Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 1. mars 2025 06:01 Skattar á áfengi er óskilvirk leið til að draga úr skaðlegri neyslu á vörunni samkvæmt úttekt Viðskiptaráðs. visir/Vilhelm Álagning á áfengi er mest á Íslandi miðað við Norðurlöndin og ríki Evrópusambandsins. Þetta sýnir ný úttekt viðskiptaráðs sem hvetur ríkið til að láta af óhóflegri skattlagningu á áfengi. Ráðið telur slíka neyslustýringu koma verst niður á þeim sem misnota áfengi og að tímabært sé að leggja ÁTVR niður. 36 ár frá því að bjórinn var leyfður Samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs á álögum ríkisins á bjór tekur ríkið tvo þriðju af söluverði. Áfengis- og skilagjald er 43 prósent, virðisaukaskattur tíu prósent og álagning ÁTVR fjórtán prósent. Álögur reiknast í hlutfalli við rúmmál vínandi í drykkjum. Árið 1989 var bjórinn leyfður á Íslandi eftir að hafa verið bannaður í 74 ár. Enn tekur hið opinbera til sín tvo þriðju af söluverði mjöðsins í formi opinberra gjalda, skatta og álagningar þrátt fyrir að 36 ár séu liðin frá því að banninu var aflétt. Vegna þessa er áfengisverð á Íslandi það hæsta á Norðurlöndum. Samkvæmt útreikningum Viðskiptaráðs myndi bjór án álagna ríkisins kosta 125 krónur en kostar í staðinn 379 krónur. Eftir því sem áfengið verður sterkara hækkar hlutfall ríkisins af söluverði en af léttvínsflösku er hlutur ríkisins 70% og af sterku víni tekur ríkið 90% af söluverði. Áfengisgjald ríkisins reiknast út frá rúmmáli vínanda í drykkjum. Viðskiptaráð Af opinberum gjöldum er áfengisgjaldið þyngst og hlutfall ríkisins hæst á sterku áfengi. Reiknast það út frá rúmmáli vínanda í drykkjum sem útskýrir mismunandi álagningu á bjór, léttvíni og sterku áfengi. Þá leggst skilagjald á umbúðir og virðisaukaskattur sem hækkar einnig verðið auk álagningar ÁTVR á áfengi í verslunum þeirra. „Álagningin er lögbundin og nemur 18% á vörur sem innihalda 22% vínanda eða minna og 12% á vörur sem innihalda meiri vínanda en það“. Munur á álagningu á áfengum og óáfengum drykkjum Samkvæmt úttektinni er meðalverð á óáfengum drykkjum aðeins 40 prósent hærra á Íslandi miðað við lönd í Evrópusambandinu. Á áfengum drykkjum er meðalverðið þrefalt og er skattlagningin hérlendis fimmfalt hærri en tíðkast innan Evrópusambandsins. Þá kemur einnig fram að meðalneysla áfengis á Íslandi hefur aukist undanfarin ár ólíkt öðrum Norðurlöndum. Ofdrykkja sé einnig mest hér af Norðurlöndunum og með því mesta sem tíðkist í Evrópu. Há skattlagning og opinber gjöld valda því að allt að 90% af söluverði renni til ríkisins. Viðskiptaráð Vilja leggja ÁTVR niður „Skattar á áfengi gera ekki greinarmun á þeim sem nota vöruna með ábyrgum hætti og þeim sem misnota hana. Óhófleg skattlagning er því óskilvirk leið til að draga úr misnotkun áfengis, þar sem að verðbreytingar hafa minnst áhrif á neyslu þeirra sem misnota vöruna. Skattlagning á áfengi er því fyrst og fremst tekjuöflunartæki en ekki lýðheilsutæki“. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að láta af óhóflegri skattlagningu á áfengi. Þá leggja þau til að ÁTVR verði lagt niður og að einokunarverslun ríkisins með áfengi verði hætt. „Ríkiseinokunarsala er tímaskekkja sem fer illa með almannafé og þjónar ekki hagsmunum neytenda“. Áfengi Neytendur Skattar og tollar Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Ívar Jónsson Arndal forstjóri ÁTVR sækist ekki eftir endurráðningu og lætur af störfum þann 1. september. Hann hefur verið forstjóri í tuttugu ár og starfað hjá stofnuninni frá 1990. Ívar verður 67 ára í maí. 27. febrúar 2025 17:13 ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lögmaður innflutningsfyrirtækisins Dista, sem lagði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti á dögunum, segir ÁTVR hafa haldið dýrari og mögulega sterkari vörum að neytendum með ólögmætum viðmiðum um hvað rataði í hillur verslunarinnar og hvað ekki. Hann gerir ráð fyrir að Ríkið sé bótaskylt gagnvart umbjóðanda sínum. 6. desember 2024 08:37 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
36 ár frá því að bjórinn var leyfður Samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs á álögum ríkisins á bjór tekur ríkið tvo þriðju af söluverði. Áfengis- og skilagjald er 43 prósent, virðisaukaskattur tíu prósent og álagning ÁTVR fjórtán prósent. Álögur reiknast í hlutfalli við rúmmál vínandi í drykkjum. Árið 1989 var bjórinn leyfður á Íslandi eftir að hafa verið bannaður í 74 ár. Enn tekur hið opinbera til sín tvo þriðju af söluverði mjöðsins í formi opinberra gjalda, skatta og álagningar þrátt fyrir að 36 ár séu liðin frá því að banninu var aflétt. Vegna þessa er áfengisverð á Íslandi það hæsta á Norðurlöndum. Samkvæmt útreikningum Viðskiptaráðs myndi bjór án álagna ríkisins kosta 125 krónur en kostar í staðinn 379 krónur. Eftir því sem áfengið verður sterkara hækkar hlutfall ríkisins af söluverði en af léttvínsflösku er hlutur ríkisins 70% og af sterku víni tekur ríkið 90% af söluverði. Áfengisgjald ríkisins reiknast út frá rúmmáli vínanda í drykkjum. Viðskiptaráð Af opinberum gjöldum er áfengisgjaldið þyngst og hlutfall ríkisins hæst á sterku áfengi. Reiknast það út frá rúmmáli vínanda í drykkjum sem útskýrir mismunandi álagningu á bjór, léttvíni og sterku áfengi. Þá leggst skilagjald á umbúðir og virðisaukaskattur sem hækkar einnig verðið auk álagningar ÁTVR á áfengi í verslunum þeirra. „Álagningin er lögbundin og nemur 18% á vörur sem innihalda 22% vínanda eða minna og 12% á vörur sem innihalda meiri vínanda en það“. Munur á álagningu á áfengum og óáfengum drykkjum Samkvæmt úttektinni er meðalverð á óáfengum drykkjum aðeins 40 prósent hærra á Íslandi miðað við lönd í Evrópusambandinu. Á áfengum drykkjum er meðalverðið þrefalt og er skattlagningin hérlendis fimmfalt hærri en tíðkast innan Evrópusambandsins. Þá kemur einnig fram að meðalneysla áfengis á Íslandi hefur aukist undanfarin ár ólíkt öðrum Norðurlöndum. Ofdrykkja sé einnig mest hér af Norðurlöndunum og með því mesta sem tíðkist í Evrópu. Há skattlagning og opinber gjöld valda því að allt að 90% af söluverði renni til ríkisins. Viðskiptaráð Vilja leggja ÁTVR niður „Skattar á áfengi gera ekki greinarmun á þeim sem nota vöruna með ábyrgum hætti og þeim sem misnota hana. Óhófleg skattlagning er því óskilvirk leið til að draga úr misnotkun áfengis, þar sem að verðbreytingar hafa minnst áhrif á neyslu þeirra sem misnota vöruna. Skattlagning á áfengi er því fyrst og fremst tekjuöflunartæki en ekki lýðheilsutæki“. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að láta af óhóflegri skattlagningu á áfengi. Þá leggja þau til að ÁTVR verði lagt niður og að einokunarverslun ríkisins með áfengi verði hætt. „Ríkiseinokunarsala er tímaskekkja sem fer illa með almannafé og þjónar ekki hagsmunum neytenda“.
Áfengi Neytendur Skattar og tollar Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Ívar Jónsson Arndal forstjóri ÁTVR sækist ekki eftir endurráðningu og lætur af störfum þann 1. september. Hann hefur verið forstjóri í tuttugu ár og starfað hjá stofnuninni frá 1990. Ívar verður 67 ára í maí. 27. febrúar 2025 17:13 ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lögmaður innflutningsfyrirtækisins Dista, sem lagði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti á dögunum, segir ÁTVR hafa haldið dýrari og mögulega sterkari vörum að neytendum með ólögmætum viðmiðum um hvað rataði í hillur verslunarinnar og hvað ekki. Hann gerir ráð fyrir að Ríkið sé bótaskylt gagnvart umbjóðanda sínum. 6. desember 2024 08:37 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Ívar Jónsson Arndal forstjóri ÁTVR sækist ekki eftir endurráðningu og lætur af störfum þann 1. september. Hann hefur verið forstjóri í tuttugu ár og starfað hjá stofnuninni frá 1990. Ívar verður 67 ára í maí. 27. febrúar 2025 17:13
ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lögmaður innflutningsfyrirtækisins Dista, sem lagði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti á dögunum, segir ÁTVR hafa haldið dýrari og mögulega sterkari vörum að neytendum með ólögmætum viðmiðum um hvað rataði í hillur verslunarinnar og hvað ekki. Hann gerir ráð fyrir að Ríkið sé bótaskylt gagnvart umbjóðanda sínum. 6. desember 2024 08:37