Leik lokið: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Haraldur Örn Haraldsson skrifar 22. febrúar 2025 14:20 . Sara Dögg Hjaltadóttir og félagar í ÍR unnu góðan sigur á ÍBV í Olís deild kvenna i dag. Vísir/Diego ÍR vann fjögurra marka sigur á ÍBV, 34-30, í Olís deild kvenna í handbolta í dag eftir að hafa verið 21-14 yfir í hálfleik. Eyjakonur fengu langþráð stig í síðasta leik en sáu hins vegar ekki til sólar lengst af í Skógarselinu í dag. Eyjaliðið lagaði þá stöðuna aðeins í lokin og slapp því við stórtap. ÍR-liðið vann aftur á móti sinn þriðja sigur í síðustu fjórum deildarleikjum og náði fyrir vikið Selfoss að stigum. Sylvía Sigríður Jónsdóttir skoraði tíu mörk fyrir ÍR og Ingunn María Brynjarsdóttir varði tvö vítaskot í markinu. Birna Berg Haraldsdóttir var með níu mörk og sjö stoðsendingar fyrir ÍBV en það dugði skammt. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í dag. Olís-deild kvenna Handbolti ÍR ÍBV
ÍR vann fjögurra marka sigur á ÍBV, 34-30, í Olís deild kvenna í handbolta í dag eftir að hafa verið 21-14 yfir í hálfleik. Eyjakonur fengu langþráð stig í síðasta leik en sáu hins vegar ekki til sólar lengst af í Skógarselinu í dag. Eyjaliðið lagaði þá stöðuna aðeins í lokin og slapp því við stórtap. ÍR-liðið vann aftur á móti sinn þriðja sigur í síðustu fjórum deildarleikjum og náði fyrir vikið Selfoss að stigum. Sylvía Sigríður Jónsdóttir skoraði tíu mörk fyrir ÍR og Ingunn María Brynjarsdóttir varði tvö vítaskot í markinu. Birna Berg Haraldsdóttir var með níu mörk og sjö stoðsendingar fyrir ÍBV en það dugði skammt. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í dag.
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti