Skoðun

Opið bréf til bæjar­stjóra Kópa­vogs

Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar

Ég hef starfað í Kópavogi frá því ég útskrifaðist úr Kennararháskólanum árið 2006 fyrst sem leikskólakennari svo sem deildastjóri, aðstoðarskólastjóri og nú síðast sem skólstjóri. Ég hef oftast verið stolt af því að vinna fyrir Kópavogsbæ margt hefur verið gert vel. Sérstaklega vil ég taka fram Kópavogsmótelið þegar því var komið á nú fer ég í vetrarfrí, jólafrí og páskafrí. Vistunartími barna hefur styðst og vinnuálgið hefur minnkað til muna. Bæjarstjórinn minn Ásdís Kristjánsdóttir hefur ósjaldan komið fram og sagt frá því að nú séu leikskólamál í Kópavogi á góðri leið foreldrar geta verið vissir um að deildir loki ekki vegna manneklu og veikinda.

Nú þegar verkfall er á næsta leiti og allir leikskólar í Kópavogi eru meira og minna að loka því Kópavogur sendur nokkuð vel í að hafa menntaða leikskólakennarar sem deildastjóra. Þá langar mig að vita ágæti bæjarstjóri Ásdís Kristjánsdóttir hver var hugur þinn til miðlögunartillögu sem sáttasemjari lagði fram í deilu kennara og sns gat ekki fallist á ? Nú hefur komið frá að nýr borgarstjóri í Reykjavík vildi samþykkja tillöguna en varð undir.

Nú er komið að því að ég geri það upp við mig hvort mig langi lengur til að starfa á vettvangi kennslu því mér er svo misboðið að horfa á fréttir af deilu okkar við Samband sveitarfélaga. Getur verið að deilan sé farin að snúast um pólitík ? Að vera á móti eða með?

Vona ég að Sns sjái sóma sinn i að semja við kennari eigi síðar en strax svo ekki þurfi að auglýsa eftir öllum kennurum í haust þegar nýtt skólaár hefst.

Áfram kennarar

Höfundur er leikskólastjóri




Skoðun

Skoðun

Sam­úð

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Sjá meira


×