Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. mars 2025 20:01 Kristín Pétursdóttir býr í fallegri íbúð við Njálsgötu í Reykjavík. Heimili hennar er innréttað af mikilli smekkvísi. Leikkonan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir hefur skapað sér og fjölskyldu sinni einstaklega fallegt og hlýlegt heimili í íbúð við Njálsgötu í hjarta Reykjavíkur. Eignin er 69 fermetrar að stærð í reisulegu húsi sem hefur verið í eigu fjölskyldu hennar allt frá árinu 1930. Kristín er í sambúð með handboltadómaranum Þorvari Bjarma Harðarsyni og á parið von á sínu fyrsta barni saman síðar á árinu. Fyrir á Kristín soninn Storm sem er sex ára. Látlausir og hlýlegir litir Kristín deilir reglulega myndum af heimili fjölskyldunnar á samfélagsmiðlum sem er innréttað af mikilli smekkvísi. Látlausir og hlýlegir litir eru ríkjandi á heimilinu og samræmast innbúinu á sjarmerandi hátt. Upprunalegur byggingarstíll hefur verið varðveittur með nútímalegum endurbótum, þar sem upprunalegu ofnarnir, loftlistarnir og gluggasetningin gefa eigninni heillandi ásýnd. Stofa og eldhús flæða saman í eitt í opnu og björtu rými, þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir. Í eldhúsinu er falleg dökkgrá innrétting með ljósum steini á borðum sem nær upp á vegg. Fyrir ofan innréttinguna má sjá hilluna Vera, hönnun úr smiðju íslenska hönnunarstúdíósins Former. Hillan er tvískipt og er hluti hennar með báruðu gleri, en opnir endar bjóða upp á hengja glös eða önnur búsáhöld. Hvít bakkaborð í tveimur mismunandi stærðum frá HAY prýða stofuna. Hvít bakkaborð í tveimur mismunandi stærðum frá HAY prýða stofuna. Samblanda af klassíkri hönnun Í borðstofunni má sjá veglegt viðarborð úr eik eftir danska hönnuðinn Hans J.Wegner, og samblöndu af klassískum hönnunarstólum. Við enda borðsins má sjá hina sígildu CH-24 stóla, oft nefnda Y-stólana, í sápuborinni eik, einnig eftir Wegner, hannaðir árið 1949. Þá má einnig sjá Sjöurnar frá 1955 og Maurinn frá 1952, eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen. Stólarnir blandast fallega saman og skapa tímalaust yfirbragð í rýminu. Fyrir ofan borðið hangir hinn sígildi PH 5-lampi eftir Poul Henningsen sem hann hannaði fyrir ljósaframleiðandann Louis Poulsen árið 1958. Í horninu í borðstofunni gefur Panthella-gólflampinn, sem Verner Panton hannaði árið 1971, mjúka og notalega birtu sem er einkennandi fyrir hönnun hans. Á ganginum má finna hinn einstaka Snoopy-lampa, sem ítalska hönnunarfyrirtækið Flos framleiðir. Hann var upphaflega hannaður árið 1967 af Achille og Pier Giacomo Castiglioni og er auðþekkjanlegur á sérkennilegri lögun sinni og glansandi yfirborði. CH-24 stóllinn er hannaður af danska hönnuðinum Hans J. Wegner árið 1949. Á ganginum er hinn formfagri bekkur úr Veru-línunni frá FORMER. View this post on Instagram A post shared by Kristín Pétursdóttir (@kristinpeturs) View this post on Instagram A post shared by Hús og híbýli (@husoghibyli) Hús og heimili Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur búið sér til fallegt heimili í Los Angeles, þar sem klassísk skandinavísk hönnun mætir hlýlegum og sjarmerandi stíl. Laufey deildi nýverið myndum úr dúkkuhúsinu sínu, eins og hún orðaði það, með fylgjendum sínum á Instagram. 25. september 2024 17:01 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Kristín er í sambúð með handboltadómaranum Þorvari Bjarma Harðarsyni og á parið von á sínu fyrsta barni saman síðar á árinu. Fyrir á Kristín soninn Storm sem er sex ára. Látlausir og hlýlegir litir Kristín deilir reglulega myndum af heimili fjölskyldunnar á samfélagsmiðlum sem er innréttað af mikilli smekkvísi. Látlausir og hlýlegir litir eru ríkjandi á heimilinu og samræmast innbúinu á sjarmerandi hátt. Upprunalegur byggingarstíll hefur verið varðveittur með nútímalegum endurbótum, þar sem upprunalegu ofnarnir, loftlistarnir og gluggasetningin gefa eigninni heillandi ásýnd. Stofa og eldhús flæða saman í eitt í opnu og björtu rými, þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir. Í eldhúsinu er falleg dökkgrá innrétting með ljósum steini á borðum sem nær upp á vegg. Fyrir ofan innréttinguna má sjá hilluna Vera, hönnun úr smiðju íslenska hönnunarstúdíósins Former. Hillan er tvískipt og er hluti hennar með báruðu gleri, en opnir endar bjóða upp á hengja glös eða önnur búsáhöld. Hvít bakkaborð í tveimur mismunandi stærðum frá HAY prýða stofuna. Hvít bakkaborð í tveimur mismunandi stærðum frá HAY prýða stofuna. Samblanda af klassíkri hönnun Í borðstofunni má sjá veglegt viðarborð úr eik eftir danska hönnuðinn Hans J.Wegner, og samblöndu af klassískum hönnunarstólum. Við enda borðsins má sjá hina sígildu CH-24 stóla, oft nefnda Y-stólana, í sápuborinni eik, einnig eftir Wegner, hannaðir árið 1949. Þá má einnig sjá Sjöurnar frá 1955 og Maurinn frá 1952, eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen. Stólarnir blandast fallega saman og skapa tímalaust yfirbragð í rýminu. Fyrir ofan borðið hangir hinn sígildi PH 5-lampi eftir Poul Henningsen sem hann hannaði fyrir ljósaframleiðandann Louis Poulsen árið 1958. Í horninu í borðstofunni gefur Panthella-gólflampinn, sem Verner Panton hannaði árið 1971, mjúka og notalega birtu sem er einkennandi fyrir hönnun hans. Á ganginum má finna hinn einstaka Snoopy-lampa, sem ítalska hönnunarfyrirtækið Flos framleiðir. Hann var upphaflega hannaður árið 1967 af Achille og Pier Giacomo Castiglioni og er auðþekkjanlegur á sérkennilegri lögun sinni og glansandi yfirborði. CH-24 stóllinn er hannaður af danska hönnuðinum Hans J. Wegner árið 1949. Á ganginum er hinn formfagri bekkur úr Veru-línunni frá FORMER. View this post on Instagram A post shared by Kristín Pétursdóttir (@kristinpeturs) View this post on Instagram A post shared by Hús og híbýli (@husoghibyli)
Hús og heimili Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur búið sér til fallegt heimili í Los Angeles, þar sem klassísk skandinavísk hönnun mætir hlýlegum og sjarmerandi stíl. Laufey deildi nýverið myndum úr dúkkuhúsinu sínu, eins og hún orðaði það, með fylgjendum sínum á Instagram. 25. september 2024 17:01 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur búið sér til fallegt heimili í Los Angeles, þar sem klassísk skandinavísk hönnun mætir hlýlegum og sjarmerandi stíl. Laufey deildi nýverið myndum úr dúkkuhúsinu sínu, eins og hún orðaði það, með fylgjendum sínum á Instagram. 25. september 2024 17:01