Hildur ráðin forstjóri Advania Árni Sæberg skrifar 26. febrúar 2025 09:20 Hildur Einarsdóttir er nýr forstjóri Advania á Íslandi. Advania Hildur Einarsdóttir er nýr forstjóri Advania á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Ægi Má Þórissyni, sem gegnt hefur starfinu í tæp tíu ár en tekur nú við lykilhlutverki í framkvæmdastjórn Advania-samstæðunnar. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Hildur sé reynslumikill stjórnandi og leiðtogi. Fyrr í þessum mánuði hafi hún látið af störfum sem framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs hjá Emblu Medical, áður Össuri, þar sem hún hafi starfað í sextán ár. Hún hafi víðtæka reynslu og þekkingu á nýsköpun, stefnumótun og alþjóðlegum sölu- og markaðsmálum. Hún sé rafmagns- og tölvuverkfræðingur frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í læknisfræðilegri verkfræði frá Imperial College London. Hildur hafi einnig lokið stjórnendanámi við Harvard Business School. „Það er mikill heiður að fá tækifæri til þess að starfa fyrir jafn metnaðarfullt félag og Advania. Ég er full tilhlökkunar að kynnast nýjum samstarfsfélögum og þeim fjölmörgu viðskiptavinum sem nýta sér lausnir og þjónustu Advania. Upplýsingatækni er í gríðarlegum vexti og heldur áfram að gegna mikilvægu hlutverki víðsvegar í samfélaginu. Tækifærin til framþróunar eru óþrjótandi; á sviðum gervigreindar, stafrænnar þjónustu, sjálfbærni og net- og rekstraröryggismála svo örfá dæmi séu nefnd,“ er haft eftir Hildi. Ægir í mannauðsmálin Við ráðninguna stígi Ægir Már Þórisson úr forstjórastólnum og taki að sér að leiða mannauðs- og vinnustaðamenningu félagsins þvert á lönd og markaði. Starfsmenn Advania séu nú ríflega fimm þúsund talsins, á 53 starfsstöðvum í níu löndum. „Uppgangur félagsins hefur verið ótrúlegur undanfarin ár og Advania er orðið stærsta óskráða upplýsingatæknifélag Evrópu, með ársveltu upp á 250 milljarða króna. Vöxturinn byggir alfarið á starfsfólkinu, vinnulaginu okkar og einstakri fyrirtækjamenningu. Í mínum huga er ekkert mikilvægara en að hlúa áfram að mannauðnum og búa svo um hnútana að fólk fái notið hæfileika sinna. Þannig heldur félagið okkar áfram að stækka og dafna um ókomna tíð. Ég hlakka svo sannarlega til þess að taka við nýju hlutverki,“ er haft eftir honum. Vistaskipti Tækni Upplýsingatækni Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Hildur sé reynslumikill stjórnandi og leiðtogi. Fyrr í þessum mánuði hafi hún látið af störfum sem framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs hjá Emblu Medical, áður Össuri, þar sem hún hafi starfað í sextán ár. Hún hafi víðtæka reynslu og þekkingu á nýsköpun, stefnumótun og alþjóðlegum sölu- og markaðsmálum. Hún sé rafmagns- og tölvuverkfræðingur frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í læknisfræðilegri verkfræði frá Imperial College London. Hildur hafi einnig lokið stjórnendanámi við Harvard Business School. „Það er mikill heiður að fá tækifæri til þess að starfa fyrir jafn metnaðarfullt félag og Advania. Ég er full tilhlökkunar að kynnast nýjum samstarfsfélögum og þeim fjölmörgu viðskiptavinum sem nýta sér lausnir og þjónustu Advania. Upplýsingatækni er í gríðarlegum vexti og heldur áfram að gegna mikilvægu hlutverki víðsvegar í samfélaginu. Tækifærin til framþróunar eru óþrjótandi; á sviðum gervigreindar, stafrænnar þjónustu, sjálfbærni og net- og rekstraröryggismála svo örfá dæmi séu nefnd,“ er haft eftir Hildi. Ægir í mannauðsmálin Við ráðninguna stígi Ægir Már Þórisson úr forstjórastólnum og taki að sér að leiða mannauðs- og vinnustaðamenningu félagsins þvert á lönd og markaði. Starfsmenn Advania séu nú ríflega fimm þúsund talsins, á 53 starfsstöðvum í níu löndum. „Uppgangur félagsins hefur verið ótrúlegur undanfarin ár og Advania er orðið stærsta óskráða upplýsingatæknifélag Evrópu, með ársveltu upp á 250 milljarða króna. Vöxturinn byggir alfarið á starfsfólkinu, vinnulaginu okkar og einstakri fyrirtækjamenningu. Í mínum huga er ekkert mikilvægara en að hlúa áfram að mannauðnum og búa svo um hnútana að fólk fái notið hæfileika sinna. Þannig heldur félagið okkar áfram að stækka og dafna um ókomna tíð. Ég hlakka svo sannarlega til þess að taka við nýju hlutverki,“ er haft eftir honum.
Vistaskipti Tækni Upplýsingatækni Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira