„Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. febrúar 2025 12:19 Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ. vísir/vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands hafa komið sér í opna skjöldu. Samningurinn skjóti skökku við og það sé áhyggjuefni hvernig hann verði fjármagnaður. Bæjarstjóri sveitarfélags sem er nú þegar í erfiðri fjárhagsstöðu segir að um krefjandi verkefni verði að ræða. Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir í samtali við fréttastofu að nýir kjarasamningar Kennarasambands Íslands hafi komið sér í opna skjöldu. Það sé furðulegt að tólf þúsund félagsmenn KÍ hljóti launahækkanir upp á 20 til 25 prósent á næstu fjórum árum á meðan ASÍ og önnur félög sýndu hófsemi til að ná böndum á verðbólgu á vöxtum. „Það er töluvert umfram það sem við vorum að semja við ríkið og sveitarfélög. Okkar samningar voru á milli sextán og átján prósent og þetta er töluvert upp úr því. Við erum einfaldlega á annarri vegferð en samt sem áður vorum við að semja við sömu aðila. Þannig að þetta skýtur svolítið skökku við. Ekki það að ég sé að leggja neinn dóm á það hvort þau þurfi á þessu að halda eða ekki, okkar fólk þarf líka á launahækkun að halda. Það verða bara uppgjörsdagar þegar okkar samningar eru útrunnir.“ Mjög slæmt ef draga eigi úr þjónustu við almenning Finnbjörn segir það koma á óvart að samningar hafi verið gerðir án þess að neitt sé í hendi varðandi hvernig þeir verði fjármagnaðir. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki væri búið að kostnaðarmeta samninganna og að líklegast þyrfti að draga saman til að koma kostnaðinum fyrir í rekstri sveitarfélaga. „Við höfum verulega áhyggjur af þeirri hlið málsins. Því ef þeir ætla að fara í útvistun starfa sem við höfum mjög slæma reynslu af. Ef þeir ætla að fara draga úr þjónustu við almenning þá er það bara mjög slæmt. Ef þeir ætla að fara hækka skatta eða safna skuldum þá mun það líka lenda á okkur, almenningi.“ Finnbjörn sagði í samtali við mbl.is í október á síðasta ári að ASÍ gerði enga athugasemd við þá launahækkun sem KÍ krafðist á þeim tíma. Þá nam krafan um 49 prósenta launahækkun. Þá sagðist hann ekki hafa skoðun á því hvað aðrir geri með sína kjarasamninga. Spurður um þetta segir Finnbjörn: „Ég sagði að við höfum enga skoðun á kaupkröfum annara. Við höfum skoðun á samningunum hjá þeim. Þeir eru með sinn sjálfstæða samningsrétt og við gerum engar athugasemdir við það en þegar við erum með sömu viðsemjendur og þeir semja á allt öðrum nótum við þá heldur en okkur þá gerum við athugasemdir við það. Við gerum það við viðsemjendur þeirra ekki gagnvart Kennarasambandinu.“ Krefjandi verkefni sem verði leyst Árborg er eitt af fjölmörgum sveitarfélögum sem er nú þegar í erfiðri fjárhagsstöðu. Bragi Bjarnason bæjarstjóri Árborgar fagnar því að samningsaðilar hafi náð saman þó að um krefjandi verkefni sé að ræða. Það sé með öllu óljóst hvaða áhrif kjarasamningarnir muni hafa á rekstur sveitarfélagsins og hvernig þeir verði fjármagnaðir. „Við erum búin að vera í gífurlega krefjandi vegferð núna síðastliðin ár að snúa við rekstri sveitarfélagsins. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna í framhaldinu þegar við sjáum hver áhrifin verða, hvernig við ætlum að brúa þetta og leysa þetta.“ Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar.vísir/egill Bragi vonast til þess að samningurinn bjóði upp á ný tækifæri á þessu sviði. „Maður vonar að samningarnir séu það góðir að fólk vilji líka auka við stéttina. Hjá okkur erum við með 85 prósent fagmenntaða í grunnskólunum og 42 prósent í leikskólunum. Það eru allir sammála um það að vilja hækka þessar prósentur. Það er líka jákvæður þáttur.“ Hann bætir við að hann vonist til þess að samningarnir verði samþykktir af félagsmönnum KÍ og mikilvægt sé að nálgast verkefnið með jákvæðnina að leiðarljósi. „Eins og maður hefur verið að vinna hérna síðast liðin tvö ár. Við þurfum að nálgast þetta með lausnarmiðaðri hugsun og jákvæðni og sjá kostina í þessu og tækifæri. Ég segi bara til hamingju að við séum búin að klára samninga og vonandi að allir geti gengið jákvæðir fram.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Árborg ASÍ Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir í samtali við fréttastofu að nýir kjarasamningar Kennarasambands Íslands hafi komið sér í opna skjöldu. Það sé furðulegt að tólf þúsund félagsmenn KÍ hljóti launahækkanir upp á 20 til 25 prósent á næstu fjórum árum á meðan ASÍ og önnur félög sýndu hófsemi til að ná böndum á verðbólgu á vöxtum. „Það er töluvert umfram það sem við vorum að semja við ríkið og sveitarfélög. Okkar samningar voru á milli sextán og átján prósent og þetta er töluvert upp úr því. Við erum einfaldlega á annarri vegferð en samt sem áður vorum við að semja við sömu aðila. Þannig að þetta skýtur svolítið skökku við. Ekki það að ég sé að leggja neinn dóm á það hvort þau þurfi á þessu að halda eða ekki, okkar fólk þarf líka á launahækkun að halda. Það verða bara uppgjörsdagar þegar okkar samningar eru útrunnir.“ Mjög slæmt ef draga eigi úr þjónustu við almenning Finnbjörn segir það koma á óvart að samningar hafi verið gerðir án þess að neitt sé í hendi varðandi hvernig þeir verði fjármagnaðir. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki væri búið að kostnaðarmeta samninganna og að líklegast þyrfti að draga saman til að koma kostnaðinum fyrir í rekstri sveitarfélaga. „Við höfum verulega áhyggjur af þeirri hlið málsins. Því ef þeir ætla að fara í útvistun starfa sem við höfum mjög slæma reynslu af. Ef þeir ætla að fara draga úr þjónustu við almenning þá er það bara mjög slæmt. Ef þeir ætla að fara hækka skatta eða safna skuldum þá mun það líka lenda á okkur, almenningi.“ Finnbjörn sagði í samtali við mbl.is í október á síðasta ári að ASÍ gerði enga athugasemd við þá launahækkun sem KÍ krafðist á þeim tíma. Þá nam krafan um 49 prósenta launahækkun. Þá sagðist hann ekki hafa skoðun á því hvað aðrir geri með sína kjarasamninga. Spurður um þetta segir Finnbjörn: „Ég sagði að við höfum enga skoðun á kaupkröfum annara. Við höfum skoðun á samningunum hjá þeim. Þeir eru með sinn sjálfstæða samningsrétt og við gerum engar athugasemdir við það en þegar við erum með sömu viðsemjendur og þeir semja á allt öðrum nótum við þá heldur en okkur þá gerum við athugasemdir við það. Við gerum það við viðsemjendur þeirra ekki gagnvart Kennarasambandinu.“ Krefjandi verkefni sem verði leyst Árborg er eitt af fjölmörgum sveitarfélögum sem er nú þegar í erfiðri fjárhagsstöðu. Bragi Bjarnason bæjarstjóri Árborgar fagnar því að samningsaðilar hafi náð saman þó að um krefjandi verkefni sé að ræða. Það sé með öllu óljóst hvaða áhrif kjarasamningarnir muni hafa á rekstur sveitarfélagsins og hvernig þeir verði fjármagnaðir. „Við erum búin að vera í gífurlega krefjandi vegferð núna síðastliðin ár að snúa við rekstri sveitarfélagsins. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna í framhaldinu þegar við sjáum hver áhrifin verða, hvernig við ætlum að brúa þetta og leysa þetta.“ Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar.vísir/egill Bragi vonast til þess að samningurinn bjóði upp á ný tækifæri á þessu sviði. „Maður vonar að samningarnir séu það góðir að fólk vilji líka auka við stéttina. Hjá okkur erum við með 85 prósent fagmenntaða í grunnskólunum og 42 prósent í leikskólunum. Það eru allir sammála um það að vilja hækka þessar prósentur. Það er líka jákvæður þáttur.“ Hann bætir við að hann vonist til þess að samningarnir verði samþykktir af félagsmönnum KÍ og mikilvægt sé að nálgast verkefnið með jákvæðnina að leiðarljósi. „Eins og maður hefur verið að vinna hérna síðast liðin tvö ár. Við þurfum að nálgast þetta með lausnarmiðaðri hugsun og jákvæðni og sjá kostina í þessu og tækifæri. Ég segi bara til hamingju að við séum búin að klára samninga og vonandi að allir geti gengið jákvæðir fram.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Árborg ASÍ Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira