Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2025 15:48 Uppselt var á landsleik Íslands og Tyrklands í gærkvöld þegar Ísland vann sig inn á EM. vísir/Anton Einhverrar óánægju gætir vegna þess hvernig staðið hefur verið að úthlutun miða á mikilvæga landsleiki í körfubolta, líkt og í gærkvöld þegar Ísland mætti Tyrklandi í leik upp á sæti á EuroBasket. Framkvæmdastjóri KKÍ bendir á að nauðsynlegt sé fyrir sambandið að selja sem flesta miða. Á meðal þeirra sem hafa átt möguleika á frímiða í heiðurssæti á landsleikjum í körfubolta eru körfuboltamenn sem eiga það á ferilskránni að hafa spilað hundrað A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Aðeins fjórtán menn eru á hundrað landsleikja listanum, bæði fornfrægar kempur og menn sem áttu þátt í að koma Íslandi á sitt fyrsta stórmót fyrir tíu árum síðan. Hundrað landsleikja mennirnir eru hins vegar ekki öruggir um sæti á landsleikjum, þrátt fyrir framlag sitt í gegnum tíðina, og þurfa líkt og aðrir að taka þátt í kapphlaupi um miða þegar eftirspurnin er mikil. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir að rúmlega hundrað frímiðum hafi verið útdeilt vegna leiksins í gær. Þeir fari til að mynda til samstarfsaðila, gullmerkjahafa KKÍ og stjórnarmanna aðildarfélaga, auk 100 landsleikja manna. Séu þeir ekki á tánum enda miðarnir því einfaldlega í höndum annarra. Sætin í heiðursstúkunni eru um það bil 5% af heildarfjölda sæta sem í boði voru í Laugardalshöllinni í gær, þar sem á milli 2.200-2.300 manns fylgdust með Íslandi eiga stórkostlegan leik og komast á EM í þriðja sinn í sögunni. Þó að Vísir hafi heyrt óánægjuraddir þá kannaðist Hannes ekki við sérstaka óánægju með fyrirkomulag miðaúthlutunar. Hann segir nauðsynlegt að sem flestir miðar fari í sölu og bendir á að kostnaður við hvern landsleik hlaupi á milljónum króna. Margir seinir að redda miða „Það gildir bara fyrstur kemur, fyrstur fær. Það eru ansir margir með svona KKÍ-miða en við þurfum að takmarka hve margir geta nýtt sér það. Svo er auðvitað öllum frjálst að versla sér miða. Það er mjög dýrt að halda svona leik. Við náum ekki árangri nema með því að hafa pening og þetta er ein af okkar leiðum til að afla tekna,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Hann segir ljóst að auðveldlega hefði verið hægt að selja 2.000 miða til viðbótar á leikinn mikilvæga í gær og bíður líkt og margir aðrir langeygur eftir nýrri þjóðarhöll. „Það var mjög mikil eftirspurn eftir miðum og auðvitað mjög „íslenskt“ hvernig síminn var að springa hjá mér og stjórnarmönnum um helgina því það halda allir að það sé bara hægt að redda miða. Ég kem ekkert fleirum í húsið þegar það er orðið uppselt. Menn verða bara að vera fljótir að ná sér í miða þegar þeir fara í sölu.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Áhuginn er mikill hjá gestgjafaþjóðum EM í körfubolta að fá Ísland í sinn riðil að sögn Hannesar S. Jónssonar, framkvæmdastjóra KKÍ, sem bindur vonir við að með sæti á stórmóti verði íslenskur körfubolti á toppnum er kemur að fjárframlagi til landsliðsstarfsins. 24. febrúar 2025 13:31 Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Þrír leikmenn í íslenska landsliðinu í körfubolta gætu verið á leiðinni á sitt þriðja stórmót í ágúst þegar Ísland mætir til leiks á EuroBasket, eða EM, eftir að hafa tryggt sig inn á mótið með sigri gegn Tyrkjum í gærkvöld. Ljóst er að hið minnsta sex Íslendingar fara á sitt fyrsta stórmót. 24. febrúar 2025 11:32 Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30 Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar NBA stórstjarnan Luka Dončić og félagar í slóvenska körfuboltalandsliðinu munu líklega spila æfingaleik gegn Íslandi í sumar, ef liðin dragast ekki saman í riðil á Evrópumótinu. 24. febrúar 2025 07:31 Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Á meðal þeirra sem hafa átt möguleika á frímiða í heiðurssæti á landsleikjum í körfubolta eru körfuboltamenn sem eiga það á ferilskránni að hafa spilað hundrað A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Aðeins fjórtán menn eru á hundrað landsleikja listanum, bæði fornfrægar kempur og menn sem áttu þátt í að koma Íslandi á sitt fyrsta stórmót fyrir tíu árum síðan. Hundrað landsleikja mennirnir eru hins vegar ekki öruggir um sæti á landsleikjum, þrátt fyrir framlag sitt í gegnum tíðina, og þurfa líkt og aðrir að taka þátt í kapphlaupi um miða þegar eftirspurnin er mikil. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir að rúmlega hundrað frímiðum hafi verið útdeilt vegna leiksins í gær. Þeir fari til að mynda til samstarfsaðila, gullmerkjahafa KKÍ og stjórnarmanna aðildarfélaga, auk 100 landsleikja manna. Séu þeir ekki á tánum enda miðarnir því einfaldlega í höndum annarra. Sætin í heiðursstúkunni eru um það bil 5% af heildarfjölda sæta sem í boði voru í Laugardalshöllinni í gær, þar sem á milli 2.200-2.300 manns fylgdust með Íslandi eiga stórkostlegan leik og komast á EM í þriðja sinn í sögunni. Þó að Vísir hafi heyrt óánægjuraddir þá kannaðist Hannes ekki við sérstaka óánægju með fyrirkomulag miðaúthlutunar. Hann segir nauðsynlegt að sem flestir miðar fari í sölu og bendir á að kostnaður við hvern landsleik hlaupi á milljónum króna. Margir seinir að redda miða „Það gildir bara fyrstur kemur, fyrstur fær. Það eru ansir margir með svona KKÍ-miða en við þurfum að takmarka hve margir geta nýtt sér það. Svo er auðvitað öllum frjálst að versla sér miða. Það er mjög dýrt að halda svona leik. Við náum ekki árangri nema með því að hafa pening og þetta er ein af okkar leiðum til að afla tekna,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Hann segir ljóst að auðveldlega hefði verið hægt að selja 2.000 miða til viðbótar á leikinn mikilvæga í gær og bíður líkt og margir aðrir langeygur eftir nýrri þjóðarhöll. „Það var mjög mikil eftirspurn eftir miðum og auðvitað mjög „íslenskt“ hvernig síminn var að springa hjá mér og stjórnarmönnum um helgina því það halda allir að það sé bara hægt að redda miða. Ég kem ekkert fleirum í húsið þegar það er orðið uppselt. Menn verða bara að vera fljótir að ná sér í miða þegar þeir fara í sölu.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Áhuginn er mikill hjá gestgjafaþjóðum EM í körfubolta að fá Ísland í sinn riðil að sögn Hannesar S. Jónssonar, framkvæmdastjóra KKÍ, sem bindur vonir við að með sæti á stórmóti verði íslenskur körfubolti á toppnum er kemur að fjárframlagi til landsliðsstarfsins. 24. febrúar 2025 13:31 Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Þrír leikmenn í íslenska landsliðinu í körfubolta gætu verið á leiðinni á sitt þriðja stórmót í ágúst þegar Ísland mætir til leiks á EuroBasket, eða EM, eftir að hafa tryggt sig inn á mótið með sigri gegn Tyrkjum í gærkvöld. Ljóst er að hið minnsta sex Íslendingar fara á sitt fyrsta stórmót. 24. febrúar 2025 11:32 Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30 Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar NBA stórstjarnan Luka Dončić og félagar í slóvenska körfuboltalandsliðinu munu líklega spila æfingaleik gegn Íslandi í sumar, ef liðin dragast ekki saman í riðil á Evrópumótinu. 24. febrúar 2025 07:31 Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Áhuginn er mikill hjá gestgjafaþjóðum EM í körfubolta að fá Ísland í sinn riðil að sögn Hannesar S. Jónssonar, framkvæmdastjóra KKÍ, sem bindur vonir við að með sæti á stórmóti verði íslenskur körfubolti á toppnum er kemur að fjárframlagi til landsliðsstarfsins. 24. febrúar 2025 13:31
Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Þrír leikmenn í íslenska landsliðinu í körfubolta gætu verið á leiðinni á sitt þriðja stórmót í ágúst þegar Ísland mætir til leiks á EuroBasket, eða EM, eftir að hafa tryggt sig inn á mótið með sigri gegn Tyrkjum í gærkvöld. Ljóst er að hið minnsta sex Íslendingar fara á sitt fyrsta stórmót. 24. febrúar 2025 11:32
Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30
Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar NBA stórstjarnan Luka Dončić og félagar í slóvenska körfuboltalandsliðinu munu líklega spila æfingaleik gegn Íslandi í sumar, ef liðin dragast ekki saman í riðil á Evrópumótinu. 24. febrúar 2025 07:31
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00