Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2025 21:38 Þorsteinn Þorsteinsson hagfræðingur. Vísir Þorsteinn Þorsteinsson, hagfræðingur, segir að lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkissins (LSR) hafi verið skert á fölskum forsendum. Skýringin hafi verið sú að þjóðin væri að eldast en tölur sýni að það hafi ekki gerst. Þorsteinn segir í aðsendri grein á Vísi að lengi hafi því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Það hafi legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu, hjúkrunarheimila og fleira. „Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra,“ segir hann. Skerðingin hafi verið keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins, og nokkur dómsmál séu í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verði dregnar í efa. Meðalævilengd þjóðarinnar staðið í stað Þorsteinn segir að íslenska þjóðin sé ein sú yngsta í heiminum, og það þyði að hlutfall þeirra sem séu 65 ára og eldri sé talsvert lægra á Íslandi en í öðrum löndum. Þá sé starfsævin hér á landi einnig sú lengsta í Evrópu, tæplega 46 ár. „Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga.“ Tölur frá Hagstofunni sýni að meðalævilengd þjóðarinnar hafi staðið í stað síðan 2012. Meðalævilengd karla og kvenna á Íslandi 2012 - 2023.Hagstofan Þorsteinn segir að rök LSR fyrir skerðingunni 2023 hefðu verið þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni. „Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um.“ En þrátt fyrir að tekið sé tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) vera allt of mikill, sjóðfélögum í óhag. Þorsteinn segir að þessi mismunur veki spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við útreikningana. Tími kominn til að endurskoða aðferðarfræðina Þorsteinn segir að FÍT telji að lífslíkur séu að hækka hér á landi, en tölur Hagstofunnar sýni að breyturnar standi í stað síðastliðinn áratug. „Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá,“ segir Þorsteinn. Þá segir hann að tími sé kominn til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum, og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. „Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga.“ Greinin í heild sinni. Lífeyrissjóðir Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Þorsteinn segir í aðsendri grein á Vísi að lengi hafi því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Það hafi legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu, hjúkrunarheimila og fleira. „Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra,“ segir hann. Skerðingin hafi verið keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins, og nokkur dómsmál séu í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verði dregnar í efa. Meðalævilengd þjóðarinnar staðið í stað Þorsteinn segir að íslenska þjóðin sé ein sú yngsta í heiminum, og það þyði að hlutfall þeirra sem séu 65 ára og eldri sé talsvert lægra á Íslandi en í öðrum löndum. Þá sé starfsævin hér á landi einnig sú lengsta í Evrópu, tæplega 46 ár. „Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga.“ Tölur frá Hagstofunni sýni að meðalævilengd þjóðarinnar hafi staðið í stað síðan 2012. Meðalævilengd karla og kvenna á Íslandi 2012 - 2023.Hagstofan Þorsteinn segir að rök LSR fyrir skerðingunni 2023 hefðu verið þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni. „Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um.“ En þrátt fyrir að tekið sé tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) vera allt of mikill, sjóðfélögum í óhag. Þorsteinn segir að þessi mismunur veki spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við útreikningana. Tími kominn til að endurskoða aðferðarfræðina Þorsteinn segir að FÍT telji að lífslíkur séu að hækka hér á landi, en tölur Hagstofunnar sýni að breyturnar standi í stað síðastliðinn áratug. „Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá,“ segir Þorsteinn. Þá segir hann að tími sé kominn til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum, og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. „Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga.“ Greinin í heild sinni.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira