Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2025 10:03 Leikmenn íslenska landsliðsins fögnuðu úti á gólfi Laugardalshallar en alvöru fögnuðurinn tók svo við inni í búningsklefa. vísir/Anton Ægir Þór Steinarsson fór vandlega yfir það með GAZ-bræðrum hvernig fagnaðarlæti íslenska landsliðsins í körfubolta voru á sunnudagskvöld, og aðfaranótt mánudags, eftir að liðið tryggði sér sæti á EuroBasket. „Þegar þú hættir þá er það þetta sem þú saknar,“ sagði Pavel Ermolinskij þegar þeir Helgi Már Magnússon hófu að krefja Ægi um nákvæmar lýsingar á fagnaðarlátunum, allt frá lokaflauti og þar til að menn skriðu heim til sín seint um nóttina nú eða í erfitt morgunflug til meginlands Evrópu. Eftir fagnaðarlætin sem sjónvarpsáhorfendur og gestir Laugardalshallar gátu fylgst með þá má segja að hin sanni fögnuður hefjist hjá mönnum inni í klefa. Þar eru „fallegu stundirnar“ eins og Pavel orðaði. „En það sem er mest pirrandi þegar þú mætir inn í klefann núna, sem er alveg fáránlegt, er helvítis myndavélin sem er bara föst inni í klefa til að mynda fögnuðinn. Þegar maður mætir inn í klefa langar mann bara að „strip naked“ og taka orminn og eitthvað,“ sagði Ægir í nýjasta þætti GAZ-ins sem hlusta má á hér að neðan og á helstu hlaðvarpsveitum. En þegar útsendingu RÚV var lokið og flestir gestir farnir úr Laugardalshöll gátu menn fagnað með sínum hætti. Lýsingum Ægis ber þó að taka með einhverjum fyrirvara. Hann var óhræddur við að slá á létta strengi í spjalli við sína gömlu liðsfélaga. „Um leið og myndavélin var farin þá var bara teipað fyrir alla reykskynjara og kveikt á vindlunum, og þá byrjaði kampavínið og svoleiðis gleði. Við vorum bara að öskursyngja og gera allt sem maður getur gert á svona mómenti. Maður vill ekkert fara úr klefanum,“ sagði Ægir. Þjálfaranum skipað að mæta í partýið Draumur Pavels og Helga er að sjá um fararstjórn hjá landsliðinu og þeir reiknuðu með að eftir klefafögnuð hefði verið farið á flottan veitingastað til að fagna áfram. „Cafe Easy er okkar veitingastaður þegar við fögnum stórum áföngum í lífinu,“ sagði Ægir laufléttur og vísaði til kaffiteríunnar í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardalnum. Hópurinn hélt svo einkasamkvæmi á ónefndum bar í miðborg Reykjavíkur. „Þetta var þéttur hópur Þetta voru bara leikmenn og þjálfarar,“ sagði Ægir en landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen var reyndar efins um að taka áfram þátt í partýinu: „Craig var eitthvað að reyna að fara snemma heim en hann var bara dreginn inn í bíl. Ekki séns að hann væri ekki að fara að mæta.“ Ægir Þór Steinarsson hafði góða ástæðu til að fagna eftir sigurinn magnaða gegn Tyrkjum.vísir/Anton Morgunflug beint eftir fögnuðinn Ægir ræddi um ýmislegt fleira tengt fögnuðinum og kom meðal annars inn á „mjög slæma“ frammistöðu Tryggva Snæs Hlinasonar í gleðinni en tók fram að Elvar Már Friðriksson og Sigtryggur Arnar Björnsson hefðu staðið sig með sérstakri prýði. Þá skaut Ægir létt á Arnar Guðjónsson, afreksstjóra KKÍ, fyrir að reyna að senda leikmenn í morgunflug daginn eftir EM-fögnuð: „Þegar maður er að plana partý þá er mikilvægt að vera viðbúinn við öllu. Afreksstjórinn var hins vegar búinn að panta flug fyrir þrjá af þeim sem eru að spila erlendis, klukkan sjö morguninn eftir. Með átta tíma stoppi í Berlín! Hefur maður heyrt annað eins? Maðurinn hefur gert margt gott en menn voru bara að cancela flugum þarna á Cafe Easy.“ Hægt er að hlusta á GAZið á Tal með því að smella hér og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
„Þegar þú hættir þá er það þetta sem þú saknar,“ sagði Pavel Ermolinskij þegar þeir Helgi Már Magnússon hófu að krefja Ægi um nákvæmar lýsingar á fagnaðarlátunum, allt frá lokaflauti og þar til að menn skriðu heim til sín seint um nóttina nú eða í erfitt morgunflug til meginlands Evrópu. Eftir fagnaðarlætin sem sjónvarpsáhorfendur og gestir Laugardalshallar gátu fylgst með þá má segja að hin sanni fögnuður hefjist hjá mönnum inni í klefa. Þar eru „fallegu stundirnar“ eins og Pavel orðaði. „En það sem er mest pirrandi þegar þú mætir inn í klefann núna, sem er alveg fáránlegt, er helvítis myndavélin sem er bara föst inni í klefa til að mynda fögnuðinn. Þegar maður mætir inn í klefa langar mann bara að „strip naked“ og taka orminn og eitthvað,“ sagði Ægir í nýjasta þætti GAZ-ins sem hlusta má á hér að neðan og á helstu hlaðvarpsveitum. En þegar útsendingu RÚV var lokið og flestir gestir farnir úr Laugardalshöll gátu menn fagnað með sínum hætti. Lýsingum Ægis ber þó að taka með einhverjum fyrirvara. Hann var óhræddur við að slá á létta strengi í spjalli við sína gömlu liðsfélaga. „Um leið og myndavélin var farin þá var bara teipað fyrir alla reykskynjara og kveikt á vindlunum, og þá byrjaði kampavínið og svoleiðis gleði. Við vorum bara að öskursyngja og gera allt sem maður getur gert á svona mómenti. Maður vill ekkert fara úr klefanum,“ sagði Ægir. Þjálfaranum skipað að mæta í partýið Draumur Pavels og Helga er að sjá um fararstjórn hjá landsliðinu og þeir reiknuðu með að eftir klefafögnuð hefði verið farið á flottan veitingastað til að fagna áfram. „Cafe Easy er okkar veitingastaður þegar við fögnum stórum áföngum í lífinu,“ sagði Ægir laufléttur og vísaði til kaffiteríunnar í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardalnum. Hópurinn hélt svo einkasamkvæmi á ónefndum bar í miðborg Reykjavíkur. „Þetta var þéttur hópur Þetta voru bara leikmenn og þjálfarar,“ sagði Ægir en landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen var reyndar efins um að taka áfram þátt í partýinu: „Craig var eitthvað að reyna að fara snemma heim en hann var bara dreginn inn í bíl. Ekki séns að hann væri ekki að fara að mæta.“ Ægir Þór Steinarsson hafði góða ástæðu til að fagna eftir sigurinn magnaða gegn Tyrkjum.vísir/Anton Morgunflug beint eftir fögnuðinn Ægir ræddi um ýmislegt fleira tengt fögnuðinum og kom meðal annars inn á „mjög slæma“ frammistöðu Tryggva Snæs Hlinasonar í gleðinni en tók fram að Elvar Már Friðriksson og Sigtryggur Arnar Björnsson hefðu staðið sig með sérstakri prýði. Þá skaut Ægir létt á Arnar Guðjónsson, afreksstjóra KKÍ, fyrir að reyna að senda leikmenn í morgunflug daginn eftir EM-fögnuð: „Þegar maður er að plana partý þá er mikilvægt að vera viðbúinn við öllu. Afreksstjórinn var hins vegar búinn að panta flug fyrir þrjá af þeim sem eru að spila erlendis, klukkan sjö morguninn eftir. Með átta tíma stoppi í Berlín! Hefur maður heyrt annað eins? Maðurinn hefur gert margt gott en menn voru bara að cancela flugum þarna á Cafe Easy.“ Hægt er að hlusta á GAZið á Tal með því að smella hér og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira