Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2025 15:01 Taska sem innihélt skotvopn fannst á syllu á þaki Laugalækjarskóla fyrir rúmri viku. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Laugalækjarskóla hefur tilkynnt forráðamönnum barna við skólann að á upptökum úr öryggismyndavélum sjáist ókunnugur fullorðinn maður kasta tösku upp á syllu á þaki skólans, um klukkan 16 á fimmtudag síðustu viku. Í töskunni hafi skotvopnið verið, sem nemendur skólans fundu. Talsverða furðu vakti á föstudag í síðustu viku þegar greint var frá því að skotvopn hefði fundist á þaki Laugalækjarskóla kvöldið áður. Þar voru nemendur skólans á ferð uppi á þakinu. Jón Páll Haraldsson, skólastjóri skólans, sagði þá að allt skólasamfélagið væri í áfalli vegna málsins. Inn og út á tveimur mínútum Í tölvubréfi sem Jón Páll sendi forráðamönnum barna í skólanum í dag, og Vísir hefur undir höndum, segir hann að með leyfi lögreglunnar vilji hann upplýsa nánar um atburðarásina. Hann segir að við rannsókn máls hafi að ósk lögreglu verið farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum skólans. „Á upptöku sást ókunnugur fullorðinn einstaklingur koma gangandi inn á skólalóðina um kl. 16, fimmtudaginn í sl. viku. Undir hendinni hafði hann lokaða tösku, sem í fyrstu virtist ekki mjög áberandi. Hann gekk hraðan hring um skólahúsið og virtist skimandi í kringum sig. Á leiðinni rekur hann augun í syllu á þaki nýjustu byggingarinnar, syllu sem er yfir skólaeldhúsinu næst fótboltavellinum. Þangað upp kastar hann töskunni sem geymdi byssuna og gekk svo í burtu.“ Allt þetta hafi tekið manninn innan við tvær mínútur. Á þessum stað hafi tíundu bekkingar í skólanum fundið byssuna seint sama fimmtudagskvöld og hringt sjálfir í lögreglu. Grunaður einstaklingur hafi svo verið handtekinn undir kvöldmat á föstudaginn. Þakkar fyrir að yngri börn hafi ekki fundið byssuna Jón Páll segir þrennt sem hann geti ekki fullþakkað í málinu. Í fyrsta lagi þakkar hann fyrir rétt viðbrögð strákanna í tíunda bekk sem fundu byssuna og að það hafi verið þeir en ekki einhver yngri börn sem fundu byssuna. Í öðru lagi skilvirk vinnubrögð lögreglu og í þriðja lagi tilvist öryggsmyndavéla við skólann, bæði til að leysa úr málum sem þessum en líka til að hreinsa ungmenni af öllum grun um eitthvað misjafnt. „Ég tek þó fram að í þessu tiltekna máli féll aldrei neinn grunur á ungmenni.“ Þess megi í leiðinni geta að skólahúsnæðið sé vaktað með fimmtán öryggismyndavélum. Ellefu þeirra séu utandyra en fjórar séu staðsettar í anddyrum nemenda, rétt fyrir innan innganga í húsin. Skóla- og menntamál Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Tengdar fréttir Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöldi hald á skotvopn sem fannst á þaki Laugalækjarskóla. 14. febrúar 2025 11:53 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Talsverða furðu vakti á föstudag í síðustu viku þegar greint var frá því að skotvopn hefði fundist á þaki Laugalækjarskóla kvöldið áður. Þar voru nemendur skólans á ferð uppi á þakinu. Jón Páll Haraldsson, skólastjóri skólans, sagði þá að allt skólasamfélagið væri í áfalli vegna málsins. Inn og út á tveimur mínútum Í tölvubréfi sem Jón Páll sendi forráðamönnum barna í skólanum í dag, og Vísir hefur undir höndum, segir hann að með leyfi lögreglunnar vilji hann upplýsa nánar um atburðarásina. Hann segir að við rannsókn máls hafi að ósk lögreglu verið farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum skólans. „Á upptöku sást ókunnugur fullorðinn einstaklingur koma gangandi inn á skólalóðina um kl. 16, fimmtudaginn í sl. viku. Undir hendinni hafði hann lokaða tösku, sem í fyrstu virtist ekki mjög áberandi. Hann gekk hraðan hring um skólahúsið og virtist skimandi í kringum sig. Á leiðinni rekur hann augun í syllu á þaki nýjustu byggingarinnar, syllu sem er yfir skólaeldhúsinu næst fótboltavellinum. Þangað upp kastar hann töskunni sem geymdi byssuna og gekk svo í burtu.“ Allt þetta hafi tekið manninn innan við tvær mínútur. Á þessum stað hafi tíundu bekkingar í skólanum fundið byssuna seint sama fimmtudagskvöld og hringt sjálfir í lögreglu. Grunaður einstaklingur hafi svo verið handtekinn undir kvöldmat á föstudaginn. Þakkar fyrir að yngri börn hafi ekki fundið byssuna Jón Páll segir þrennt sem hann geti ekki fullþakkað í málinu. Í fyrsta lagi þakkar hann fyrir rétt viðbrögð strákanna í tíunda bekk sem fundu byssuna og að það hafi verið þeir en ekki einhver yngri börn sem fundu byssuna. Í öðru lagi skilvirk vinnubrögð lögreglu og í þriðja lagi tilvist öryggsmyndavéla við skólann, bæði til að leysa úr málum sem þessum en líka til að hreinsa ungmenni af öllum grun um eitthvað misjafnt. „Ég tek þó fram að í þessu tiltekna máli féll aldrei neinn grunur á ungmenni.“ Þess megi í leiðinni geta að skólahúsnæðið sé vaktað með fimmtán öryggismyndavélum. Ellefu þeirra séu utandyra en fjórar séu staðsettar í anddyrum nemenda, rétt fyrir innan innganga í húsin.
Skóla- og menntamál Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Tengdar fréttir Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöldi hald á skotvopn sem fannst á þaki Laugalækjarskóla. 14. febrúar 2025 11:53 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöldi hald á skotvopn sem fannst á þaki Laugalækjarskóla. 14. febrúar 2025 11:53