Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2025 10:01 Kylian Mbappe og félagar í Real Madrid mæta annað hvort Atlético Madrid eða Bayer Leverkusen í sextán liða úrslitunum. Getty/Burak Akbulut Í dag kemur í ljós hvaða lið mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en dregið verður í höfuðstöðvum UEFA. Nú er nýtt fyrirkomulag í gangi í Meistaradeildinni og það teygir sig inn í sextán liða úrslitin. Hvert lið hefur því aðeins tvo mögulega mótherja þegar drátturinn fer fram. Allt fer það eftir í hvaða sæti liðinu enduðu í deildarkeppninni fyrr í vetur. Það verður þannig mjög fróðlegt að fylgjast með því hvort Real Madrid dragist á móti nágrönnunum í Atlético Madrid en það þýddi að sama skapi að þýsku liðin Bayern München og Bayer Leverkusen myndu mætast. Þarna erum við að tala um tvo svakalega nágrannaslagi. Það gæti líka verið þannig að Real Madrid myndi mæta Leverkusen og Bayern München spilaði við Atlético Madrid. Arsenal er alltaf á leið til Hollands því liðið lendir annað hvort á móti PSV Eindhoven eða Feyenoord. Internazionale fær það lið sem dregst ekki á móti Arsenal. Liverpool mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Benifca og Aston Villa spilar við annað hvort Bologna eða Borussia Dortmund. Barcelona mætir liðinu sem dregst ekki á móti Liverpool. Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille standa einmitt á móti Aston Villa í töflunni og mæta því annað hvort Bologna eða Borussia Dortmund. Drátturinn hefst klukkan 11.00 og það verður fylgst með honum hér á Vísi. Það er einnig dregið í Evrópudeildinni klukkan 12.00 og í Sambansdeildinni klukkan 13.00. UEFA The knockout bracket ahead of Friday's #UCLdraw 👀 pic.twitter.com/voAQys7uoI— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 19, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Sjá meira
Nú er nýtt fyrirkomulag í gangi í Meistaradeildinni og það teygir sig inn í sextán liða úrslitin. Hvert lið hefur því aðeins tvo mögulega mótherja þegar drátturinn fer fram. Allt fer það eftir í hvaða sæti liðinu enduðu í deildarkeppninni fyrr í vetur. Það verður þannig mjög fróðlegt að fylgjast með því hvort Real Madrid dragist á móti nágrönnunum í Atlético Madrid en það þýddi að sama skapi að þýsku liðin Bayern München og Bayer Leverkusen myndu mætast. Þarna erum við að tala um tvo svakalega nágrannaslagi. Það gæti líka verið þannig að Real Madrid myndi mæta Leverkusen og Bayern München spilaði við Atlético Madrid. Arsenal er alltaf á leið til Hollands því liðið lendir annað hvort á móti PSV Eindhoven eða Feyenoord. Internazionale fær það lið sem dregst ekki á móti Arsenal. Liverpool mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Benifca og Aston Villa spilar við annað hvort Bologna eða Borussia Dortmund. Barcelona mætir liðinu sem dregst ekki á móti Liverpool. Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille standa einmitt á móti Aston Villa í töflunni og mæta því annað hvort Bologna eða Borussia Dortmund. Drátturinn hefst klukkan 11.00 og það verður fylgst með honum hér á Vísi. Það er einnig dregið í Evrópudeildinni klukkan 12.00 og í Sambansdeildinni klukkan 13.00. UEFA The knockout bracket ahead of Friday's #UCLdraw 👀 pic.twitter.com/voAQys7uoI— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 19, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Sjá meira