Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 11:01 Langstökkvarinn Reyhan Tasdelen frá Tyrklandi lendir í sandinum á Ólympíumóti fatlaðra í París síðasta haust en það voru væntanlega síðustu leikarnir með gömlu langstökksregluna. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Steph Chambers Alþjóða frjálsíþróttasambandið vill reyna að gera langstökkskeppnir frjálsra íþrótta áhugaverðari en breytingin er að fara mjög illa í marga langstökkvara. Nýja reglan í langstökkinu er nefnilega vægast sagt mjög umdeild. Stjörnur í sportinu fara svo langt það þau neita að taka þátt í mótum þar sem hún er notuð. En hvað er svona umdeilt? Jú Alþjóða frjálsíþróttasambandið breytti reglunum með uppstökksplankann. Nú þurfa langstökkvarar ekki lengur að hitta á plankann heldur stökkva þeir í staðinn upp á fjörutíu sentímetra uppstökksvæði og lengd stökksins er síðan mælt nákvæmlega þaðan sem þau fóru í loftið. Það eru þó nokkur langstökkin þar sem keppendur hafa stokkið upp dálítið fyrir aftan plankann og hafa því í raun tapað nokkrum sentimetrum þar. Allir sentímetrarnir mældir Þetta þýðir að keppendur fá alla sína sentimetra mælda og þá er mun erfiðara að gera ógilt sem var mjög algengt í gamla kerfinu. Það voru einmitt þessi endalausu ógildu stökk sem þótt taka svo mikið frá skemmtanagildi langstökkskeppninnar. Norska ríkisútvarpið fjallaði um þessa stóru breytingu. Ólympíumeistarinn Miltiadis Tentoglou er í hópi þeirra sem vilja ekki sjá þessa reglubreytingu og telja að þessi róttæka breyting eyðileggi sportið. Þá væri ég ekki hér „Sem betur fer hafa þau ekki byrjað að nota þessa reglu á öllum mótum. Ef þessi regla væri hér þá væri ég ekki hér,“ sagði Grikkinn Miltiadis Tentoglou við NRK á frjálsíþróttamóti í Frakklandi. Hann vann Ólympíugullið í bæði Tókýó 2021 og í París 2024. Hann er ekki eina stjarnan. Ítalinn Larissa Iapichino er silfurhafi frá bæði EM innanhúss og EM utanhúss. „Ég er mjög á móti þessu. Það krefst tækni að hitta á plankann og svona uppstökksvæði breytir algjörlega eðli íþróttarinnar. Ef þessi breytingin gengur í gegn þá mun langstökkið verða algjörlega að allt annarri íþrótt, skrifaði Larissa Iapichino á samfélagsmiðla sína. Eyðileggur alla vinnuna Nokkrum dögum síðar þá ætti Annik Kälin við að keppa á móti í Berlín en hún hefur unnið til verðlauna í sjöþraut á EM. „Ég get ekki stutt þessa breytingu,“ sagði Kälin. Það eru þó til aðeins jákvæðari raddir. Norski langstökkvarinn Ida Andrea Breigan var mjög neikvæð í fyrstu. „Ég var mjög tortryggin í fyrstu þegar við ræddum þetta í fyrra og ég er enn á því. Mér finnst þetta eyðileggja alla vinnuna og kallar á allt aðrar æfingar. Á sama tíma þá er ég alveg til í að prófa þetta og hlusta á þá langstökkvara sem hafa prófað. Ég er enn á því að það eru betri leiðir til að auka áhugann á langstökkinu með því að breyta alveg íþróttagreininni,“ sagði Breigan. Langstökkskeppnir sem hafa notað nýju regluna hafa margar heppnast vel og það sem menn fagna mest er að losna við öll ógildu stökkin. Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Nýja reglan í langstökkinu er nefnilega vægast sagt mjög umdeild. Stjörnur í sportinu fara svo langt það þau neita að taka þátt í mótum þar sem hún er notuð. En hvað er svona umdeilt? Jú Alþjóða frjálsíþróttasambandið breytti reglunum með uppstökksplankann. Nú þurfa langstökkvarar ekki lengur að hitta á plankann heldur stökkva þeir í staðinn upp á fjörutíu sentímetra uppstökksvæði og lengd stökksins er síðan mælt nákvæmlega þaðan sem þau fóru í loftið. Það eru þó nokkur langstökkin þar sem keppendur hafa stokkið upp dálítið fyrir aftan plankann og hafa því í raun tapað nokkrum sentimetrum þar. Allir sentímetrarnir mældir Þetta þýðir að keppendur fá alla sína sentimetra mælda og þá er mun erfiðara að gera ógilt sem var mjög algengt í gamla kerfinu. Það voru einmitt þessi endalausu ógildu stökk sem þótt taka svo mikið frá skemmtanagildi langstökkskeppninnar. Norska ríkisútvarpið fjallaði um þessa stóru breytingu. Ólympíumeistarinn Miltiadis Tentoglou er í hópi þeirra sem vilja ekki sjá þessa reglubreytingu og telja að þessi róttæka breyting eyðileggi sportið. Þá væri ég ekki hér „Sem betur fer hafa þau ekki byrjað að nota þessa reglu á öllum mótum. Ef þessi regla væri hér þá væri ég ekki hér,“ sagði Grikkinn Miltiadis Tentoglou við NRK á frjálsíþróttamóti í Frakklandi. Hann vann Ólympíugullið í bæði Tókýó 2021 og í París 2024. Hann er ekki eina stjarnan. Ítalinn Larissa Iapichino er silfurhafi frá bæði EM innanhúss og EM utanhúss. „Ég er mjög á móti þessu. Það krefst tækni að hitta á plankann og svona uppstökksvæði breytir algjörlega eðli íþróttarinnar. Ef þessi breytingin gengur í gegn þá mun langstökkið verða algjörlega að allt annarri íþrótt, skrifaði Larissa Iapichino á samfélagsmiðla sína. Eyðileggur alla vinnuna Nokkrum dögum síðar þá ætti Annik Kälin við að keppa á móti í Berlín en hún hefur unnið til verðlauna í sjöþraut á EM. „Ég get ekki stutt þessa breytingu,“ sagði Kälin. Það eru þó til aðeins jákvæðari raddir. Norski langstökkvarinn Ida Andrea Breigan var mjög neikvæð í fyrstu. „Ég var mjög tortryggin í fyrstu þegar við ræddum þetta í fyrra og ég er enn á því. Mér finnst þetta eyðileggja alla vinnuna og kallar á allt aðrar æfingar. Á sama tíma þá er ég alveg til í að prófa þetta og hlusta á þá langstökkvara sem hafa prófað. Ég er enn á því að það eru betri leiðir til að auka áhugann á langstökkinu með því að breyta alveg íþróttagreininni,“ sagði Breigan. Langstökkskeppnir sem hafa notað nýju regluna hafa margar heppnast vel og það sem menn fagna mest er að losna við öll ógildu stökkin.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira