Fótbolti

Sigur­líkur Liverpool minnkuðu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah og félagar í Liverpool hafa verið á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni allt þetta tímabil.
Mohamed Salah og félagar í Liverpool hafa verið á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni allt þetta tímabil. Getty/MI News

Liverpool dróst í gær á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain og sá dráttur hafði áhrif á sigurlíkur enska úrvalsdeildarliðsins í keppninni.

Sigurlíkur Liverpool og Arsenal minnkuðu mest af öllum sextán liðunum sem eru enn á lífi í Meistaradeildinni.

Sigurlíkur Liverpool voru 20,2 prósent fyrir dráttinn hjá UEFA í gær en eftir hann voru þær aðeins 17,2 prósent. Sigurlíkurnar lækkuðu því um þrjú prósent. Samt sem áður eru mestar líkur á því að Liverpool vinni Meistaradeildina af öllum liðum sem eftir eru.

Liverpool átti möguleika á því að fá annað hvort PSG eða portúgalska félagið Benfica í þessum sextán liða úrslitum. Það er samt líka að hafa áhrif að komist enska liðið áfram þá gæti beðið þar lið Real Madrid eða Arsenal í undanúrslitunum

Sigurlíkurnar hjá Arsenal lækkuðu þó enn meira en hjá Liverpool eða um 3,2 prósent. Það voru 16,8 prósent sigurlíkur hjá Arsenal fyrir dráttinn en aðeins 13,6 prósent eftir hann

Barcelona hækkaði aftur á móti sigurlíkur sínar um 2,7 prósent eða upp í 15,4 prósent. Sigurlíkur Real Madrid hækkuðu næst mest eða um 1,1 prósent eða úr 10,5 prósentum upp í 11,6 prósentum.

Hér fyrir neðan má sjá breytingu á sigurlíkum liðanna sextán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×