Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Rafn Ágúst Ragnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 28. febrúar 2025 17:47 Bjarni Benediktsson kveður formannsembættið á sunnudaginn eftir langan tíma í forystu flokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skaut föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana í setningarræðu sinni á landsfundi. Hann skoraði á flokksmenn að elta ekki andstæðinga sína á hættulegri braut popúlismans. Bjarni, sem stígur úr stóli formanns á sunnudaginn eftir tæplega sextán ára formannstíð, fór um víðan völl í ræðu sinni og uppskar reglulega hlátur þegar hann skaut á ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur klukkan 16:30 í dag með setningarræðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem horfa má á í greininni hér að neðan: Inga Sæland eða Don Corleone? Hann óskaði ríkisstjórninni alls hins besta áður en hann sagði vandamál ríkisstjórnarinnar ekki snúa að krefjandi verkefnum heldur sé hún sjálf vandamálið. „Inga hafði verið ráðherra í 13 klukkutíma og 18 mínútur þegar hún var byrjuð að ráðast á fjölmiðla og skamma þá fyrir að spyrja sig spurninga og nokkrum dögum síðar hringdi hún í skólastjóra úti í bæ og hótaði honum lögreglunni út af týndum strigaskóm. Sagan segir að Inga hafi minnt á Don Corleone úr Guðföðurnum þar sem hún sat heima með köttinn í annarri, símtólið í hinni og sagði skólastjóranum að hún væri vel tengd inn í lögregluna,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ruglið hefði þá bara verið rétt að byrja og tók fyrir fyrri andstöðu Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra við innleiðingu bókunar 35 en hann hafði áður lýst því yfir að bókun 35 jafngilti stjórnarskrárbroti. „Þessi viðskipti með stjórnarskrána eru auðvitað einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu. Óskiljanleg og stórfurðuleg!“ sagði Bjarni. Finnur til með fjármálaráðherra Hann lét sér ekki nægja að gera gys að ríkisstjórninni heldur gerði hann biðlaunagreiðslur, hinn svokallaða neyðarsjóð, Ragnars Þór Ingólfssonar fyrrverandi formanns VR einnig að umtalsefni sínu. „Þetta og meira til á fyrstu vikum kjörtímabilsins - sannkallaðar hraðfréttir,“ sagði hann og sagði hug sinn allan hjá fjármálaráðherra á hans fyrstu dögum í embætti. „Fyrsta verkefnið kemur í hús - Flokkur fólksins vill 48 daga strandveiðikerfi! Elsku maðurinn er nýbúinn að skrifa lærða grein um hversu þjóðhagslega óhagkvæmt það kerfi er og hvernig það brýtur gegn öllum hugmyndum um almannahag. Kerfið er samkvæmt grein ráðherrans “efnahagsleg sóun,““ sagði hann. Plan Kristrúnar hljóti sömu örlög og nýja símaskráin Bjarni sagði hið margumtalaða plan Samfylkingar Kristrúnar Frostadóttur munu hljóta sömu örlög og ný símaskrá. „Þessi nöpru örlög Plansins birtust þjóðinni þegar þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar leit dagsins ljós. Ekkert nýtt, ekkert sem skipti máli, ekkert plan. Kannski vilja einhverjir skrifa þennan vandræðagang ríkisstjórnarinnar á reynsluleysi, en ég er ekki viss. Flokkur fólksins er bara svona. Samfó er bara svona. Og Viðreisn er bara svona. Fyrir kosningar hafði Samfylkingin slegið ESB-aðild af borðinu og Viðreisn komst í gegnum kosningabaráttuna meira og minna án þess að minnast á þetta helsta baráttumál sitt,“ sagði Bjarni. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10 Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Veður hefur áhrif á landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hófst í dag, eftir allt saman. Hópi frá Austurlandi seinkar vegna flugferða sem var aflýst í morgun og um þrettán manns frá Vestmannaeyjum hafa afboðað komu sína á fundinn þar sem vont verður í sjóinn á sunnudaginn. 28. febrúar 2025 15:07 „Rosalega íslensk umræða“ Allt stefnir í stærsta landsfund í sögu Sjálfstæðisflokksins ef marka má skráningu á fundin sem hófst í morgun. Mikil spenna ríkir í búðum Sjálfstæðismanna en á sunnudaginn lýkur baráttu Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um formannsembættið sem hafi verið drengileg þar til á loka metrunum. 28. febrúar 2025 12:10 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Bjarni, sem stígur úr stóli formanns á sunnudaginn eftir tæplega sextán ára formannstíð, fór um víðan völl í ræðu sinni og uppskar reglulega hlátur þegar hann skaut á ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur klukkan 16:30 í dag með setningarræðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem horfa má á í greininni hér að neðan: Inga Sæland eða Don Corleone? Hann óskaði ríkisstjórninni alls hins besta áður en hann sagði vandamál ríkisstjórnarinnar ekki snúa að krefjandi verkefnum heldur sé hún sjálf vandamálið. „Inga hafði verið ráðherra í 13 klukkutíma og 18 mínútur þegar hún var byrjuð að ráðast á fjölmiðla og skamma þá fyrir að spyrja sig spurninga og nokkrum dögum síðar hringdi hún í skólastjóra úti í bæ og hótaði honum lögreglunni út af týndum strigaskóm. Sagan segir að Inga hafi minnt á Don Corleone úr Guðföðurnum þar sem hún sat heima með köttinn í annarri, símtólið í hinni og sagði skólastjóranum að hún væri vel tengd inn í lögregluna,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ruglið hefði þá bara verið rétt að byrja og tók fyrir fyrri andstöðu Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra við innleiðingu bókunar 35 en hann hafði áður lýst því yfir að bókun 35 jafngilti stjórnarskrárbroti. „Þessi viðskipti með stjórnarskrána eru auðvitað einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu. Óskiljanleg og stórfurðuleg!“ sagði Bjarni. Finnur til með fjármálaráðherra Hann lét sér ekki nægja að gera gys að ríkisstjórninni heldur gerði hann biðlaunagreiðslur, hinn svokallaða neyðarsjóð, Ragnars Þór Ingólfssonar fyrrverandi formanns VR einnig að umtalsefni sínu. „Þetta og meira til á fyrstu vikum kjörtímabilsins - sannkallaðar hraðfréttir,“ sagði hann og sagði hug sinn allan hjá fjármálaráðherra á hans fyrstu dögum í embætti. „Fyrsta verkefnið kemur í hús - Flokkur fólksins vill 48 daga strandveiðikerfi! Elsku maðurinn er nýbúinn að skrifa lærða grein um hversu þjóðhagslega óhagkvæmt það kerfi er og hvernig það brýtur gegn öllum hugmyndum um almannahag. Kerfið er samkvæmt grein ráðherrans “efnahagsleg sóun,““ sagði hann. Plan Kristrúnar hljóti sömu örlög og nýja símaskráin Bjarni sagði hið margumtalaða plan Samfylkingar Kristrúnar Frostadóttur munu hljóta sömu örlög og ný símaskrá. „Þessi nöpru örlög Plansins birtust þjóðinni þegar þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar leit dagsins ljós. Ekkert nýtt, ekkert sem skipti máli, ekkert plan. Kannski vilja einhverjir skrifa þennan vandræðagang ríkisstjórnarinnar á reynsluleysi, en ég er ekki viss. Flokkur fólksins er bara svona. Samfó er bara svona. Og Viðreisn er bara svona. Fyrir kosningar hafði Samfylkingin slegið ESB-aðild af borðinu og Viðreisn komst í gegnum kosningabaráttuna meira og minna án þess að minnast á þetta helsta baráttumál sitt,“ sagði Bjarni.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10 Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Veður hefur áhrif á landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hófst í dag, eftir allt saman. Hópi frá Austurlandi seinkar vegna flugferða sem var aflýst í morgun og um þrettán manns frá Vestmannaeyjum hafa afboðað komu sína á fundinn þar sem vont verður í sjóinn á sunnudaginn. 28. febrúar 2025 15:07 „Rosalega íslensk umræða“ Allt stefnir í stærsta landsfund í sögu Sjálfstæðisflokksins ef marka má skráningu á fundin sem hófst í morgun. Mikil spenna ríkir í búðum Sjálfstæðismanna en á sunnudaginn lýkur baráttu Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um formannsembættið sem hafi verið drengileg þar til á loka metrunum. 28. febrúar 2025 12:10 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10
Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Veður hefur áhrif á landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hófst í dag, eftir allt saman. Hópi frá Austurlandi seinkar vegna flugferða sem var aflýst í morgun og um þrettán manns frá Vestmannaeyjum hafa afboðað komu sína á fundinn þar sem vont verður í sjóinn á sunnudaginn. 28. febrúar 2025 15:07
„Rosalega íslensk umræða“ Allt stefnir í stærsta landsfund í sögu Sjálfstæðisflokksins ef marka má skráningu á fundin sem hófst í morgun. Mikil spenna ríkir í búðum Sjálfstæðismanna en á sunnudaginn lýkur baráttu Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um formannsembættið sem hafi verið drengileg þar til á loka metrunum. 28. febrúar 2025 12:10