Innlent

Kátt á hjalla í Karp­húsinu í gær­kvöldi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða. 

Við heyrum í hlutaðeigandi sem voru að vonum ánægð með áfangann. Þau voru þó öll sammála um að nú taki nýtt verkefni við, að útfæra og vinna að virðismatinu sem svo lengi stóð í samningamönnum. 

Við heyrum líka í formanni Eflingar um þessa niðurstöðu en hún segist hugsi yfir þeim ríflegu launahækkunum sem hún segir að kennarar fái nú. 

Einnig verður rætt við sóttvarnalækni en nú styttist í að fimm ár verði liðin frá upphafi kórónuveirufaraldursins. 

Einnig fjöllum við áfram um starfslokasamning fyrrverandi formanns VR sem hefur verið gagnrýndur nokkuð. 

Í íþróttapakka dagsins verða það svo udanúrslitin í bikarkeppninni í handbolta sem verða til umræðu og landsleikur í Þjóðardeildinni sem fram fór í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×