Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 11:01 Langstökkvarinn Reyhan Tasdelen frá Tyrklandi lendir í sandinum á Ólympíumóti fatlaðra í París síðasta haust en það voru væntanlega síðustu leikarnir með gömlu langstökksregluna. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Steph Chambers Alþjóða frjálsíþróttasambandið vill reyna að gera langstökkskeppnir frjálsra íþrótta áhugaverðari en breytingin er að fara mjög illa í marga langstökkvara. Nýja reglan í langstökkinu er nefnilega vægast sagt mjög umdeild. Stjörnur í sportinu fara svo langt það þau neita að taka þátt í mótum þar sem hún er notuð. En hvað er svona umdeilt? Jú Alþjóða frjálsíþróttasambandið breytti reglunum með uppstökksplankann. Nú þurfa langstökkvarar ekki lengur að hitta á plankann heldur stökkva þeir í staðinn upp á fjörutíu sentímetra uppstökksvæði og lengd stökksins er síðan mælt nákvæmlega þaðan sem þau fóru í loftið. Það eru þó nokkur langstökkin þar sem keppendur hafa stokkið upp dálítið fyrir aftan plankann og hafa því í raun tapað nokkrum sentimetrum þar. Allir sentímetrarnir mældir Þetta þýðir að keppendur fá alla sína sentimetra mælda og þá er mun erfiðara að gera ógilt sem var mjög algengt í gamla kerfinu. Það voru einmitt þessi endalausu ógildu stökk sem þótt taka svo mikið frá skemmtanagildi langstökkskeppninnar. Norska ríkisútvarpið fjallaði um þessa stóru breytingu. Ólympíumeistarinn Miltiadis Tentoglou er í hópi þeirra sem vilja ekki sjá þessa reglubreytingu og telja að þessi róttæka breyting eyðileggi sportið. Þá væri ég ekki hér „Sem betur fer hafa þau ekki byrjað að nota þessa reglu á öllum mótum. Ef þessi regla væri hér þá væri ég ekki hér,“ sagði Grikkinn Miltiadis Tentoglou við NRK á frjálsíþróttamóti í Frakklandi. Hann vann Ólympíugullið í bæði Tókýó 2021 og í París 2024. Hann er ekki eina stjarnan. Ítalinn Larissa Iapichino er silfurhafi frá bæði EM innanhúss og EM utanhúss. „Ég er mjög á móti þessu. Það krefst tækni að hitta á plankann og svona uppstökksvæði breytir algjörlega eðli íþróttarinnar. Ef þessi breytingin gengur í gegn þá mun langstökkið verða algjörlega að allt annarri íþrótt, skrifaði Larissa Iapichino á samfélagsmiðla sína. Eyðileggur alla vinnuna Nokkrum dögum síðar þá ætti Annik Kälin við að keppa á móti í Berlín en hún hefur unnið til verðlauna í sjöþraut á EM. „Ég get ekki stutt þessa breytingu,“ sagði Kälin. Það eru þó til aðeins jákvæðari raddir. Norski langstökkvarinn Ida Andrea Breigan var mjög neikvæð í fyrstu. „Ég var mjög tortryggin í fyrstu þegar við ræddum þetta í fyrra og ég er enn á því. Mér finnst þetta eyðileggja alla vinnuna og kallar á allt aðrar æfingar. Á sama tíma þá er ég alveg til í að prófa þetta og hlusta á þá langstökkvara sem hafa prófað. Ég er enn á því að það eru betri leiðir til að auka áhugann á langstökkinu með því að breyta alveg íþróttagreininni,“ sagði Breigan. Langstökkskeppnir sem hafa notað nýju regluna hafa margar heppnast vel og það sem menn fagna mest er að losna við öll ógildu stökkin. Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Nýja reglan í langstökkinu er nefnilega vægast sagt mjög umdeild. Stjörnur í sportinu fara svo langt það þau neita að taka þátt í mótum þar sem hún er notuð. En hvað er svona umdeilt? Jú Alþjóða frjálsíþróttasambandið breytti reglunum með uppstökksplankann. Nú þurfa langstökkvarar ekki lengur að hitta á plankann heldur stökkva þeir í staðinn upp á fjörutíu sentímetra uppstökksvæði og lengd stökksins er síðan mælt nákvæmlega þaðan sem þau fóru í loftið. Það eru þó nokkur langstökkin þar sem keppendur hafa stokkið upp dálítið fyrir aftan plankann og hafa því í raun tapað nokkrum sentimetrum þar. Allir sentímetrarnir mældir Þetta þýðir að keppendur fá alla sína sentimetra mælda og þá er mun erfiðara að gera ógilt sem var mjög algengt í gamla kerfinu. Það voru einmitt þessi endalausu ógildu stökk sem þótt taka svo mikið frá skemmtanagildi langstökkskeppninnar. Norska ríkisútvarpið fjallaði um þessa stóru breytingu. Ólympíumeistarinn Miltiadis Tentoglou er í hópi þeirra sem vilja ekki sjá þessa reglubreytingu og telja að þessi róttæka breyting eyðileggi sportið. Þá væri ég ekki hér „Sem betur fer hafa þau ekki byrjað að nota þessa reglu á öllum mótum. Ef þessi regla væri hér þá væri ég ekki hér,“ sagði Grikkinn Miltiadis Tentoglou við NRK á frjálsíþróttamóti í Frakklandi. Hann vann Ólympíugullið í bæði Tókýó 2021 og í París 2024. Hann er ekki eina stjarnan. Ítalinn Larissa Iapichino er silfurhafi frá bæði EM innanhúss og EM utanhúss. „Ég er mjög á móti þessu. Það krefst tækni að hitta á plankann og svona uppstökksvæði breytir algjörlega eðli íþróttarinnar. Ef þessi breytingin gengur í gegn þá mun langstökkið verða algjörlega að allt annarri íþrótt, skrifaði Larissa Iapichino á samfélagsmiðla sína. Eyðileggur alla vinnuna Nokkrum dögum síðar þá ætti Annik Kälin við að keppa á móti í Berlín en hún hefur unnið til verðlauna í sjöþraut á EM. „Ég get ekki stutt þessa breytingu,“ sagði Kälin. Það eru þó til aðeins jákvæðari raddir. Norski langstökkvarinn Ida Andrea Breigan var mjög neikvæð í fyrstu. „Ég var mjög tortryggin í fyrstu þegar við ræddum þetta í fyrra og ég er enn á því. Mér finnst þetta eyðileggja alla vinnuna og kallar á allt aðrar æfingar. Á sama tíma þá er ég alveg til í að prófa þetta og hlusta á þá langstökkvara sem hafa prófað. Ég er enn á því að það eru betri leiðir til að auka áhugann á langstökkinu með því að breyta alveg íþróttagreininni,“ sagði Breigan. Langstökkskeppnir sem hafa notað nýju regluna hafa margar heppnast vel og það sem menn fagna mest er að losna við öll ógildu stökkin.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira