Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. febrúar 2025 15:07 Tómas Þór Þórðarsson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Mummi Lú/vilhelm Veður hefur áhrif á landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hófst í dag, eftir allt saman. Hópi frá Austurlandi seinkar vegna flugferða sem var aflýst í morgun og um þrettán manns frá Vestmannaeyjum hafa afboðað komu sína á fundinn þar sem vont verður í sjóinn á sunnudaginn. Þetta staðfestir Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Eins og frægt er orðið var til umræðu í desember hvort fresta ætti landsfundi Sjálfstæðisflokksins og hafa hann nær sumri. Slæmt veðurfar í febrúar og mars var ein af ástæðunum sem voru nefndar á þeim tíma til stuðnings mögulegri frestun. „Veðrið er aðeins að stríða. Það er vesen með Egilsstaði. Það voru flugferðir felldar niður í morgun vegna veðurs. Það fólk er í brasi en það skilar sér þó það muni missa af setningunni og fyrsta deginum,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann bætir við að um þrettán manns frá Vestmannaeyjum muni missa af fundinum. „Það var stór hópur af Eyjamönnum sem kom í gær og verða hér jafnvel eitthvað fram yfir helgi en það eru um þrettán manns sem eru búnir að afbóka sig því þau komast ekki heim á sunnudaginn vegna veðurs.“ Gular veðurviðvaranir voru gefnar út á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra fyrir nóttina og morguninn í morgun. Fyrr í dag var talið að allir höfðu komist leiðar sinnar á fundinn. Eftir hádegi kom á daginn að svo væri ekki. „Það var rosalega íslensk umræða í annars langri röð í innganginum í morgun. Ef menn voru ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn eða kosninguna eða nefndirnar þá var það veðrið. Fólk var að tala um holt og heiðar og að veðrið hafi ekki verið gott en maður hefur ekki ennþá heyrt að einhver hafi ekki komist svo maður fagnar því,“ sagði Tómas fyrr í dag. Ljóst þykir að veðrið komi þó til með að hafa minniháttar áhrif á kosninguna sjálfa á sunnudaginn þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir keppast um formannsembættið og Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, keppast um varaformannsembættið. Allir frá Austurlandi sem misstu af flugi sínu í morgun ættu að skila sér á fundinn í tæka tíð áður en atkvæði verða greidd á sunnudaginn. Óvíst er þó með þá þrettán frá Vestmannaeyjum sem hættu við för sína. Ólíklegt þykir að varamenn þeirra nái að leggja leið sína á fundinn. „Það verða varamenn kallaðir inn en veðrið mun hafa áhrif á þá líka.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Þetta staðfestir Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Eins og frægt er orðið var til umræðu í desember hvort fresta ætti landsfundi Sjálfstæðisflokksins og hafa hann nær sumri. Slæmt veðurfar í febrúar og mars var ein af ástæðunum sem voru nefndar á þeim tíma til stuðnings mögulegri frestun. „Veðrið er aðeins að stríða. Það er vesen með Egilsstaði. Það voru flugferðir felldar niður í morgun vegna veðurs. Það fólk er í brasi en það skilar sér þó það muni missa af setningunni og fyrsta deginum,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann bætir við að um þrettán manns frá Vestmannaeyjum muni missa af fundinum. „Það var stór hópur af Eyjamönnum sem kom í gær og verða hér jafnvel eitthvað fram yfir helgi en það eru um þrettán manns sem eru búnir að afbóka sig því þau komast ekki heim á sunnudaginn vegna veðurs.“ Gular veðurviðvaranir voru gefnar út á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra fyrir nóttina og morguninn í morgun. Fyrr í dag var talið að allir höfðu komist leiðar sinnar á fundinn. Eftir hádegi kom á daginn að svo væri ekki. „Það var rosalega íslensk umræða í annars langri röð í innganginum í morgun. Ef menn voru ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn eða kosninguna eða nefndirnar þá var það veðrið. Fólk var að tala um holt og heiðar og að veðrið hafi ekki verið gott en maður hefur ekki ennþá heyrt að einhver hafi ekki komist svo maður fagnar því,“ sagði Tómas fyrr í dag. Ljóst þykir að veðrið komi þó til með að hafa minniháttar áhrif á kosninguna sjálfa á sunnudaginn þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir keppast um formannsembættið og Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, keppast um varaformannsembættið. Allir frá Austurlandi sem misstu af flugi sínu í morgun ættu að skila sér á fundinn í tæka tíð áður en atkvæði verða greidd á sunnudaginn. Óvíst er þó með þá þrettán frá Vestmannaeyjum sem hættu við för sína. Ólíklegt þykir að varamenn þeirra nái að leggja leið sína á fundinn. „Það verða varamenn kallaðir inn en veðrið mun hafa áhrif á þá líka.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira