Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Aron Guðmundsson skrifar 20. febrúar 2025 13:02 Ægir Þór Steinarsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta segir mikilvægt fyrir liðið að einbeita sér að því sem að það getur stjórnað fyrir mikilvægan leik gegn Ungverjalandi í undankeppni EM í kvöld. Leik þar sem að Ísland getur tryggt sér farmiða á EM. Sigur í kvöld gegn Ungverjalandi úti í Szombathely í næstsíðustu umferð undankeppninnar tryggir íslenska liðinu farseðilinn á EM í sumar. Þá dugar íslenska liðinu einnig tap með fjögurra stiga mun eða minna til að tryggja EM sætið þar sem að liðið vann fimm stiga sigur á Ungverjum hér heima. Fari illa í kvöld og liðið tapi með fjórum stigum eða meira er þó ekki öll nótt úti enn. Sigur gegn Tyrklandi hér heima á sunnudag myndi tryggja EM farseðilinn og jafnvel tap fari svo að Ungverjar tapi gegn Ítölum í lokaleik sínum. Ægir Þór, einn af reynsluboltunum í íslenska landsliðinu, segir þetta skrítna stöðu að vera í. „Já þetta er alltaf skrítin staða að vera í,“ segir Ægir í samtali við Vísi. „Reyna að blokkera einhverja hluti sem gætu mögulega og hugsanlega gerst. En það sem að ég tel gott fyrir okkur er að við höfum reynslu af því að vera í svona aðstæðum. Höfum spilað marga leiki þar sem er einhver munur og maður þarf að vinna og eitthvað svoleiðis. Það er það sem við erum að einbeita okkur mikið að í okkar leik. Að stjórna því sem að við getum stjórnað. Mæta í þennan leik til þess að vinna. Það er gríðarleg tilhlökkun fyrir þessu verkefni. Loksins komið að þessu. Við erum búnir að undirbúa okkur vel í flottum aðstæðum í aðdraganda þessa verkefnis, fyrst í Berlín og svo hér í Ungverjalandi og erum því tilbúnir að mæta á gólfið og byrja að spila.“ Ísland hafði betur gegn Ungverjum fyrr í undankeppninni en um er að ræða andstæðing sem ber að varast. „Þeir eru með mikil gæði, hafa yfir að skipa hæfileikaríkum leikmönnum og þeirra bestu menn eru öflugir í sókninni, menn sem við verðum að hafa góðar gætur á. En eins og í öllum liðum sem við erum að mæta þá þurfum við að spila gríðarlega góða vörn og vera með háa pressu á þeim í þessar fjörutíu mínútur til þess að vinna.“ Góðu fréttirnar fyrir íslenska landsliðið eru þá þær að landsliðsfyrirliðinn Martin Hermannsson er mættur aftur eftir að hafa misst af undanförnum landsleikjum vegna meiðsla. Koma hans gerir mikið fyrir íslenska landsliðið. „Heldur betur. Þá erum við með hópinn kláran. Við höfum spilað án hans og með honum. Það er sama með hann og áður. Hann er snöggur að koma sér inn í hlutina, er mikill leiðtogi. Það er bara gríðarlega góð viðbót að fá hann aftur inn í liðið.“ Leikur Ungverjalands og Íslands í undankeppni EM í körfubolta hefst klukkan fimm á íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Sjá meira
Sigur í kvöld gegn Ungverjalandi úti í Szombathely í næstsíðustu umferð undankeppninnar tryggir íslenska liðinu farseðilinn á EM í sumar. Þá dugar íslenska liðinu einnig tap með fjögurra stiga mun eða minna til að tryggja EM sætið þar sem að liðið vann fimm stiga sigur á Ungverjum hér heima. Fari illa í kvöld og liðið tapi með fjórum stigum eða meira er þó ekki öll nótt úti enn. Sigur gegn Tyrklandi hér heima á sunnudag myndi tryggja EM farseðilinn og jafnvel tap fari svo að Ungverjar tapi gegn Ítölum í lokaleik sínum. Ægir Þór, einn af reynsluboltunum í íslenska landsliðinu, segir þetta skrítna stöðu að vera í. „Já þetta er alltaf skrítin staða að vera í,“ segir Ægir í samtali við Vísi. „Reyna að blokkera einhverja hluti sem gætu mögulega og hugsanlega gerst. En það sem að ég tel gott fyrir okkur er að við höfum reynslu af því að vera í svona aðstæðum. Höfum spilað marga leiki þar sem er einhver munur og maður þarf að vinna og eitthvað svoleiðis. Það er það sem við erum að einbeita okkur mikið að í okkar leik. Að stjórna því sem að við getum stjórnað. Mæta í þennan leik til þess að vinna. Það er gríðarleg tilhlökkun fyrir þessu verkefni. Loksins komið að þessu. Við erum búnir að undirbúa okkur vel í flottum aðstæðum í aðdraganda þessa verkefnis, fyrst í Berlín og svo hér í Ungverjalandi og erum því tilbúnir að mæta á gólfið og byrja að spila.“ Ísland hafði betur gegn Ungverjum fyrr í undankeppninni en um er að ræða andstæðing sem ber að varast. „Þeir eru með mikil gæði, hafa yfir að skipa hæfileikaríkum leikmönnum og þeirra bestu menn eru öflugir í sókninni, menn sem við verðum að hafa góðar gætur á. En eins og í öllum liðum sem við erum að mæta þá þurfum við að spila gríðarlega góða vörn og vera með háa pressu á þeim í þessar fjörutíu mínútur til þess að vinna.“ Góðu fréttirnar fyrir íslenska landsliðið eru þá þær að landsliðsfyrirliðinn Martin Hermannsson er mættur aftur eftir að hafa misst af undanförnum landsleikjum vegna meiðsla. Koma hans gerir mikið fyrir íslenska landsliðið. „Heldur betur. Þá erum við með hópinn kláran. Við höfum spilað án hans og með honum. Það er sama með hann og áður. Hann er snöggur að koma sér inn í hlutina, er mikill leiðtogi. Það er bara gríðarlega góð viðbót að fá hann aftur inn í liðið.“ Leikur Ungverjalands og Íslands í undankeppni EM í körfubolta hefst klukkan fimm á íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Sjá meira