FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2025 09:30 Leikmenn FH höfðu greinilega mjög gaman að því að æfa á grasi í gær enda ennþá bara febrúar. @fhingar FH-ingar eru að undirbúa sig fyrir komandi keppnistímabil í Bestu deildinni í fótbolta sem hefst eftir rúman mánuð. FH-liðið þarf þó ekki að fljúga suður til Evrópu til að komast á grasvöll. Á meðan hin liðin á Íslandi eru að æfa á gervigrasvöllum þá birti FH myndir af leikmönnum sínum að æfa á grasvelli í gær. Ástæðan liggur í nýja hybrid-grasinu sem FH-ingar settu á æfingasvæðið sitt í Kaplakrika. Flest stórlið heims spila á slíkum völlum. Hér á landi er FH brautryðjandi en grasið var fyrst lagt fyrir haustið 2023. Það fór fyrst á æfingavöllinn en FH-ingar hafa einnig talað um það að setja það í framtíðinni á aðalvöll FH. Blandaða grasið þolir tvöfalt meira álag en venjulegt gras. Það er 95 prósent venjulegt gras en fimm prósent styrkt með gervigrasþráðum. Hitalagnir liggja þar undir og vonir eru bundnar við að með tímanum haldist það grænt og nothæft allan ársins hring. Það var alveg fagurgrænt þegar meistaraflokks menn FH æfðu þar í gær. „Við teljum alveg hægt að vera hérna grassins vegna, þess vegna allt árið. En út af því að við erum úti og veður eru válynd yfir háveturinn þá erum við að tala um að vera hérna fram í miðjan nóvember og gefa þessu svo frí eitthvað fram á blávorið,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH og forystumaður í framkvæmdunum, í viðtali við Vísi síðasta haust. „Ég er búinn að vera með þessa flugu í maganum síðan 2008 en þá var þetta bara svo dýrt. Þetta er orðið samkeppnishæft við gervigras þannig að við sáum tækifæri núna,“ sagði Jón í fyrrnefndi viðtali. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá æfingu FH á grasinu í gær. Það fylgir reyndar að sögunni að það fór að snjóa á höfuðborgarsvæðinu í gær og stuttu seinna var allt orðið hvítt. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Besta deild karla FH Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Á meðan hin liðin á Íslandi eru að æfa á gervigrasvöllum þá birti FH myndir af leikmönnum sínum að æfa á grasvelli í gær. Ástæðan liggur í nýja hybrid-grasinu sem FH-ingar settu á æfingasvæðið sitt í Kaplakrika. Flest stórlið heims spila á slíkum völlum. Hér á landi er FH brautryðjandi en grasið var fyrst lagt fyrir haustið 2023. Það fór fyrst á æfingavöllinn en FH-ingar hafa einnig talað um það að setja það í framtíðinni á aðalvöll FH. Blandaða grasið þolir tvöfalt meira álag en venjulegt gras. Það er 95 prósent venjulegt gras en fimm prósent styrkt með gervigrasþráðum. Hitalagnir liggja þar undir og vonir eru bundnar við að með tímanum haldist það grænt og nothæft allan ársins hring. Það var alveg fagurgrænt þegar meistaraflokks menn FH æfðu þar í gær. „Við teljum alveg hægt að vera hérna grassins vegna, þess vegna allt árið. En út af því að við erum úti og veður eru válynd yfir háveturinn þá erum við að tala um að vera hérna fram í miðjan nóvember og gefa þessu svo frí eitthvað fram á blávorið,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH og forystumaður í framkvæmdunum, í viðtali við Vísi síðasta haust. „Ég er búinn að vera með þessa flugu í maganum síðan 2008 en þá var þetta bara svo dýrt. Þetta er orðið samkeppnishæft við gervigras þannig að við sáum tækifæri núna,“ sagði Jón í fyrrnefndi viðtali. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá æfingu FH á grasinu í gær. Það fylgir reyndar að sögunni að það fór að snjóa á höfuðborgarsvæðinu í gær og stuttu seinna var allt orðið hvítt. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar)
Besta deild karla FH Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira