórði meðlimur hópsins í apríl 1991. Ægir lék sinn fyrsta landsleik á móti Kína út í Kína í september 2011. Hann hefur síðan spilað landsleik á öllum árum nema árinu 2014. Ægir hefur spilað þessa 89 landsleiki fyrir þrjá þjálfara eða þá Craig Pedersen (72), Peter Öqvist (13) og Pétur Má Sigurðsson (4). Ægir hefur spilað flesta leiki á móti Belgum eða sex en jafnar það í kvöld því þetta er í sjötta sinn sem hann spilar með A-landsliðinu á móti Ungverjalandi. Ægir hefur verið í sigurliði í tveimur af þessum fimm leikjum á móti Ungverjum. „Þetta er búið að vera langur gangur allan minn feril. Maður hefur tekið þátt í mörgum skemmtilegum leikjum. Maður trúir því eiginlega ekki að leikirnir séu orðnir níutíu og að maður sé enn í þessu,“ sagði Ægir Þór í spjalli við Aron Guðmundsson í dag en það má sjá tengil á allt viðtalið hér fyrir ofan. Flestir leikir fyrir íslenska A-landsliðið: 1. Guðmundur Bragason [1987-2003] 170 landsleikir 2. Valur Ingimundarson [1980-1995] 167 3. Jón Kr. Gíslason [1982-1995] 157 4. Logi Gunnarsson [2000-2018] 147 5. Torfi Magnússon [1974-1987] 134 6. Hlynur Bæringsson [2000-2023] 131 7. Guðjón Skúlason [1988-1999] 122 8. Jón Sigurðsson [1968-1984] 120 9. Teitur Örlygsson [1986-2000] 118 10. Friðrik Stefánsson [1997-2008] 112 11. Herbert Arnarson [1992-2002] 111 12. Falur Harðarson [1989-2000] 106 13. Jón Arnar Ingvarsson [1990-2001] 104 14. Jón Arnór Stefánsson [2000-2019] 100 15. Hörður Axel Vilhjálmsson [2007-2023] 96 16. Helgi Már Magnússon [2002-2015] 95 17. Páll Axel Vilbergsson [1996-2009] 93 18. Ægir Þór Steinarsson [2011-2025] 89
Flestir leikir fyrir íslenska A-landsliðið: 1. Guðmundur Bragason [1987-2003] 170 landsleikir 2. Valur Ingimundarson [1980-1995] 167 3. Jón Kr. Gíslason [1982-1995] 157 4. Logi Gunnarsson [2000-2018] 147 5. Torfi Magnússon [1974-1987] 134 6. Hlynur Bæringsson [2000-2023] 131 7. Guðjón Skúlason [1988-1999] 122 8. Jón Sigurðsson [1968-1984] 120 9. Teitur Örlygsson [1986-2000] 118 10. Friðrik Stefánsson [1997-2008] 112 11. Herbert Arnarson [1992-2002] 111 12. Falur Harðarson [1989-2000] 106 13. Jón Arnar Ingvarsson [1990-2001] 104 14. Jón Arnór Stefánsson [2000-2019] 100 15. Hörður Axel Vilhjálmsson [2007-2023] 96 16. Helgi Már Magnússon [2002-2015] 95 17. Páll Axel Vilbergsson [1996-2009] 93 18. Ægir Þór Steinarsson [2011-2025] 89
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira