Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2025 12:34 Kennarar í Sunnulækjarskóla á Selfossi gengu út. Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. Fréttastofa náði tali af Hermanni Erni Kristjánssyni skólastjóra í Sunnlækjarskóla á Selfossi um klukkan hálf eitt. Hann sagðist telja að trúnaðarmenn á landsvísu hefðu tilkynnt kennurum að leggja niður störf klukkan tólf. Um leið og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari tilkynnti að sveitarfélögin hefðu hafnað innanhússtillögu klukkan tólf hafi borist tölvupóstur til Sunnulækjarskóla frá trúnaðarmanni kennara við skólann um að kennarar við skólann leggðu niður störf. „En mér skilst að þetta sé á landsvísu, ekki bara hér.“ Mjöll Matthíasdóttir, formaður félags grunnskólakennari, segir í samtali við Vísi að ekki sé um skipulagðar aðgerðir að ræða. Tölvupóstur hafi verið sendur á foreldra og þeir hvattir til að sækja börn á yngstu stigum skólans, frá fyrsta upp í fjórða bekk. Skólastjóri og aðrir stjórnendur utan Kennarasambands Íslands sinni nauðsynlegri gæslu þeirra barna sem ekki geti farið heim til sín. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að kennarar í Vallaskóla í Árborg og Álfhólsskóla og Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafi einnig gengið út. Þá hefur fréttastofa náð í nokkra grunnskóla þar sem skólastjórar komu af fjöllum og enginn hefði gengið út. Fréttin er í vinnslu en fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Fréttastofa náði tali af Hermanni Erni Kristjánssyni skólastjóra í Sunnlækjarskóla á Selfossi um klukkan hálf eitt. Hann sagðist telja að trúnaðarmenn á landsvísu hefðu tilkynnt kennurum að leggja niður störf klukkan tólf. Um leið og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari tilkynnti að sveitarfélögin hefðu hafnað innanhússtillögu klukkan tólf hafi borist tölvupóstur til Sunnulækjarskóla frá trúnaðarmanni kennara við skólann um að kennarar við skólann leggðu niður störf. „En mér skilst að þetta sé á landsvísu, ekki bara hér.“ Mjöll Matthíasdóttir, formaður félags grunnskólakennari, segir í samtali við Vísi að ekki sé um skipulagðar aðgerðir að ræða. Tölvupóstur hafi verið sendur á foreldra og þeir hvattir til að sækja börn á yngstu stigum skólans, frá fyrsta upp í fjórða bekk. Skólastjóri og aðrir stjórnendur utan Kennarasambands Íslands sinni nauðsynlegri gæslu þeirra barna sem ekki geti farið heim til sín. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að kennarar í Vallaskóla í Árborg og Álfhólsskóla og Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafi einnig gengið út. Þá hefur fréttastofa náð í nokkra grunnskóla þar sem skólastjórar komu af fjöllum og enginn hefði gengið út. Fréttin er í vinnslu en fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Kennaraverkfall 2024-25 Grunnskólar Árborg Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira