Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. febrúar 2025 12:30 Jalen Hurts og liðsfélagar hans í Philadelphia Eagles virðast engan áhuga hafa á að heimsækja Trump í Hvíta húsið. Samsett/Getty Leikmenn Philadelphiu Eagles hafa hafnað boði Donalds Trump í Hvíta húsið eftir að liðið vann Ofurskálina fyrr í mánuðinum. Félagið hafnar því boði forsetans öðru sinni, en ekkert varð af álíka boði í fyrri forsetatíð Trumps. Rík hefð er fyrir því að lið sem fagnar sigri í NFL-deildinni fái boð í Hvíta húsið. Leikmenn Kansas City Chiefs heimsóttu Joe Biden, þáverandi forseta, eftir sigur liðsins í fyrra. Bandarískir miðlar greina frá því að leikmenn Philadelphia Eagles hafi ekki áhuga á að þiggja boð Trumps í ár vegna stefnu Bandaríkjaforseta, sem lang flestir Eagles-menn séu ósammála. Svarið hafi verið „risastórt nei“ frá leikmönnum í samtali um heimsóknina við starfsfólk félagsins. Leikmenn Eagles höfnuðu einnig heimboði Trumps eftir Super Bowl titilinn 2018. „Stór hópur leikmanna Eagles ákvað að mæta ekki, þar á meðal flestir ef ekki allir hörunddökkir leikmenn,“ sagði NFL-sérfræðingurinn Adam Schefter frá árið 2018. Trump ákvað þá að aflýsa boðinu þar sem vandræðalega fáir leikmenn Eagles-liðuð hefðu mætt til Washington D.C. Trump hafði á þeim tíma gagnrýnt fjölmarga svarta leikmenn í NFL-deildinni sem krupu á hné á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn. Þetta var gert í mótmælaskyni við ofbeldi lögreglufólks í garð svartra og undirokaða stöðu hörunddökks fólks í bandarísku samfélagi almennt. Trump kallaði eftir því að leikmenn sem krupu á hné yrðu reknir á staðnum. Eagles unnu 40-22 sigur á Kansas City Chiefs í úrslitaleik NFL-deildinnar 9. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða fimmta meistaratitil liðsins, og annan titilinn eftir að Ofurskálin varð til. NFL Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Sjá meira
Rík hefð er fyrir því að lið sem fagnar sigri í NFL-deildinni fái boð í Hvíta húsið. Leikmenn Kansas City Chiefs heimsóttu Joe Biden, þáverandi forseta, eftir sigur liðsins í fyrra. Bandarískir miðlar greina frá því að leikmenn Philadelphia Eagles hafi ekki áhuga á að þiggja boð Trumps í ár vegna stefnu Bandaríkjaforseta, sem lang flestir Eagles-menn séu ósammála. Svarið hafi verið „risastórt nei“ frá leikmönnum í samtali um heimsóknina við starfsfólk félagsins. Leikmenn Eagles höfnuðu einnig heimboði Trumps eftir Super Bowl titilinn 2018. „Stór hópur leikmanna Eagles ákvað að mæta ekki, þar á meðal flestir ef ekki allir hörunddökkir leikmenn,“ sagði NFL-sérfræðingurinn Adam Schefter frá árið 2018. Trump ákvað þá að aflýsa boðinu þar sem vandræðalega fáir leikmenn Eagles-liðuð hefðu mætt til Washington D.C. Trump hafði á þeim tíma gagnrýnt fjölmarga svarta leikmenn í NFL-deildinni sem krupu á hné á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn. Þetta var gert í mótmælaskyni við ofbeldi lögreglufólks í garð svartra og undirokaða stöðu hörunddökks fólks í bandarísku samfélagi almennt. Trump kallaði eftir því að leikmenn sem krupu á hné yrðu reknir á staðnum. Eagles unnu 40-22 sigur á Kansas City Chiefs í úrslitaleik NFL-deildinnar 9. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða fimmta meistaratitil liðsins, og annan titilinn eftir að Ofurskálin varð til.
NFL Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Sjá meira