Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2025 09:03 Svona var aðkoman eftir öll herlegheitin. Vísir/Vilhelm Rúta sem festist á túni við Höfða í gær olli miklu tjóni. Ökumaðurinn var reynslulítill en rútufyrirtækið ætlar sér að greiða allt tjón. Verkefnastjóri segir algengt að rútubílstjórar keyri á túninu. Það ráku margir upp stór augu rétt eftir hádegi í gær þegar þeir sáu stóra rútu fasta á grasfletinum milli Höfða og Arion banka í Borgartúni. Óreyndur bílstjóri reyndi að snúa henni við á fletinum í stað þess að bakka út bílastæðið. Jarðvegurinn var mjúkur og rútan festist. Um borð var hópur ferðamanna frá Sjanghaí í Kína. Þau höfðu verið að skoða Höfða og bílstjórinn ekki treyst sér til að bakka út af planinu. Ferðamennirnir kipptu sér lítið upp við atvikið og biðu þess að úr málinu leystist. Á endanum var önnur rúta kölluð til til að taka við þessum hópi ferðamanna. Við tók aðgerð þar sem kranabíll dró rútuna af flötinni og aftur á bílastæðið. Hægt er að sjá frá aðgerðunum í klippunni hér fyrir neðan. Rútan skildi eftir sig stórt sár. Bjarki Þór Logason, verkefnastjóri öryggismála hjá Reykjavíkurborg, segir tjónið vegna rútunnar vera mikið. „Þetta er algengt að þeir reyni að koma hérna og snúa við. Við höfum alveg orðið vitni að því. Það hefur bara gengið betur en þetta. Nú sér maður bara að það er vor í lofti,“ segir Bjarki. Bjarki Þór Logason er verkefnastjóri öryggismála Reykjavíkurborgar.Stöð 2 Ásmundur Einarsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins, harmar atvikið og segir fyrirtækið greiða allt tjón. „Horfum hér á aðstæður sem Reykjavíkur býður upp á við fjölsóttan ferðamannastað. Hér er bara þröngt. Ungur ökumaður sem keyrir út á grasið, greinilega festir bílinn og panikkar. Það er eina skýringin sem ég hef,“ segir Ásmundur. Ásmundur Einarsson er framkvæmdastjóri ME TraveL.Stöð 2 Rútubílstjórinn reynslulitli mun líklega seint gleyma deginum því í hádeginu í gær ók hann rútunni inn á bannsvæði í miðborginni og ók þar niður steyptan staur. Ferðaþjónusta Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Rúta ME travel sem sat pikkföst á túninu við Höfða í Reykjavík komst í ógöngur fyrr í dag. Þá var henni ekið á steyptan klump við Austurvöll en bannað er að aka rútum á því svæði í miðbæ Reykjavíkur. 20. febrúar 2025 14:41 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Það ráku margir upp stór augu rétt eftir hádegi í gær þegar þeir sáu stóra rútu fasta á grasfletinum milli Höfða og Arion banka í Borgartúni. Óreyndur bílstjóri reyndi að snúa henni við á fletinum í stað þess að bakka út bílastæðið. Jarðvegurinn var mjúkur og rútan festist. Um borð var hópur ferðamanna frá Sjanghaí í Kína. Þau höfðu verið að skoða Höfða og bílstjórinn ekki treyst sér til að bakka út af planinu. Ferðamennirnir kipptu sér lítið upp við atvikið og biðu þess að úr málinu leystist. Á endanum var önnur rúta kölluð til til að taka við þessum hópi ferðamanna. Við tók aðgerð þar sem kranabíll dró rútuna af flötinni og aftur á bílastæðið. Hægt er að sjá frá aðgerðunum í klippunni hér fyrir neðan. Rútan skildi eftir sig stórt sár. Bjarki Þór Logason, verkefnastjóri öryggismála hjá Reykjavíkurborg, segir tjónið vegna rútunnar vera mikið. „Þetta er algengt að þeir reyni að koma hérna og snúa við. Við höfum alveg orðið vitni að því. Það hefur bara gengið betur en þetta. Nú sér maður bara að það er vor í lofti,“ segir Bjarki. Bjarki Þór Logason er verkefnastjóri öryggismála Reykjavíkurborgar.Stöð 2 Ásmundur Einarsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins, harmar atvikið og segir fyrirtækið greiða allt tjón. „Horfum hér á aðstæður sem Reykjavíkur býður upp á við fjölsóttan ferðamannastað. Hér er bara þröngt. Ungur ökumaður sem keyrir út á grasið, greinilega festir bílinn og panikkar. Það er eina skýringin sem ég hef,“ segir Ásmundur. Ásmundur Einarsson er framkvæmdastjóri ME TraveL.Stöð 2 Rútubílstjórinn reynslulitli mun líklega seint gleyma deginum því í hádeginu í gær ók hann rútunni inn á bannsvæði í miðborginni og ók þar niður steyptan staur.
Ferðaþjónusta Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Rúta ME travel sem sat pikkföst á túninu við Höfða í Reykjavík komst í ógöngur fyrr í dag. Þá var henni ekið á steyptan klump við Austurvöll en bannað er að aka rútum á því svæði í miðbæ Reykjavíkur. 20. febrúar 2025 14:41 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Rúta ME travel sem sat pikkföst á túninu við Höfða í Reykjavík komst í ógöngur fyrr í dag. Þá var henni ekið á steyptan klump við Austurvöll en bannað er að aka rútum á því svæði í miðbæ Reykjavíkur. 20. febrúar 2025 14:41