Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Jón Þór Stefánsson skrifar 27. febrúar 2025 16:50 Atvikið átti sér stað á bílastæði í Breiðholti árið 2021. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi í dag dóm Candido Alberto Ferral Abreu fyrir tilraun til manndráps. Áður hafði Héraðsdómur dæmt hann í fjögurra ára fangelsi, en Landsréttur þyngir refsinguna í fimm ár. Honum var gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf í brjósthol við bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Í niðurstöðu Landsréttar var að mestu vísað til dóms héraðsdóms að því leyti að um væri að ræða tilraun til manndráps og að Candido hefði verið sakhæfur á verknaðarstundu. Hins vegar þótti alvarleiki háttseminnar svo mikill að rétt væri að þyngja refsinguna. Í skýrslutöku í héraði sagði Candido að hann hafi séð til ferða mannsins, þess sem var stunginn, og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um. Candido hafi verið akandi og elt þá, en þeir munu hafa numið staðar á bílastæði við hús mannsins. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi sagði Candido að honum hafi staðið ógn af manninum. Sjálfur hafi hann stigið úr bílnum sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá manninn. Hann hafi því sveiflað hendi sinni í átt að manninum. Candido gerði ráð fyrir að maðurinn hefði hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi Candido elt manninn um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. „Er þetta hann?“ Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti atvikum þannig að hann hefði stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi svo stungið hann í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum en árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi manninum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Bætur hækkaðar Líkt og áður segir viðurkenndi Candido að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Héraðsdómur féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Líkt og áður segir vísaði Landsréttur að miklu leyti til dóms héraðsdóms, en þyngdi refsinguna. Þá hækkaði dómurinn jafnframt miskabætur sem Candido er gert að greiða brotaþola. Í héraði voru þær 1,5 milljón, en í Landsrétti tvær milljónir. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Honum var gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf í brjósthol við bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Í niðurstöðu Landsréttar var að mestu vísað til dóms héraðsdóms að því leyti að um væri að ræða tilraun til manndráps og að Candido hefði verið sakhæfur á verknaðarstundu. Hins vegar þótti alvarleiki háttseminnar svo mikill að rétt væri að þyngja refsinguna. Í skýrslutöku í héraði sagði Candido að hann hafi séð til ferða mannsins, þess sem var stunginn, og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um. Candido hafi verið akandi og elt þá, en þeir munu hafa numið staðar á bílastæði við hús mannsins. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi sagði Candido að honum hafi staðið ógn af manninum. Sjálfur hafi hann stigið úr bílnum sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá manninn. Hann hafi því sveiflað hendi sinni í átt að manninum. Candido gerði ráð fyrir að maðurinn hefði hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi Candido elt manninn um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. „Er þetta hann?“ Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti atvikum þannig að hann hefði stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi svo stungið hann í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum en árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi manninum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Bætur hækkaðar Líkt og áður segir viðurkenndi Candido að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Héraðsdómur féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Líkt og áður segir vísaði Landsréttur að miklu leyti til dóms héraðsdóms, en þyngdi refsinguna. Þá hækkaði dómurinn jafnframt miskabætur sem Candido er gert að greiða brotaþola. Í héraði voru þær 1,5 milljón, en í Landsrétti tvær milljónir.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira