Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Árni Jóhannsson skrifar 20. febrúar 2025 19:34 Martin Hermannsson var frábær í kvöld og leit jákvæðum augum á framhaldið. Getty / Esra Bilgin Martin Hermannsson var aftur mættur í íslenska landsliðsbúninginn og var frábær í kvöld. Martin skoraði 25 stig en leikurinn var mjög erfiður og fór eiginlega eins illa og hægt var. Martin var samt ekki á því að það væri tilefni til að gefast upp og talaði um að það væri mikið skemmtilegra að trygga sig á lokamót fyrir framan íslenska áhorfendur. Martin var í viðtali við RÚV eftir leik og var spurður að því hvernig líðanin væri eftir leik. Ísland gerði það sem það gat til að koma muninum undir fjögur stigin en hafði ekki tímann til þess. „Ég er bara svekktur. Það er samt svo erfitt að rýna í þetta strax eftir leik. Það voru miklar tilfinningar fyrir leik, á meðan leik stóð og svo núna strax eftir leik. Þetta var smá kinnhestur en sem betur fer var þetta ekki upp á að komast inn á Eurobasket. Það er einn leikur eftir og það er gott að vita af því. Við vorum ekki tilbúnir í þetta ungverska lið.“ „Það skipti eiginlega ekki neinu máli hver var að skjóta fyrir þá. Þeir bara hittu. Þeir voru bara frábærir í dag og gerðu okkur erfitt fyrir. Við fórum út úr því sem við höfum verið að gera hingað til og allt í einu hættum við að taka skot sem voru opin. Menn hikandi og hræddir og á útivelli máttu ekki vera hikandi og hræddur.“ Var eitthvað sem kom íslenska liðinu á óvart hjá Ungverjunum? „Í sjálfu sér ekki. Þetta voru eiginlega bara 2-3 leikmenn sem sáu um þetta hjá þeim. Við náðum svo að ýta þeim út úr þessu í seinni hálfleik. Það skipti samt ekki máli, þeir bara hittu, þeir voru nánast að kasta boltanum aftur fyrir sig og hittu. Þá er lítið annað að gera en að taka í höndina á þeim og óska þeim til hamingju. Við förum bara Krýsuvíkurleiðina að þessu. Það verður bara skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll.“ Martin fór yfir það að leikmenn þyrftu að ná sér eftir þennan leik og að það væri ekkert mál þar sem þeir væru á góðu hóteli. Hann brýndi samt bæði liðið og áhangendur liðsins. „Það sem skiptir máli er að vera jákvæðir. Þetta er ekki heimsendir. Það er fullt af körfubolta eftir, þeir eiga eftir að fara til Ítalíu og við eigum eftir að spila við Tyrki heima. Við sýndum það í fyrsta glugganum að við getum spilað á móti Tyrklandi og unnið þá. Það væri ógeðslega sætt að vinna þá fyrir framan fulla höll og opna kampavín inn í klefa.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Martin var í viðtali við RÚV eftir leik og var spurður að því hvernig líðanin væri eftir leik. Ísland gerði það sem það gat til að koma muninum undir fjögur stigin en hafði ekki tímann til þess. „Ég er bara svekktur. Það er samt svo erfitt að rýna í þetta strax eftir leik. Það voru miklar tilfinningar fyrir leik, á meðan leik stóð og svo núna strax eftir leik. Þetta var smá kinnhestur en sem betur fer var þetta ekki upp á að komast inn á Eurobasket. Það er einn leikur eftir og það er gott að vita af því. Við vorum ekki tilbúnir í þetta ungverska lið.“ „Það skipti eiginlega ekki neinu máli hver var að skjóta fyrir þá. Þeir bara hittu. Þeir voru bara frábærir í dag og gerðu okkur erfitt fyrir. Við fórum út úr því sem við höfum verið að gera hingað til og allt í einu hættum við að taka skot sem voru opin. Menn hikandi og hræddir og á útivelli máttu ekki vera hikandi og hræddur.“ Var eitthvað sem kom íslenska liðinu á óvart hjá Ungverjunum? „Í sjálfu sér ekki. Þetta voru eiginlega bara 2-3 leikmenn sem sáu um þetta hjá þeim. Við náðum svo að ýta þeim út úr þessu í seinni hálfleik. Það skipti samt ekki máli, þeir bara hittu, þeir voru nánast að kasta boltanum aftur fyrir sig og hittu. Þá er lítið annað að gera en að taka í höndina á þeim og óska þeim til hamingju. Við förum bara Krýsuvíkurleiðina að þessu. Það verður bara skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll.“ Martin fór yfir það að leikmenn þyrftu að ná sér eftir þennan leik og að það væri ekkert mál þar sem þeir væru á góðu hóteli. Hann brýndi samt bæði liðið og áhangendur liðsins. „Það sem skiptir máli er að vera jákvæðir. Þetta er ekki heimsendir. Það er fullt af körfubolta eftir, þeir eiga eftir að fara til Ítalíu og við eigum eftir að spila við Tyrki heima. Við sýndum það í fyrsta glugganum að við getum spilað á móti Tyrklandi og unnið þá. Það væri ógeðslega sætt að vinna þá fyrir framan fulla höll og opna kampavín inn í klefa.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira