Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Lovísa Arnardóttir skrifar 25. febrúar 2025 09:52 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri og formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. „Það er alveg klárt að það er ekki eitthvað sem formaður stjórnar sambandsins kemur að,“ sagði Heiða Björg í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi. Hún sagði stjórnina hafa fundað með sáttasemjara daginn áður en hann lagði tillöguna fram og það hefði verið ljóst á þeim fundi að stjórninni hugnaðist ekki það sem hann lagði til á fundinum. Heiða segir það hafa komið sér á óvart að tillagan hefði svo farið fram. Þá ávarpaði hún það einnig, sem fram hefur komið, að hún hafi stutt tillöguna. Hún sagði það ekki nýtt að stjórnin væri ekki öll sammála en það væri nýtt að það væru flokkadrættir í stjórn sambandsins og að stjórnin tækist á í fjölmiðlum. Föstudagurinn kennurum erfiður Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, fór einnig yfir það í Silfrinu sem fór fram fyrir helgi. Hann sagði miður hvernig fjölmiðlaumræðan varð í kjölfarið og föstudagurinn hafi verið mörgum kennurum afar erfiður. Hann sagði mikilvægt að klára málið og horfa saman fram á veginn. Hann viðurkenndi að Kennarasambandið hafi haft áhyggjur af því að flokkapólitík hafi haft áhrif á kjaraviðræður. Helgin hafi farið í það að ræða við fulltrúa stjórnmálaflokka. Heiða Björg sagðist í þættinum ekki telja líklegt að aðrir viðsemjendur myndu segja upp sínum samningum yrði þessi tillaga sáttasemjara samþykkt. Hún treysti á skilning þeirra að um sé að ræða vegferð sem þau eru þegar í og myndu því sýna því skilning að Sambandið sé loks búið að fá kennara í þessa sömu vegferð. Ekki góð niðurstaða að Reykjavíkurborg semji ein Hún sagði það „slaka niðurstöðu“ ef Reykjavíkurborg myndi semja eitt við kennara. Það sé betra að heildarsamningar næðust. Magnús Þór sagði kennara hafa samið í góðri trú árið 2016. Það hafi ekki verið staðið við þá samninga og virðismatsvegferðin í raun ekki farið af stað. Hann sagði Kennarasambandið ekki geta gert aðra samninga í góðri trú. Hann hafi miklar áhyggjur af fjöldauppsögnum. Næsti fundur samninganefnda kennara, ríkis og sveitarfélaga fer fram klukkan 15 í dag hjá ríkissáttasemjara. Hægt er að horfa á Silfrið hér. Kennaraverkfall 2024-25 Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Það er alveg klárt að það er ekki eitthvað sem formaður stjórnar sambandsins kemur að,“ sagði Heiða Björg í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi. Hún sagði stjórnina hafa fundað með sáttasemjara daginn áður en hann lagði tillöguna fram og það hefði verið ljóst á þeim fundi að stjórninni hugnaðist ekki það sem hann lagði til á fundinum. Heiða segir það hafa komið sér á óvart að tillagan hefði svo farið fram. Þá ávarpaði hún það einnig, sem fram hefur komið, að hún hafi stutt tillöguna. Hún sagði það ekki nýtt að stjórnin væri ekki öll sammála en það væri nýtt að það væru flokkadrættir í stjórn sambandsins og að stjórnin tækist á í fjölmiðlum. Föstudagurinn kennurum erfiður Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, fór einnig yfir það í Silfrinu sem fór fram fyrir helgi. Hann sagði miður hvernig fjölmiðlaumræðan varð í kjölfarið og föstudagurinn hafi verið mörgum kennurum afar erfiður. Hann sagði mikilvægt að klára málið og horfa saman fram á veginn. Hann viðurkenndi að Kennarasambandið hafi haft áhyggjur af því að flokkapólitík hafi haft áhrif á kjaraviðræður. Helgin hafi farið í það að ræða við fulltrúa stjórnmálaflokka. Heiða Björg sagðist í þættinum ekki telja líklegt að aðrir viðsemjendur myndu segja upp sínum samningum yrði þessi tillaga sáttasemjara samþykkt. Hún treysti á skilning þeirra að um sé að ræða vegferð sem þau eru þegar í og myndu því sýna því skilning að Sambandið sé loks búið að fá kennara í þessa sömu vegferð. Ekki góð niðurstaða að Reykjavíkurborg semji ein Hún sagði það „slaka niðurstöðu“ ef Reykjavíkurborg myndi semja eitt við kennara. Það sé betra að heildarsamningar næðust. Magnús Þór sagði kennara hafa samið í góðri trú árið 2016. Það hafi ekki verið staðið við þá samninga og virðismatsvegferðin í raun ekki farið af stað. Hann sagði Kennarasambandið ekki geta gert aðra samninga í góðri trú. Hann hafi miklar áhyggjur af fjöldauppsögnum. Næsti fundur samninganefnda kennara, ríkis og sveitarfélaga fer fram klukkan 15 í dag hjá ríkissáttasemjara. Hægt er að horfa á Silfrið hér.
Kennaraverkfall 2024-25 Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira