Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. febrúar 2025 16:08 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir stöðu mála vonbrigði. Vísir/Arnar Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafi ásamt samninganefnd Eflingarfélaga tilkynnt fulltrúum SFV uppsögnina í dag á fundi í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Samningnum er sagt upp frá og með 1. maí næstkomandi, en viðræður um endurnýjun geta hafist án tafar. „Umrætt forsenduákvæði gerði ráð fyrir því að fram kæmi tímasett áætlun um hvernig ná skuli gildandi viðmiðum um lágmarksmönnum á hjúkrunarheimilum. Starfshópi skipuðum af heilbrigðisráðherra sem í sátu fulltrúar Eflingar, SFV, Sjúkratrygginga Íslands, Heilbrigðisráðuneytisins og fleiri tókst ekki vinna slíka tímasetta áætlun heldur skilaði aðeins af sér minnisblaði þann 18. febrúar síðastliðinn,“ segir í tilkynningunni. Kröfðust úrbóta í mönnun Þá segir að úrbætur í mönnun hafi verið meginkrafa Eflingar í viðræðum við hjúkrunarheimilin fremur en launakröfur. Félagið hafi ekki vikið frá þeirri launastefnu sem mörkuð var í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í apríl 2024. Í tilkynningunni segir að það hafi markað tímamót að takast skyldi að fjalla beint um mönnun með umræddu forsenduákvæði í kjarasamningunum sem voru undirritaðir við SFV þann 2. október 2024. Ljóst sé að forsenduákvæðið hafi ekki verið uppfyllt. Það þýðir að í maí næstkomandi verða 2.300 Eflingarfélagar með lausa kjarasamninga. Þessir 2.300 félagar séu „mestmegnis konur í sögulega vanmetnum kvennastörfum,“ segir í tilkynningunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lýsti vonbrigðum með stöðu mála. „Mér og samninganefndinni þykir leitt að þessi staða sé komin upp. Við bundum miklar vonir við að hægt yrði að bæta úr þeirri grafalvarlegu stöðu sem ríkir á hjúkrunarheimilunum vegna undirmönnunar. Stöðu sem gerir að verkum að Eflingarfélagar axla gríðarmikla ábyrgð og ganga í reynd í störf sem faglærðir starfsmenn ættu að vinna. Hér er við stör fjölmennur hópur af algjörlega ómissandi starfsfólki. Nú hefjum við kjaraviðræður að nýju og ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Sólveig Anna í tilefni uppsagnarinnar. Hjúkrunarheimili Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafi ásamt samninganefnd Eflingarfélaga tilkynnt fulltrúum SFV uppsögnina í dag á fundi í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Samningnum er sagt upp frá og með 1. maí næstkomandi, en viðræður um endurnýjun geta hafist án tafar. „Umrætt forsenduákvæði gerði ráð fyrir því að fram kæmi tímasett áætlun um hvernig ná skuli gildandi viðmiðum um lágmarksmönnum á hjúkrunarheimilum. Starfshópi skipuðum af heilbrigðisráðherra sem í sátu fulltrúar Eflingar, SFV, Sjúkratrygginga Íslands, Heilbrigðisráðuneytisins og fleiri tókst ekki vinna slíka tímasetta áætlun heldur skilaði aðeins af sér minnisblaði þann 18. febrúar síðastliðinn,“ segir í tilkynningunni. Kröfðust úrbóta í mönnun Þá segir að úrbætur í mönnun hafi verið meginkrafa Eflingar í viðræðum við hjúkrunarheimilin fremur en launakröfur. Félagið hafi ekki vikið frá þeirri launastefnu sem mörkuð var í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í apríl 2024. Í tilkynningunni segir að það hafi markað tímamót að takast skyldi að fjalla beint um mönnun með umræddu forsenduákvæði í kjarasamningunum sem voru undirritaðir við SFV þann 2. október 2024. Ljóst sé að forsenduákvæðið hafi ekki verið uppfyllt. Það þýðir að í maí næstkomandi verða 2.300 Eflingarfélagar með lausa kjarasamninga. Þessir 2.300 félagar séu „mestmegnis konur í sögulega vanmetnum kvennastörfum,“ segir í tilkynningunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lýsti vonbrigðum með stöðu mála. „Mér og samninganefndinni þykir leitt að þessi staða sé komin upp. Við bundum miklar vonir við að hægt yrði að bæta úr þeirri grafalvarlegu stöðu sem ríkir á hjúkrunarheimilunum vegna undirmönnunar. Stöðu sem gerir að verkum að Eflingarfélagar axla gríðarmikla ábyrgð og ganga í reynd í störf sem faglærðir starfsmenn ættu að vinna. Hér er við stör fjölmennur hópur af algjörlega ómissandi starfsfólki. Nú hefjum við kjaraviðræður að nýju og ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Sólveig Anna í tilefni uppsagnarinnar.
Hjúkrunarheimili Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira