Fótbolti

Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það þurfti að draga tönn úr Kylian Mbappe og hann er enn að jafna sig.
Það þurfti að draga tönn úr Kylian Mbappe og hann er enn að jafna sig. Getty/Diego Souto

Franski framherjinn Kylian Mbappé verður ekki með Real Madrid í kvöld í bikarleik á móti Orra Steini Óskarssyni og félögum hans í Real Sociedad.

Mbappé er enn að jafna sig eftir heimsókn til tannlæknis í vikunni en tönn var þá dregin úr kappanum.

Mbappé hefur verið sjóðheitur á nýju ári en hann hefur þegar skorað fjórtán mörk á árinu 2025 þar af þrennu í sigri á Manchester City í Meistaradeildinni.

Markvörðurinn Thibaut Courtois og miðjumaðurinn Federico Valverde missa líka af leiknum í kvöld.

Þetta er fyrri leikur liðanna en það lið sem hefur betur mætir annað hvort Barcelona eða Atletico Madrid í bikarúrslitaleiknum.

Carlo Ancelotti sagði frá tannvesinu á Mbappé í gær en bjóst þá við því að hann færi til San Sebastian í dag. Frakkinn er hins vegar ekki leikfær því hann er ekki í leikmannahópnum sem Real Madrid tilkynnti á miðlum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×