Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2025 17:27 Guðrún og Áslaug Arna tókust á í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm Fleiri landsmenn vilja að Guðrún Hafsteinsdóttir verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir samkvæmt könnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Mikill munur er á fylgi þeirra milli aldursflokka. Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn á landsfundi komandi helgi. Von er á um 2200 gestum á fundinn og komast færri að en vilja eins og sést hefur í baráttu fyrir sæti á fundinum undanfarnar vikur. Könnun Gallup nær ekki til landsfundarfulltrúa heldur til landsmanna svo taka verður niðurstöðunum með þeim fyrirvara. Þá tóku fjórir af hverjum tíu í könnuninni ekki afstöðu til spurningarinnar. Alls vilja 48 prósent þeirra sem tóku afstöðu að Guðrún verði formaður en hlutfallið er 42 prósent hjá þeim sem hugnast frekar Áslaug Arna. Áslaug Arna er mun sterkari hjá fólki undir fertugu en dæmið snýst við svo um munar hjá kjósendum yfir fertugu. Þannig vilja 67 prósent kjósenda undir þrítugu Áslaugu Örnu en 78 prósent kjósenda yfir sjötugu Guðrúnu. Áslaug Arna og Guðrún mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Guðrún er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en Áslaug Arna í Reykjavík. Þrátt fyrir það virðist Guðrún njóta meiri vinsælda meðal Reykvíkinga, 52 prósent á móti 40 prósentum, Guðrún fær 45 prósent í sitt lið annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en Áslaug 40 prósent. Á landsbyggðinni styðja 46 prósent Guðrúnu en 45 prósent Áslaugu Örnu. Tólf prósent þeirra sem tóku afstöðu hugnast einhver annar en konurnar tvær. Snorri Ásmundsson listamaður hefur greint frá framboði sínu til formanns. Könnunin var gerð 14. til 23. febrúar og var úrtakið 1750 manns. Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn á landsfundi komandi helgi. Von er á um 2200 gestum á fundinn og komast færri að en vilja eins og sést hefur í baráttu fyrir sæti á fundinum undanfarnar vikur. Könnun Gallup nær ekki til landsfundarfulltrúa heldur til landsmanna svo taka verður niðurstöðunum með þeim fyrirvara. Þá tóku fjórir af hverjum tíu í könnuninni ekki afstöðu til spurningarinnar. Alls vilja 48 prósent þeirra sem tóku afstöðu að Guðrún verði formaður en hlutfallið er 42 prósent hjá þeim sem hugnast frekar Áslaug Arna. Áslaug Arna er mun sterkari hjá fólki undir fertugu en dæmið snýst við svo um munar hjá kjósendum yfir fertugu. Þannig vilja 67 prósent kjósenda undir þrítugu Áslaugu Örnu en 78 prósent kjósenda yfir sjötugu Guðrúnu. Áslaug Arna og Guðrún mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Guðrún er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en Áslaug Arna í Reykjavík. Þrátt fyrir það virðist Guðrún njóta meiri vinsælda meðal Reykvíkinga, 52 prósent á móti 40 prósentum, Guðrún fær 45 prósent í sitt lið annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en Áslaug 40 prósent. Á landsbyggðinni styðja 46 prósent Guðrúnu en 45 prósent Áslaugu Örnu. Tólf prósent þeirra sem tóku afstöðu hugnast einhver annar en konurnar tvær. Snorri Ásmundsson listamaður hefur greint frá framboði sínu til formanns. Könnunin var gerð 14. til 23. febrúar og var úrtakið 1750 manns.
Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira